Ófremdarástand á RÚV 1. apríl 2005 00:01 Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ósáttir í gærmorgun við að forsætisráðherra hafnaði því að ræða ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær í fjarveru menntamálaráðherra. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, óskaði eftir því á Alþingi í gær að ákall fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis yrði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Fréttamenn hétu á alþingismenn að standa vörð um Ríkisútvarpið. "Hér er um mjög svo alvarlegt ákall að ræða sem ég tel að verði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Ég tek undir það að neyðarástand sé að skapast í Ríkisútvarpinu," sagði Kolbrún. "Ég tel verulega alvarlega hluti hér á ferðum, sérstaklega í ljósi þess sem við fengum að heyra í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu, þar sem nýráðinn fréttastjóri leynir þjóð og fréttamanni því að hann hafi átt fund með formanni útvarpsráðs í gær. Fréttastjóri segir þjóðinni beinlínis ósatt og er síðan afturreka með það," segir Kolbrún. Hún bætti því við að hún teldi ljóst að ríkisstjórnin væri að beita áhrifum sínum á fréttastofunni. "Það er ófremdarástand á Ríkisútvarpinu," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, og kvað óhjákvæmilegt að fá umræðu um málið á Alþingi án tafar. "Við trúum því ekki að óreyndu að það sé ætlunin að hafa Ríkisútvarpið óstarfhæft og logandi stafnanna á milli. Eins og ég segi þá liggur það þegar fyrir að starfsemi útvarpsins getur ekki farið fram með eðlilegum hætti eins og í pottinn er búið. Fréttastjórinn kann ekki til verka, hann ratar varla um húsið, sölumaðurinn, og þess vegna hefur verið ákveðið að yfirmaður fréttasviðs gegni starfinu tímabundið," sagði Steingrímur. Margrét Frímannsdóttir gagnrýndi að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru fjarstaddir þegar umræðan fór fram. "Þetta er ákall til okkar og ósk eftir viðbrögðum, og því hljótum við að óska eftir svörum með hvaða hætti þingið bregst við," sagði Margrét. Tæpum sjö klukkutímum síðar tilkynnti Auðun Georg að hann tæki ekki starfi fréttastjóra. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ósáttir í gærmorgun við að forsætisráðherra hafnaði því að ræða ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær í fjarveru menntamálaráðherra. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, óskaði eftir því á Alþingi í gær að ákall fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis yrði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Fréttamenn hétu á alþingismenn að standa vörð um Ríkisútvarpið. "Hér er um mjög svo alvarlegt ákall að ræða sem ég tel að verði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Ég tek undir það að neyðarástand sé að skapast í Ríkisútvarpinu," sagði Kolbrún. "Ég tel verulega alvarlega hluti hér á ferðum, sérstaklega í ljósi þess sem við fengum að heyra í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu, þar sem nýráðinn fréttastjóri leynir þjóð og fréttamanni því að hann hafi átt fund með formanni útvarpsráðs í gær. Fréttastjóri segir þjóðinni beinlínis ósatt og er síðan afturreka með það," segir Kolbrún. Hún bætti því við að hún teldi ljóst að ríkisstjórnin væri að beita áhrifum sínum á fréttastofunni. "Það er ófremdarástand á Ríkisútvarpinu," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, og kvað óhjákvæmilegt að fá umræðu um málið á Alþingi án tafar. "Við trúum því ekki að óreyndu að það sé ætlunin að hafa Ríkisútvarpið óstarfhæft og logandi stafnanna á milli. Eins og ég segi þá liggur það þegar fyrir að starfsemi útvarpsins getur ekki farið fram með eðlilegum hætti eins og í pottinn er búið. Fréttastjórinn kann ekki til verka, hann ratar varla um húsið, sölumaðurinn, og þess vegna hefur verið ákveðið að yfirmaður fréttasviðs gegni starfinu tímabundið," sagði Steingrímur. Margrét Frímannsdóttir gagnrýndi að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru fjarstaddir þegar umræðan fór fram. "Þetta er ákall til okkar og ósk eftir viðbrögðum, og því hljótum við að óska eftir svörum með hvaða hætti þingið bregst við," sagði Margrét. Tæpum sjö klukkutímum síðar tilkynnti Auðun Georg að hann tæki ekki starfi fréttastjóra.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira