Útvarpsstjóri vanvirði starfsmenn 31. mars 2005 00:01 Starfsmenn Ríkisútvarpsins segja útvarpsstjóra hafa vanvirt starfsmenn og ýtt til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum við ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þeir samþykktu vantraustsyfirlýsingu á Markús Örn Antonsson á fjölmennum fundi í hádeginu. 178 greiddu henni atkvæði sitt, tólf voru á móti og einn sat hjá. Starfsmennirnir segja í harðorðri ályktun að útvarpsráð og útvarpsstjóri hafi týnt til falsrök, ýkjur og skrök í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Þeir líti svo á að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus og líti á ráðningu hans sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa á Ríkisútvarpinu sé það á ábyrgð útvarpsstjóra og hans eins. Fundurinn lýsti því vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli „sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi,“ eins og það er orðað í ályktuninni. Og starfsmenn voru harðorðir á fundinum: talað var um nauðgunarstefnu, valdstjórn, ofbeldi og pólitískar sendingar. Haukur Hauksson, starfsmaður RÚV, sagði ráðningarferlið stórhneyksli sem verði að hrinda og óskaði eftir samstarfi starfsmanna. Fréttamönnum hafa borist margar stuðningsyfirlýsingar, þar af fékk G. Pétur Matthíasson fréttamaður eina óvenjulega frá leigubílstjóra sem sagði málið mikið rætt í stéttinni. Hann teldi Björn Inga Hrafnsson, aðstoðarmann forsætisráðherra, standa á bak við ráðninguna því hann hefði margoft keyrt Björn og Auðun Georg í leigubílnum sínum.. Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri sagði að fréttamenn Ríkisútvarpsins væru að misnota Ríkisútvarpið í þessari baráttu líkt og fréttamenn Stöðvar 2 hefðu stjórnað allri umræðu um fjölmiðlafrumvarpið. Og hann lýsti yfir vonbrigðum með það. Auðun Georg hefur lýst því yfir að hann ætli að mæta til starfa á Ríkisútvarpinu klukkan níu í fyrramálið. Óðinn Jónsson fréttamaður segir óvíst hvaða móttökur hann fær. Þetta sé söguleg ályktun sem sýni hversu mikill þungi sé í málinu og samstaðan gríðarleg mikil. „Hvað gerist síðan veit enginn en útvarpsstjóri á næsta leik. Við vonum auðvitað enn að hann sjái að sér og þessi ráðning verði ekki að veruleika og nýir tímar muni hefjast hjá Ríkisútvarpinum og fagleg sjónarmið látin ráða,“ segir Óðinn. Auðun Georg mætti óvænt til fundar við Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra um miðjan dag í dag. Fundurinn stóð í klukkustund og athygli vakti að Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs, var ekki viðstaddur. Að þessu loknu gekk Auðun Georg um fréttastofurnar og kastaði kveðju á starfsfólkið. Ríkissjónvarpið tók myndir við þetta tækifæri en vildi ekki lána þær Stöð 2. Ályktun starfsmannafundar Ríkisútvarpsins:Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005 harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi.Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Starfsmenn Ríkisútvarpsins segja útvarpsstjóra hafa vanvirt starfsmenn og ýtt til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum við ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þeir samþykktu vantraustsyfirlýsingu á Markús Örn Antonsson á fjölmennum fundi í hádeginu. 178 greiddu henni atkvæði sitt, tólf voru á móti og einn sat hjá. Starfsmennirnir segja í harðorðri ályktun að útvarpsráð og útvarpsstjóri hafi týnt til falsrök, ýkjur og skrök í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Þeir líti svo á að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus og líti á ráðningu hans sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa á Ríkisútvarpinu sé það á ábyrgð útvarpsstjóra og hans eins. Fundurinn lýsti því vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli „sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi,“ eins og það er orðað í ályktuninni. Og starfsmenn voru harðorðir á fundinum: talað var um nauðgunarstefnu, valdstjórn, ofbeldi og pólitískar sendingar. Haukur Hauksson, starfsmaður RÚV, sagði ráðningarferlið stórhneyksli sem verði að hrinda og óskaði eftir samstarfi starfsmanna. Fréttamönnum hafa borist margar stuðningsyfirlýsingar, þar af fékk G. Pétur Matthíasson fréttamaður eina óvenjulega frá leigubílstjóra sem sagði málið mikið rætt í stéttinni. Hann teldi Björn Inga Hrafnsson, aðstoðarmann forsætisráðherra, standa á bak við ráðninguna því hann hefði margoft keyrt Björn og Auðun Georg í leigubílnum sínum.. Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri sagði að fréttamenn Ríkisútvarpsins væru að misnota Ríkisútvarpið í þessari baráttu líkt og fréttamenn Stöðvar 2 hefðu stjórnað allri umræðu um fjölmiðlafrumvarpið. Og hann lýsti yfir vonbrigðum með það. Auðun Georg hefur lýst því yfir að hann ætli að mæta til starfa á Ríkisútvarpinu klukkan níu í fyrramálið. Óðinn Jónsson fréttamaður segir óvíst hvaða móttökur hann fær. Þetta sé söguleg ályktun sem sýni hversu mikill þungi sé í málinu og samstaðan gríðarleg mikil. „Hvað gerist síðan veit enginn en útvarpsstjóri á næsta leik. Við vonum auðvitað enn að hann sjái að sér og þessi ráðning verði ekki að veruleika og nýir tímar muni hefjast hjá Ríkisútvarpinum og fagleg sjónarmið látin ráða,“ segir Óðinn. Auðun Georg mætti óvænt til fundar við Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra um miðjan dag í dag. Fundurinn stóð í klukkustund og athygli vakti að Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs, var ekki viðstaddur. Að þessu loknu gekk Auðun Georg um fréttastofurnar og kastaði kveðju á starfsfólkið. Ríkissjónvarpið tók myndir við þetta tækifæri en vildi ekki lána þær Stöð 2. Ályktun starfsmannafundar Ríkisútvarpsins:Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005 harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi.Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“