Vistarbönd nútímans Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar 13. október 2005 19:01 Tíðarandinn - Sigmundur Ernir Rúnarsson Sú var tíðin að vistarbönd voru við lýði hér á landi - öld fram af öld. Allmörg rök hníga að því að böndin a tarna hafi staðið íslensku samfélagi fyrir þrifum; haldið samfélaginu inni í moldarkofunum, tafið framfarir og hagvöxt. Fólk fékk einfaldlega ekki tækifæri til að sækja fram. Vistarböndin gerðu ráð fyrir því að vinnufólk væri bundið húsum og húsbændum; það mátti hvorki ferðast né finna sér betra starf, hvorki gifta sig né safna auði . Með öðrum orðum; það bjó við kyrr kjör. Líklega má rekja stöðnun íslensks samfélags á fyrri öldum til þessa furðulega kerfis sem var einkum ætlað að koma í veg fyrir flakk og lausamennsku. Vandinn var hins vegar sá að ráðamenn þessara tíma áttuðu sig ekki á því að flakk og lausamennska er líklega ein af forsendum þess að samfélag nái að dafna. Hvatinn til að auka tekjur sínar var nákvæmlega enginn fyrir stóran hluta vinnuafls í landinu. Íslensk saga er að stórum hluta baráttusaga bænda. Og þar voru engin vopn í hendi önnur en léleg amboð. Baráttan snerist um það að komast af; metta mann og annan. Íslendingum, sem lifa nýja neyslutíma, finnst stundum við hæfi að gleyma fátækt og basli þessara gömlu tíma. Og svo sem ekki að undra; þeim hefur oftast verið haldið neðanmáls í sjálfri Íslandssögunni. Það vill gleymast að tæknistig þjóðarinnar stóð nánast í stað eða fór hreinlega aftur allt frá landnámsöld og langt fram eftir nítjándu öld. Það eru ótal margir mannsaldrar. Alltof margir. Og það vill líka gleymast að öldum saman bjó langtum stærri hluti þjóðarinnar í ófrjálsu einlífi vinnumennskunnar en almennt þekktist í löndunum í kring - að jafnaði um fjórðungur landsmanna. Þessu Evrópumeti er sjaldnast haldið á lofti í sögubókum. Nánast aldrei. Og eins vill það gleymast að samfélag okkar var svo lélegt á þessum löngu köflum sögunnar að ráðamenn lögðu sig í líma við að koma í veg fyrir barneignir mikils hluta landsmanna enda var landsframleiðslan lengi vel minni en magamál þjóðarinnar. Þetta vill sumsé gleymast. Enda nýir tímar merkilegri. Nútíminn er kostulegur og snýst að mestu um að ýta undir hagvöxt. Og hagvaxtarfylleríið tekur á sig alls kyns myndir. Margar broslegar. Svo sem fimm hundruð gramma hambogarann sem býðst nú í einu lagi á Íslandi. Við borðum meira en við getum, eigum meira en við þurfum, gerum meira en við erum. Þetta er nútíminn. Fitusoginn og fríkkaður. Fríkaður. Skekkjan í þessari mynd er krafan um vistarbönd samtímans. Á sama tíma og við fordæmum, eða í besta falli brosum að vistarböndunum sem héldu aftur af íslenskri þjóð í gamla daga, nálgumst við óðfluga kröfuna um önnur bönd á fólk. Þetta er krafan um heftan innflutning útlendinga. Heimurinn er að skreppa saman - og vinnumaður nútímans er ef til vill fæddur á Filippseyjum, kannski í Tyrklandi, mjög líklega í Lettlandi. Og það eru margir sem vilja hneppa þetta fólk í bönd; takmarka líkur þess á að komast óheft á milli landa. Þetta er tímanna tákn. Og þetta er líklega eitt stærsta úrlausnarefni efnaðri samfélaga á seinni tímum. Á sama hátt og vel stæðir húsbændur gamla Íslands gátu haldið aftur af þeirra tíma vinnufólki, vilja húsbændur samtímans herða reglur um sína vinnumenn. Og fyrst og síðast takmarka frjálst flæði þeirra. Þetta eru vistarbönd nútímans. Til eru glæsilegar sögur af íslenskum vinnumönnum sem reyndu að brjótast út úr vistarböndum miðalda. Við elskum þetta fólk, horfum til þess sem fyrirmyndar; sjálfstæðisþrá þess, kraftur og áræði er okkur innblástur í ljóð og sögur. Það sigraði ruglað kerfi og hristi upp í stöðnuðu samfélagi. Að minnsta kosti um stund. Ég veit ekki hvort við yrkjum nokkurn tíma ljóð og sögur um Filippseyinginn, Tyrkjann og Lettann sem komust til Íslands á árþúsundaskiptunum og byrjuðu að vinna hér, byggja sér hús, fjölga sér - og fíla frelsið. Og auka hagvöxt okkar. Ég veit það ekki. Samt er þetta fólk að gera nákvæmlega það sama og forfeður okkar sem reyndu að sækja fram, flýja fátækt og algerlega staðnað kerfi. Hvatinn að bjarga sér er mannlegur. Sammannlegur. Það hlýtur að vera hverjum manni áskorun að leita þangað sem honum líður betur; í öryggið, tækifærin og frelsið. Á Íslandi er að finna að mörgu leyti heillandi samfélagsgerð. Ef til vill eina þá bestu í heimi. Vinnumaður heimsins hlýtur að horfa þangað löngunaraugum, rétt eins og vinnuhjúin horfðu á verin í denn. Annað væri í sjálfu sér óeðlilegt - og gæti flokkast undir leti, liðleskjuhátt og lélega sjálfsmynd. Og það er náttúrlega ekki í lagi. Íslensk þjóð er að vakna upp við það að vistarbönd eru að slitna. Hún hefur gert það einu sinni áður. Þá fagnaði hún. Og þá horfði hún undir dagsbrún mesta framfaraskeiðs í sögu lands og þjóðar. Þessi sama þjóð verður að spyrja sig hvort hún vill koma þessum böndum aftur á. Og sitja þannig ein að auð sínum og frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Ernir Rúnarsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Tíðarandinn - Sigmundur Ernir Rúnarsson Sú var tíðin að vistarbönd voru við lýði hér á landi - öld fram af öld. Allmörg rök hníga að því að böndin a tarna hafi staðið íslensku samfélagi fyrir þrifum; haldið samfélaginu inni í moldarkofunum, tafið framfarir og hagvöxt. Fólk fékk einfaldlega ekki tækifæri til að sækja fram. Vistarböndin gerðu ráð fyrir því að vinnufólk væri bundið húsum og húsbændum; það mátti hvorki ferðast né finna sér betra starf, hvorki gifta sig né safna auði . Með öðrum orðum; það bjó við kyrr kjör. Líklega má rekja stöðnun íslensks samfélags á fyrri öldum til þessa furðulega kerfis sem var einkum ætlað að koma í veg fyrir flakk og lausamennsku. Vandinn var hins vegar sá að ráðamenn þessara tíma áttuðu sig ekki á því að flakk og lausamennska er líklega ein af forsendum þess að samfélag nái að dafna. Hvatinn til að auka tekjur sínar var nákvæmlega enginn fyrir stóran hluta vinnuafls í landinu. Íslensk saga er að stórum hluta baráttusaga bænda. Og þar voru engin vopn í hendi önnur en léleg amboð. Baráttan snerist um það að komast af; metta mann og annan. Íslendingum, sem lifa nýja neyslutíma, finnst stundum við hæfi að gleyma fátækt og basli þessara gömlu tíma. Og svo sem ekki að undra; þeim hefur oftast verið haldið neðanmáls í sjálfri Íslandssögunni. Það vill gleymast að tæknistig þjóðarinnar stóð nánast í stað eða fór hreinlega aftur allt frá landnámsöld og langt fram eftir nítjándu öld. Það eru ótal margir mannsaldrar. Alltof margir. Og það vill líka gleymast að öldum saman bjó langtum stærri hluti þjóðarinnar í ófrjálsu einlífi vinnumennskunnar en almennt þekktist í löndunum í kring - að jafnaði um fjórðungur landsmanna. Þessu Evrópumeti er sjaldnast haldið á lofti í sögubókum. Nánast aldrei. Og eins vill það gleymast að samfélag okkar var svo lélegt á þessum löngu köflum sögunnar að ráðamenn lögðu sig í líma við að koma í veg fyrir barneignir mikils hluta landsmanna enda var landsframleiðslan lengi vel minni en magamál þjóðarinnar. Þetta vill sumsé gleymast. Enda nýir tímar merkilegri. Nútíminn er kostulegur og snýst að mestu um að ýta undir hagvöxt. Og hagvaxtarfylleríið tekur á sig alls kyns myndir. Margar broslegar. Svo sem fimm hundruð gramma hambogarann sem býðst nú í einu lagi á Íslandi. Við borðum meira en við getum, eigum meira en við þurfum, gerum meira en við erum. Þetta er nútíminn. Fitusoginn og fríkkaður. Fríkaður. Skekkjan í þessari mynd er krafan um vistarbönd samtímans. Á sama tíma og við fordæmum, eða í besta falli brosum að vistarböndunum sem héldu aftur af íslenskri þjóð í gamla daga, nálgumst við óðfluga kröfuna um önnur bönd á fólk. Þetta er krafan um heftan innflutning útlendinga. Heimurinn er að skreppa saman - og vinnumaður nútímans er ef til vill fæddur á Filippseyjum, kannski í Tyrklandi, mjög líklega í Lettlandi. Og það eru margir sem vilja hneppa þetta fólk í bönd; takmarka líkur þess á að komast óheft á milli landa. Þetta er tímanna tákn. Og þetta er líklega eitt stærsta úrlausnarefni efnaðri samfélaga á seinni tímum. Á sama hátt og vel stæðir húsbændur gamla Íslands gátu haldið aftur af þeirra tíma vinnufólki, vilja húsbændur samtímans herða reglur um sína vinnumenn. Og fyrst og síðast takmarka frjálst flæði þeirra. Þetta eru vistarbönd nútímans. Til eru glæsilegar sögur af íslenskum vinnumönnum sem reyndu að brjótast út úr vistarböndum miðalda. Við elskum þetta fólk, horfum til þess sem fyrirmyndar; sjálfstæðisþrá þess, kraftur og áræði er okkur innblástur í ljóð og sögur. Það sigraði ruglað kerfi og hristi upp í stöðnuðu samfélagi. Að minnsta kosti um stund. Ég veit ekki hvort við yrkjum nokkurn tíma ljóð og sögur um Filippseyinginn, Tyrkjann og Lettann sem komust til Íslands á árþúsundaskiptunum og byrjuðu að vinna hér, byggja sér hús, fjölga sér - og fíla frelsið. Og auka hagvöxt okkar. Ég veit það ekki. Samt er þetta fólk að gera nákvæmlega það sama og forfeður okkar sem reyndu að sækja fram, flýja fátækt og algerlega staðnað kerfi. Hvatinn að bjarga sér er mannlegur. Sammannlegur. Það hlýtur að vera hverjum manni áskorun að leita þangað sem honum líður betur; í öryggið, tækifærin og frelsið. Á Íslandi er að finna að mörgu leyti heillandi samfélagsgerð. Ef til vill eina þá bestu í heimi. Vinnumaður heimsins hlýtur að horfa þangað löngunaraugum, rétt eins og vinnuhjúin horfðu á verin í denn. Annað væri í sjálfu sér óeðlilegt - og gæti flokkast undir leti, liðleskjuhátt og lélega sjálfsmynd. Og það er náttúrlega ekki í lagi. Íslensk þjóð er að vakna upp við það að vistarbönd eru að slitna. Hún hefur gert það einu sinni áður. Þá fagnaði hún. Og þá horfði hún undir dagsbrún mesta framfaraskeiðs í sögu lands og þjóðar. Þessi sama þjóð verður að spyrja sig hvort hún vill koma þessum böndum aftur á. Og sitja þannig ein að auð sínum og frelsi.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun