Innlent

Neita afskiptum af Samfylkingunni

Stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar í formannskjöri Samfylkingarinnar mótmæla afskiptum fyrirtækisins Plúsinn.is af innanflokksmálum Samfylkingarinnar og benda á að fyrirtækið hafi sent frá sér áróður í formi skoðanakönnunar í þágu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Stuðningsmenn Össurar fara fram á að forsvarsmenn Plússins.is biðjist afsökunar. Forsvarsmenn Plússins eru þó ekki á þeim buxunum og segja um gagnvirka auglýsing á Netinu að ræða, en ekki skoðanakönnun. Slíkar útsendingar hafi verið sendar til félaga í hverri viku síðastliðin fjögur ár, meðal annars fyrir ýmsa stjórnmálaflokka. Stuðningsmenn Össurar geti því allt eins krafist þess að bakarar biðjist afsökunar á að baka brauð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×