Olíuverð í sögulegu hámarki 2. apríl 2005 00:01 MYND/Reuters Olíuverð á heimsmarkaði náði sögulegu hámarki í gær, enn á ný. Það hefur hækkað um meira en helming frá því árið 2002. Um miðjan dag í gær kostaði olíufatið 57,70 dollara í New York og 56,51 dollara í Lundúnum. Verðið hefur aldrei verið hærra og óttast sérfræðingar á markaði að enn sé svigrúm fyrir hækkun. Sérfræðingar Goldman Sachs telja meira að segja líkur á verðsprengingu sem ljúki fyrst þegar verðið nái 105 dollurum á fatið. Aðrir sérfræðingar draga það þó í efa og telja að meiri háttar hryðjuverk eða annað álíka þyrfti til. Engu að síður er ljóst að í vanda stefnir, einkum í Bandaríkjunum, þar sem næg hráolía er til en vinnslustöðvar hafa ekki við. Nokkrar af stærstu olíuhreinsunarstöðvunum sem þjóna Bandaríkjunum hafa þurft að hætta vinnslu vegna bilana eða verkfalla í vikunni og í Nígeríu, sem er einn stærsti olíuútflytjandi heims, vofir verkfall yfir. Í næsta mánuði hefst sumarleyfistíminn í Bandaríkjunum með tilheyrandi bílferðum og þá er næsta víst að eldsneytisverð getur hækkað. Heimsmarkaðsverð á olíufatinu er nú meira en helmingi hærra en í byrjun árs 2002, en sé tekið tillit til verðbólgu og annarra þátta er verðið nú þó ekki jafn hátt og eftir byltinguna í Íran árið 1979. Þá kostaði olíufatið að núvirði 80 dollara. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Olíuverð á heimsmarkaði náði sögulegu hámarki í gær, enn á ný. Það hefur hækkað um meira en helming frá því árið 2002. Um miðjan dag í gær kostaði olíufatið 57,70 dollara í New York og 56,51 dollara í Lundúnum. Verðið hefur aldrei verið hærra og óttast sérfræðingar á markaði að enn sé svigrúm fyrir hækkun. Sérfræðingar Goldman Sachs telja meira að segja líkur á verðsprengingu sem ljúki fyrst þegar verðið nái 105 dollurum á fatið. Aðrir sérfræðingar draga það þó í efa og telja að meiri háttar hryðjuverk eða annað álíka þyrfti til. Engu að síður er ljóst að í vanda stefnir, einkum í Bandaríkjunum, þar sem næg hráolía er til en vinnslustöðvar hafa ekki við. Nokkrar af stærstu olíuhreinsunarstöðvunum sem þjóna Bandaríkjunum hafa þurft að hætta vinnslu vegna bilana eða verkfalla í vikunni og í Nígeríu, sem er einn stærsti olíuútflytjandi heims, vofir verkfall yfir. Í næsta mánuði hefst sumarleyfistíminn í Bandaríkjunum með tilheyrandi bílferðum og þá er næsta víst að eldsneytisverð getur hækkað. Heimsmarkaðsverð á olíufatinu er nú meira en helmingi hærra en í byrjun árs 2002, en sé tekið tillit til verðbólgu og annarra þátta er verðið nú þó ekki jafn hátt og eftir byltinguna í Íran árið 1979. Þá kostaði olíufatið að núvirði 80 dollara.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira