Innlent

Færanleg sjúkrastöð í Palestínu

Fimm þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu um kaup og rekstur á færanlegri sjúkrastöð í Palestínu. Þingmennirnir ferðuðust til Palestínu og Ísrael um páskana þar sem þeir kynntu sér ástandið. Í greinargerð með tillögunni segir að aðgerðir Ísraelsmanna, vegatálmanir, varðstöðvar og aðskilnaðarmúrinn sem verið sé að reisa um byggðir Palestínumanna hindri eðlilega aðgang fólks að almennri heilsugæslu og hvers konar bráðaþjónustu. Með veitingu Alþingis á fé til kaupa á færanlegri sjúkrastöð geti Ísland lagt sitt af mörkum til að bæta úr brýnni þörf á hluta af sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna á meðan ófríðarástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins varir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×