Starfsmenn RÚV lýstu vantrausti á útvarpsstjóra 31. mars 2005 00:01 Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýstu í dag yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarpsins.Á fjölmennum starfsmannafundi var tillaga þessa efnis samþykkt með 93,3% atkvæða. 178 starfsmenn samþykktu tillöguna, 12 sögðu nei og einn sat hjá. Fréttastjóramálið verður til umræðu í þætti Hallgríms og Helgu Völu "Allt & Sumt" á Talstöðinni klukkan 17:00 í dag. Þá mæta Þórhallur Jósefsson fréttamaður Útvarps og G. Pétur Matthíasson fréttamaður Sjónvarps og ræða stöðu málsins. Ályktun starfsmannafundar Ríkisútvarpsins:Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005 harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi.Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýstu í dag yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarpsins.Á fjölmennum starfsmannafundi var tillaga þessa efnis samþykkt með 93,3% atkvæða. 178 starfsmenn samþykktu tillöguna, 12 sögðu nei og einn sat hjá. Fréttastjóramálið verður til umræðu í þætti Hallgríms og Helgu Völu "Allt & Sumt" á Talstöðinni klukkan 17:00 í dag. Þá mæta Þórhallur Jósefsson fréttamaður Útvarps og G. Pétur Matthíasson fréttamaður Sjónvarps og ræða stöðu málsins. Ályktun starfsmannafundar Ríkisútvarpsins:Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005 harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi.Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira