Auðun Georg tekur starfið 30. mars 2005 00:01 "Ég vona að þetta mál leysist farsællega og þá innan húss en ekki í gegnum fjölmiðla," sagði Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Útvarps, við Fréttablaðið í gær. Hann kvaðst að sjálfsögðu myndu taka við fréttastjórastarfinu, en kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið. "Þetta er innanhússmál," sagði hann, "sem ég vil að verði leyst á þeim vettvangi og með þeim hætti að menn ræði saman." Fréttamenn fréttastofa Útvarps og Sjónvarps settust á fund í hádeginu í gær til að ræða hugsanlegar aðgerðir ef og þegar Auðun Georg tæki við fréttastjórn. Þeir ræddu meðal annars vinnustöðvun eða hægagang við fréttaöflun. Jafnvel yrði gripið til "faglegra fundahalda" í vinnutíma. Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa tvívegis lýst yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins hefur hvatt hann til að draga ákvörðun sína til baka með 93 prósentum atkvæða. "Það var ekki tekin nein ákvörðun um hvað menn ætla endanlega að gera," sagði Arnar Páll Hauksson, sem ekki vildi tjá sig um umræddar aðgerðir. "En einróma niðurstaða fundarins var sú að menn ætla ekki að vinna með þessum fréttastjóra." Aðrir fréttamenn sem blaðið ræddi við tóku í sama streng og Arnar Páll. G. Pétur Matthíasson kvaðst óttast að margir myndu hugsa sér til hreyfings frá RÚV ef svo færi sem horfði að Auðun Georg tæki við stjórnartaumunum á fréttastofunni. Fundur verður haldinn í starfsmannafélagi Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag. Þar verða hugmyndir um viðbrögð starfsfólks ræddar. Á fundinum í gær völdu fréttamenn fjóra úr sínum hópi til að undirbúa starfsmannafundinn í dag. Fjórir af fimm fréttamönnum sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, taldi hæfasta til að gegna starfi fréttastjóra, en var hafnað, hafa óskað eftir rökstuðningi frá Markúsi Erni Antonssyni fyrir höfnuninni. Sá fimmti sagði upp. Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
"Ég vona að þetta mál leysist farsællega og þá innan húss en ekki í gegnum fjölmiðla," sagði Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Útvarps, við Fréttablaðið í gær. Hann kvaðst að sjálfsögðu myndu taka við fréttastjórastarfinu, en kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið. "Þetta er innanhússmál," sagði hann, "sem ég vil að verði leyst á þeim vettvangi og með þeim hætti að menn ræði saman." Fréttamenn fréttastofa Útvarps og Sjónvarps settust á fund í hádeginu í gær til að ræða hugsanlegar aðgerðir ef og þegar Auðun Georg tæki við fréttastjórn. Þeir ræddu meðal annars vinnustöðvun eða hægagang við fréttaöflun. Jafnvel yrði gripið til "faglegra fundahalda" í vinnutíma. Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa tvívegis lýst yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins hefur hvatt hann til að draga ákvörðun sína til baka með 93 prósentum atkvæða. "Það var ekki tekin nein ákvörðun um hvað menn ætla endanlega að gera," sagði Arnar Páll Hauksson, sem ekki vildi tjá sig um umræddar aðgerðir. "En einróma niðurstaða fundarins var sú að menn ætla ekki að vinna með þessum fréttastjóra." Aðrir fréttamenn sem blaðið ræddi við tóku í sama streng og Arnar Páll. G. Pétur Matthíasson kvaðst óttast að margir myndu hugsa sér til hreyfings frá RÚV ef svo færi sem horfði að Auðun Georg tæki við stjórnartaumunum á fréttastofunni. Fundur verður haldinn í starfsmannafélagi Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag. Þar verða hugmyndir um viðbrögð starfsfólks ræddar. Á fundinum í gær völdu fréttamenn fjóra úr sínum hópi til að undirbúa starfsmannafundinn í dag. Fjórir af fimm fréttamönnum sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, taldi hæfasta til að gegna starfi fréttastjóra, en var hafnað, hafa óskað eftir rökstuðningi frá Markúsi Erni Antonssyni fyrir höfnuninni. Sá fimmti sagði upp.
Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira