Fá greitt fyrir kynlífssýningar 13. apríl 2005 00:01 "Við vitum um íslenskar stúlkur sem hafa hagnast á því að bera sig fyrir framan myndavélar í svokallaðri beinni útsendingu á netinu," sagði Kristján Ingi Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður hjá ofbeldisbrotadeild Lögreglunnar í Reykjavík. Kristján flutti fróðlegan og gagnlegan fyrirlestur á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum, sem haldin var í fyrradag í Kennaraháskóla Íslands. Hann fjallaði um ofbeldismál tengd netinu. Um þá aðferð stúlkna að hagnast á svokölluðum "beinum útsendingum" sagði hann að við þær væru notaðar svokallaðar vefmyndavélar. "Þar eru sýndar kynferðislegar athafnir. Menn fá að sjá meira ef þeir gefa upp greiðslukortanúmerið," bætti hann við. Hann fjallaði einnig um aðferðir barnaníðinga við að tæla ung börn og setti fram alvarleg varnaðarorð til forráðamanna varðandi netnotkun barnanna. "Tæling og blekking eru helstu aðferðir við kynferðisafbrot gagnvart börnum," sagði hann. "Ég hef séð stúlkur og drengi verða fyrir barðinu á barnaníðingum með þessum hætti. Um 70 - 80 prósent barnaníðinga hafa sótt barnaklám á netinu. Og um 70 - 80 prósent þeirra sem sækjast í barnaklám á netinu hafa framið kynferðisbrot gegn börnum. Lögreglan vinnur með hliðsjón af þessum staðreyndum í dag. Þeir sem ætla sér að nálgast börn með kynferðisofbeldi í huga gera það ekki með því að beita þau líkamlegu ofbeldi, heldur beita þeir "nærgætnu" ofbeldi til að komast að þeim." Kristján Ingi sagði að líkja mætti barnaníðingum við fíkla. Þeir gerðu hvað sem er til þess að nálgast börn. Ef þeir næðu barni til sín væru allar líkur á að þeir kæmust eins langt með það og þeir ætluðu sér. Hann sagði enn fremur að enginn gæti verið óhultur fyrir barnaníðungum. Algengur misskilningur foreldra væri sá, að þau héldu að börnin væru óhult fyrir ofbeldismönnunum ef þau væru látin fylgja útivistarreglum. "Barnaníðingar aðlaga sig að útivistarreglum barna. Þeir vilja ekki að börn sem þeir hafa læst klónum í brjóti þær, því það gæti vakið spurningar sem kæmu upp um afbrot þeirra. Þeir hanga á einkamálarásum og opnum spjallrásum á netinu, þeir eiga msn - netfang hjá fjölda barna. Þeir bíða og þeir vinna að því að fá börnin til að hitta sig. Þeir gera það markvisst, öllum stundum, allan sólarhringinn." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira
"Við vitum um íslenskar stúlkur sem hafa hagnast á því að bera sig fyrir framan myndavélar í svokallaðri beinni útsendingu á netinu," sagði Kristján Ingi Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður hjá ofbeldisbrotadeild Lögreglunnar í Reykjavík. Kristján flutti fróðlegan og gagnlegan fyrirlestur á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum, sem haldin var í fyrradag í Kennaraháskóla Íslands. Hann fjallaði um ofbeldismál tengd netinu. Um þá aðferð stúlkna að hagnast á svokölluðum "beinum útsendingum" sagði hann að við þær væru notaðar svokallaðar vefmyndavélar. "Þar eru sýndar kynferðislegar athafnir. Menn fá að sjá meira ef þeir gefa upp greiðslukortanúmerið," bætti hann við. Hann fjallaði einnig um aðferðir barnaníðinga við að tæla ung börn og setti fram alvarleg varnaðarorð til forráðamanna varðandi netnotkun barnanna. "Tæling og blekking eru helstu aðferðir við kynferðisafbrot gagnvart börnum," sagði hann. "Ég hef séð stúlkur og drengi verða fyrir barðinu á barnaníðingum með þessum hætti. Um 70 - 80 prósent barnaníðinga hafa sótt barnaklám á netinu. Og um 70 - 80 prósent þeirra sem sækjast í barnaklám á netinu hafa framið kynferðisbrot gegn börnum. Lögreglan vinnur með hliðsjón af þessum staðreyndum í dag. Þeir sem ætla sér að nálgast börn með kynferðisofbeldi í huga gera það ekki með því að beita þau líkamlegu ofbeldi, heldur beita þeir "nærgætnu" ofbeldi til að komast að þeim." Kristján Ingi sagði að líkja mætti barnaníðingum við fíkla. Þeir gerðu hvað sem er til þess að nálgast börn. Ef þeir næðu barni til sín væru allar líkur á að þeir kæmust eins langt með það og þeir ætluðu sér. Hann sagði enn fremur að enginn gæti verið óhultur fyrir barnaníðungum. Algengur misskilningur foreldra væri sá, að þau héldu að börnin væru óhult fyrir ofbeldismönnunum ef þau væru látin fylgja útivistarreglum. "Barnaníðingar aðlaga sig að útivistarreglum barna. Þeir vilja ekki að börn sem þeir hafa læst klónum í brjóti þær, því það gæti vakið spurningar sem kæmu upp um afbrot þeirra. Þeir hanga á einkamálarásum og opnum spjallrásum á netinu, þeir eiga msn - netfang hjá fjölda barna. Þeir bíða og þeir vinna að því að fá börnin til að hitta sig. Þeir gera það markvisst, öllum stundum, allan sólarhringinn."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira