Sýslumaður krafinn skýringa 29. mars 2005 00:01 Persónuvernd krefur Sýslumanninn í Reykjavík um skýringar á því hvers vegna möppur, sem geyma nöfn hundraða einstaklinga sem meðal annars stóðu í forræðis- og skilnaðardeilum, fundust á bak við skrifstofur hans í Skógarhlíð. Sýslumaður sjálfur segist ekkert botna í þessu og þjóðþekktir menn, sem nafngreindir eru í gögnum, eru forviða á að skjölin skuli ekki vera betur geymd en raun ber vitni. Möppur, sem fundust á bak við hús Sýslumannsembættisins í Reykjavík, geymdu nöfn hundruð einstaklinga sem tengjast forræðisdeilum, meðlagsdeilum og skilnaðar- og faðernismálum sem embættið tók fyrir á árunum 1992 til 1994. Fréttastofan hefur rætt við ýmsa menn sem nefndir eru í skjölunum, menn sem tengjast bæði í fjölmiðlum og stjórnkerfinu, og eru þeir forviða á því að slíkar upplýsingar skuli ekki vera betur geymdar. Enginn þeirra vill koma fram undir nafni í tengslum við þetta mál en einn þeirra sagðist ætla að senda sýslumanni kvörtunarbréf. Sýslumaðurinn í Reykjavík, Rúnar Guðjónsson, hóf rannsókn málsins í morgun og óskaði eftir að fá möppuna, sem Stöð 2 hefur haft undir höndum, afhenta. Jóhannes Kr. Kristjánsson, fréttamaður Stöðvar 2, afhenti honum möppuna í dag. Aðspurður hvort embættið hyggist biðja þá menn sem nefndir séu í möppunni afsökunar segir Rúnar að verið sé að fara yfir málið og hann geti ekkert sagt um það. Rúnar segist aðspurður ekki hafa nokkra trú á því að frekari gögn finnist á víðavangi, þetta hafi aldrei gerst áður og hann botni ekkert í þessu. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segist líta málið alvarlegum augum. Kannað verði hvað fór úrskeiðis en ljóst sé að þeim reglum sem embættinu eru settar um meðferð persónugagna hafi ekki verið fylgt. Aðspurð hvort Persónuvernd hafi fylgst með því hvernig gögn séu geymd hjá Sýslumanninum í Reykjavík neitar Sigrún því. Verið sé fara yfir öryggismál hjá nokkrum opinberum stofnunum og einkaaðilum en ekki hafi gefist tími til að kanna málin hjá sýslumannsembættunum. Þeir sem nefndir eru á nafn í gögnunum eiga ekki rétt á bótum samkvæmt íslenskum lögum um persónuvernd. Sigrún segir þó að það hafi komið til tals að breyta lögunum. Hún segir aðspurð að þeir sem orðið hafi fyrir þessu geti beðið um afsökunarbeiðni og skýringar hjá embætttinu á því hvað hafi gerst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Persónuvernd krefur Sýslumanninn í Reykjavík um skýringar á því hvers vegna möppur, sem geyma nöfn hundraða einstaklinga sem meðal annars stóðu í forræðis- og skilnaðardeilum, fundust á bak við skrifstofur hans í Skógarhlíð. Sýslumaður sjálfur segist ekkert botna í þessu og þjóðþekktir menn, sem nafngreindir eru í gögnum, eru forviða á að skjölin skuli ekki vera betur geymd en raun ber vitni. Möppur, sem fundust á bak við hús Sýslumannsembættisins í Reykjavík, geymdu nöfn hundruð einstaklinga sem tengjast forræðisdeilum, meðlagsdeilum og skilnaðar- og faðernismálum sem embættið tók fyrir á árunum 1992 til 1994. Fréttastofan hefur rætt við ýmsa menn sem nefndir eru í skjölunum, menn sem tengjast bæði í fjölmiðlum og stjórnkerfinu, og eru þeir forviða á því að slíkar upplýsingar skuli ekki vera betur geymdar. Enginn þeirra vill koma fram undir nafni í tengslum við þetta mál en einn þeirra sagðist ætla að senda sýslumanni kvörtunarbréf. Sýslumaðurinn í Reykjavík, Rúnar Guðjónsson, hóf rannsókn málsins í morgun og óskaði eftir að fá möppuna, sem Stöð 2 hefur haft undir höndum, afhenta. Jóhannes Kr. Kristjánsson, fréttamaður Stöðvar 2, afhenti honum möppuna í dag. Aðspurður hvort embættið hyggist biðja þá menn sem nefndir séu í möppunni afsökunar segir Rúnar að verið sé að fara yfir málið og hann geti ekkert sagt um það. Rúnar segist aðspurður ekki hafa nokkra trú á því að frekari gögn finnist á víðavangi, þetta hafi aldrei gerst áður og hann botni ekkert í þessu. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segist líta málið alvarlegum augum. Kannað verði hvað fór úrskeiðis en ljóst sé að þeim reglum sem embættinu eru settar um meðferð persónugagna hafi ekki verið fylgt. Aðspurð hvort Persónuvernd hafi fylgst með því hvernig gögn séu geymd hjá Sýslumanninum í Reykjavík neitar Sigrún því. Verið sé fara yfir öryggismál hjá nokkrum opinberum stofnunum og einkaaðilum en ekki hafi gefist tími til að kanna málin hjá sýslumannsembættunum. Þeir sem nefndir eru á nafn í gögnunum eiga ekki rétt á bótum samkvæmt íslenskum lögum um persónuvernd. Sigrún segir þó að það hafi komið til tals að breyta lögunum. Hún segir aðspurð að þeir sem orðið hafi fyrir þessu geti beðið um afsökunarbeiðni og skýringar hjá embætttinu á því hvað hafi gerst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira