Innlent

Skýrsla um söluferlið er tilbúin

Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir nefndina hafa skilað endanlegri skýrslu um sölu Landssíma Íslands til ráðherranefndar um einkavæðingu. Í skýrslunni er mælt fyrir einni leið við sölu Símans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru formenn stjórnarflokkanna samstiga í málinu. Þó hefur ekkert samkomulag um söluferlið verið handsalað og hafa þeir ekki hist eftir að einkavæðingarnefnd skilaði skýrslunni. Gert er ráð fyrir að ráðherranefnd um einkavæðingu hittist á mánudaginn og afgreiði málið frá sér. Verði engar viðamiklar breytingar gerðar verður það kynnt í ríkisstjórn á þriðjudag. Í framhaldinu verður söluferlið kynnt opinberlega. Heimildir Fréttablaðsins herma að Síminn verði seldur í heilu lagi. Þá hafa verið ræddar hugmyndir um að bak við hvert tilboð verði að vera að minnsta kosti þrír hópar; einstakir fjárfestar eða félög þeirra. Einnig að enginn hópur megi fara með meirihluta hlutafjár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×