Sölunni á að ljúka í sumar 4. apríl 2005 00:01 Síminn verður seldur í einu lagi, einum hópi fjárfesta, og má hver þeirra ekki eiga meira en 45% í fyrirtækinu. Ekki hefur verið ákveðið hvað verðið skiptir miklu máli en auglýst verður eftir áhugasömum kaupendum á morgun og á sölunni að ljúka í júlí. Boðað var til ríkisstjórnarfundar í hádeginu í dag á nokkuð óhefðbundum tíma. Og fundurinn var stuttur, enda aðeins eitt mál á dagskrá: sala Símans. Þegar ráðherra streymdu út af fundinum kom í ljós að ríkisstjórnin hafi fallist á allar tillögur einkavæðingarnefndar um hvernig standa ætti að að sölunni.Henni á að vera lokið í júlí. Selja á allan hlut ríkisins í einu lagi, einum hópi kjölfestufjárfesta, sem mega ekki tengjast fyrirtækjum í samkeppni við Símann. Þeir verða að mynda hópa og enginn einn má eiga meira en 45%. Fyrir árslok 2007 verður að vera búið að setja fyrirtækið á markað og bjóða minnst 30% af hlutafé almenningi til kaups. Söluferlið verður í tveimur þrepum. Á morgun verður auglýst eftir áhugasömum sem skila inn óbindandi tilboðum. Valdir verða úr þeir sem rætt verður við nánar en ekki eru til nákvæmar reglur um söluferlið ennþá, né hversu mikið vægi verðið hefur í tilboðinu. Aðspurður hvort þær aðstæður gætu fræðilega komið upp að hæsta tilboði yrði ekki tekið, ef öðrum skilyrðum er fullnægt betur en hjá öðrum, segir Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, að ef það kæmi t.d. upp tilvik þar sem hæstbjóðandi segðist ekki ætla að sinna landsbyggðinni neitt, þá fengi sá aðili ekki háa einkunn fyrir þann þátt. En markmiðið er að fá sem hæst verð, félagið verði áfram rekið, þjónustan verði góð við landsbyggðina og grunnnetið verður selt með. Lög eiga að tryggja aðgang annarra að grunnneti Símans. Bertrand Kan, forstjóri Morgan Stanley, segir það hafa hingað til alls staðar tíðkast, þar sem símafyrirtæki hafi verið einkavædd, að selja grunnnetið með fyrirtækinu. Aðspurður af hverju það sé betra segir Kan að til að geta veitt þjónustu sé mikilvægt að hafa yfirráð yfir grunnnetinu til þess að geta boðið upp á nýja þjónustu og tryggt gæði hennar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Síminn verður seldur í einu lagi, einum hópi fjárfesta, og má hver þeirra ekki eiga meira en 45% í fyrirtækinu. Ekki hefur verið ákveðið hvað verðið skiptir miklu máli en auglýst verður eftir áhugasömum kaupendum á morgun og á sölunni að ljúka í júlí. Boðað var til ríkisstjórnarfundar í hádeginu í dag á nokkuð óhefðbundum tíma. Og fundurinn var stuttur, enda aðeins eitt mál á dagskrá: sala Símans. Þegar ráðherra streymdu út af fundinum kom í ljós að ríkisstjórnin hafi fallist á allar tillögur einkavæðingarnefndar um hvernig standa ætti að að sölunni.Henni á að vera lokið í júlí. Selja á allan hlut ríkisins í einu lagi, einum hópi kjölfestufjárfesta, sem mega ekki tengjast fyrirtækjum í samkeppni við Símann. Þeir verða að mynda hópa og enginn einn má eiga meira en 45%. Fyrir árslok 2007 verður að vera búið að setja fyrirtækið á markað og bjóða minnst 30% af hlutafé almenningi til kaups. Söluferlið verður í tveimur þrepum. Á morgun verður auglýst eftir áhugasömum sem skila inn óbindandi tilboðum. Valdir verða úr þeir sem rætt verður við nánar en ekki eru til nákvæmar reglur um söluferlið ennþá, né hversu mikið vægi verðið hefur í tilboðinu. Aðspurður hvort þær aðstæður gætu fræðilega komið upp að hæsta tilboði yrði ekki tekið, ef öðrum skilyrðum er fullnægt betur en hjá öðrum, segir Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, að ef það kæmi t.d. upp tilvik þar sem hæstbjóðandi segðist ekki ætla að sinna landsbyggðinni neitt, þá fengi sá aðili ekki háa einkunn fyrir þann þátt. En markmiðið er að fá sem hæst verð, félagið verði áfram rekið, þjónustan verði góð við landsbyggðina og grunnnetið verður selt með. Lög eiga að tryggja aðgang annarra að grunnneti Símans. Bertrand Kan, forstjóri Morgan Stanley, segir það hafa hingað til alls staðar tíðkast, þar sem símafyrirtæki hafi verið einkavædd, að selja grunnnetið með fyrirtækinu. Aðspurður af hverju það sé betra segir Kan að til að geta veitt þjónustu sé mikilvægt að hafa yfirráð yfir grunnnetinu til þess að geta boðið upp á nýja þjónustu og tryggt gæði hennar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira