Hafnaði bótakröfu vegna afsagnar 11. apríl 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun ríkið af rúmlega þrettán milljóna króna kröfu Valgerðar Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, en hún taldi sig hafa verið neydda til að segja af sér. Valgerður, sem hafði verið skipuð í embætti framkvæmdastýru Jafnréttisstofu til fimm ára frá árinu 2000, kom að ráðningu nýs leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar árið 2002 sem formaður stjórnar leikfélagsins. Ráðningin var kærð til kærunefndar jafnréttismála sem taldi að leikfélagið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Mál var höfðað á hendur leikfélaginu og komst héraðsdómur að sömu niðurstöðu. Í kjölfarið sagði Valgerður af sér sem formaður leikfélagsins. Hún átti fund með félagsmálaráðherra og sagði eftir hann að hún hefði verið þvinguð þar til afsagnar. Valgerður sagðist hafa lýst því yfir þar að hún hygðist ekki segja af sér þar sem hún hefði ekki brotið af sér í starfi en eftir miklar umræður hefði hún fallist á að segja af sér. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem síðan sneri dóminum við í fyrra og taldi að leikfélagið hefði ekki brotið gegn jafnréttislögum. Valgerður krafðist rúmlega 13 milljóna króna í bætur en því hafnaði ráðherra og var ríkinu stefnt í kjölfarið. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að félagsmálaráðherra andmæli því ekki að það hafi verið vilji sinn að Valgerður léti af störfum sem framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Sannað sé að hún hafi viljað halda áfram en að hún hafi fallist á beiðni ráðherra um að hætta. Dómurinn telur ósannað að Valgerður hafi verið neydd til uppsagnar með ólögmætum hætti eða að ráðherra hafi notfært sér einhverja veikleika hennar þannig að kalla megi misneytingu, eins og það er orðað í dóminum. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi að nokkru leyti verið brotið gegn Valgerði er ráðherra lagði að henni að segja starfi sínu lausu. Hún hafi fengið greidd laun í sex mánuði og hafi ekki átt rétt á frekari greðslum samkvæmt lögum. Valgerður vísaði í máli sínu til tveggja starfslokasamninga Byggðastofnunar en héraðsdómur taldi ósannað að hún gæti byggt rétt sinn til frekari greiðslna á þeim. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun ríkið af rúmlega þrettán milljóna króna kröfu Valgerðar Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, en hún taldi sig hafa verið neydda til að segja af sér. Valgerður, sem hafði verið skipuð í embætti framkvæmdastýru Jafnréttisstofu til fimm ára frá árinu 2000, kom að ráðningu nýs leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar árið 2002 sem formaður stjórnar leikfélagsins. Ráðningin var kærð til kærunefndar jafnréttismála sem taldi að leikfélagið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Mál var höfðað á hendur leikfélaginu og komst héraðsdómur að sömu niðurstöðu. Í kjölfarið sagði Valgerður af sér sem formaður leikfélagsins. Hún átti fund með félagsmálaráðherra og sagði eftir hann að hún hefði verið þvinguð þar til afsagnar. Valgerður sagðist hafa lýst því yfir þar að hún hygðist ekki segja af sér þar sem hún hefði ekki brotið af sér í starfi en eftir miklar umræður hefði hún fallist á að segja af sér. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem síðan sneri dóminum við í fyrra og taldi að leikfélagið hefði ekki brotið gegn jafnréttislögum. Valgerður krafðist rúmlega 13 milljóna króna í bætur en því hafnaði ráðherra og var ríkinu stefnt í kjölfarið. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að félagsmálaráðherra andmæli því ekki að það hafi verið vilji sinn að Valgerður léti af störfum sem framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Sannað sé að hún hafi viljað halda áfram en að hún hafi fallist á beiðni ráðherra um að hætta. Dómurinn telur ósannað að Valgerður hafi verið neydd til uppsagnar með ólögmætum hætti eða að ráðherra hafi notfært sér einhverja veikleika hennar þannig að kalla megi misneytingu, eins og það er orðað í dóminum. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi að nokkru leyti verið brotið gegn Valgerði er ráðherra lagði að henni að segja starfi sínu lausu. Hún hafi fengið greidd laun í sex mánuði og hafi ekki átt rétt á frekari greðslum samkvæmt lögum. Valgerður vísaði í máli sínu til tveggja starfslokasamninga Byggðastofnunar en héraðsdómur taldi ósannað að hún gæti byggt rétt sinn til frekari greiðslna á þeim.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira