Innlent

Modernus að gefast upp á blogginu

Modernus, sem rekur samræmda vefmælingu íhugar að hætta mælingu á íslenskum bloggvefjum, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Modernuss. Orðrétt segir á vef fyrirtækisins; "Eftir stendur að ekkert lát er á bloggæðinu svonefnda og að fyrr eða síðar kemur að því að of dýrt verður fyrir Modernus að mæla allar þessar síður, nema auknar tekjur komi til - því miður." Bloggið hefur valdið Modernus álagi og vanda og segir á vefsíðu fyrirtækisins að báðir stóru bloggvefirnir í mælingu, Bloggið á Visir.is[folk.is] og blogg.central.is, hafi stækkað gríðarlega mikið í liðinni viku, mælt í fjölda notenda á viku. Þá segir að Modernus hafi frétt af einhverskonar keppni milli bloggara á þessum vefjum, þar sem unglingarnir sendi út krækjur á bloggsíðurnar sínar í miklum mæli með tölvupósti og MSN. Aukningin sé að verða of kostnaðarsöm fyrir Modernus og ekki verður annað skilið en að gjaldskrá verði hækkuð umtalsvert eða að mælingum verði hætt á bloggvefjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×