Páfinn er látinn 2. apríl 2005 00:01 Jóhannes Páll páfi annar er látinn 84 ára að aldri. Joaquin Navarro-Valls, talsmaður Páfagarðs, tilkynnti þetta klukkan 19.37 að íslenskum tíma. Heilsu páfa hafði farið mjög hrakandi undanfarnar vikur. Undir það síðasta átti hann orðið erfitt með andardrátt. Hjarta- og nýrnabilun varð páfanum að aldurtila. Flaggað var í hálfa stöng um alla Ítalíu og í kaþólskum löndum víðsvegar um heim. "Englarnir bjóða þig velkominn," var sagt á sjónvarpsstöð Vatíkansins eftir að Navarro-Valls hafði tilkynnt um andlát páfans. Tugir ef ekki hundruð þúsunda manna komu saman á Péturstorginu í kjölfar tilkynningarinnar. Margir grétu af sorg, bjöllur glumdu og sálmar voru sungnir. Síðar brutust út fagnaðarlæti en það er ítalskur siður að votta merkum mönnum virðingu með lófaklappi. Skipun Pólverjans Karol Wojtyla í páfastól 16. október 1978 markaði að ýmsu leyti tímamót hjá kaþólsku kirkjunni. Fyrir utan að vera fyrsti Pólverjinn á páfastóli var Wojtyla jafnframt sá páfi 20. aldar sem var langyngstur er honum hlotnaðist sá heiður. Hann var þá 58 ára. Páfinn sat næstlengst allra páfa sögunnar á páfastóli eða í 27 ár. Aðeins einn páfi hefur setið lengur, það var Píus IX. Jóhannes Páll páfi annar hafði átt við veikindi að stríða í fjöldamörg ár. Ristilkrabbameinsæxli var skorið úr honum árið 1992. Hann fór úr axlarlið árið 1993, lærleggsbrotnaði árið 1994 og botnlanginn var fjarlægður árið 1996. Árið 2001, er páfi var kominn á níræðisaldurinn, var staðfest að hann þjáðist af Parkinsonsveiki. Ekki er vitað hver mun taka við af Jóhannesi Páli páfa öðrum. Mikil leynd liggur yfir öllu þegar nýr páfi er kosinn af kardinálum kaþólsku kirkjunnar. Siðareglurnar eru þekktar en enginn kardináli má ræða opinberlega um þá sem helst koma til greina eða hvern þeir munu kjósa. Andlát Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Pólland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Jóhannes Páll páfi annar er látinn 84 ára að aldri. Joaquin Navarro-Valls, talsmaður Páfagarðs, tilkynnti þetta klukkan 19.37 að íslenskum tíma. Heilsu páfa hafði farið mjög hrakandi undanfarnar vikur. Undir það síðasta átti hann orðið erfitt með andardrátt. Hjarta- og nýrnabilun varð páfanum að aldurtila. Flaggað var í hálfa stöng um alla Ítalíu og í kaþólskum löndum víðsvegar um heim. "Englarnir bjóða þig velkominn," var sagt á sjónvarpsstöð Vatíkansins eftir að Navarro-Valls hafði tilkynnt um andlát páfans. Tugir ef ekki hundruð þúsunda manna komu saman á Péturstorginu í kjölfar tilkynningarinnar. Margir grétu af sorg, bjöllur glumdu og sálmar voru sungnir. Síðar brutust út fagnaðarlæti en það er ítalskur siður að votta merkum mönnum virðingu með lófaklappi. Skipun Pólverjans Karol Wojtyla í páfastól 16. október 1978 markaði að ýmsu leyti tímamót hjá kaþólsku kirkjunni. Fyrir utan að vera fyrsti Pólverjinn á páfastóli var Wojtyla jafnframt sá páfi 20. aldar sem var langyngstur er honum hlotnaðist sá heiður. Hann var þá 58 ára. Páfinn sat næstlengst allra páfa sögunnar á páfastóli eða í 27 ár. Aðeins einn páfi hefur setið lengur, það var Píus IX. Jóhannes Páll páfi annar hafði átt við veikindi að stríða í fjöldamörg ár. Ristilkrabbameinsæxli var skorið úr honum árið 1992. Hann fór úr axlarlið árið 1993, lærleggsbrotnaði árið 1994 og botnlanginn var fjarlægður árið 1996. Árið 2001, er páfi var kominn á níræðisaldurinn, var staðfest að hann þjáðist af Parkinsonsveiki. Ekki er vitað hver mun taka við af Jóhannesi Páli páfa öðrum. Mikil leynd liggur yfir öllu þegar nýr páfi er kosinn af kardinálum kaþólsku kirkjunnar. Siðareglurnar eru þekktar en enginn kardináli má ræða opinberlega um þá sem helst koma til greina eða hvern þeir munu kjósa.
Andlát Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Pólland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira