Cleveland í vandræðum 15. apríl 2005 00:01 Lið Cleveland Cavaliers er í bullandi vandræðum þessa dagana og nú er ljóst að LeBron James og félagar verða að spýta í lófana ef þeir ætla ekki að missa af sæti í úrslitakeppninni, nokkuð sem virtist óhugsandi fyrir mánuði síðan. Liðinu hefur vegnað illa á síðustu vikum og í nótt setti liðið úrslitakeppnissæti sitt í stór hættu með 95-89 tapi á heimavelli fyrir New York Knicks. LeBron James var stigahæstur í liði Cleveland með 27 stig og setti persónulegt met með 18 fráköstum, en kappinn hitti afar illa og nú er illt í efni fyrir liðið sem er sem stendur í sjöunda sæti í Austurdeildinni. Hjá New York var Jamal Crawford stigahæstur með 25 stig. Miami Heat töpuðu sínum þriðja leik í röð í fyrsta sinn á tímabilinu, þegar þeir sóttu Philadelphia 76ers heim og biðu lægri hlut í framlengingu, 126-119. Stórleikur Dwayne Wade nægði Heat ekki, en hann skoraði hvorki meira né minna en 48 stig í leiknum og fór hamförum í sóknarleiknum. Shaquille O´Neal lék á ný með Heat eftir að hafa verið frá í viku með magavírus, en það nægði Miami ekki gegn spræku liði 76ers, sem berst fyrir lífi sínu um að komast í úrslitakeppnina. Stigahæstur í liði heimamanna var að vanda Allen Iverson, sem skoraði 38 stig í leiknum. Dallas Mavericks unnu auðveldan 102-90 sigur á vængbrotnu liði Portland Trailblazers. Þjóðverjinn sterki, Dirk Nowitzki fékk að sitja á bekknum í leiknum, en það kom ekki að sök. "Við erum með menn í liðinu sem geta skorað að vild á móti hverjum sem er," sagði Þjóðverjinn, sem er að jafna sig á meiðslum á öxl. Dallas hafði að litlu að keppa í leiknum, enda getur liðið ekki komist ofar en í fjórða sæti Vesturdeildarinnar. NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira
Lið Cleveland Cavaliers er í bullandi vandræðum þessa dagana og nú er ljóst að LeBron James og félagar verða að spýta í lófana ef þeir ætla ekki að missa af sæti í úrslitakeppninni, nokkuð sem virtist óhugsandi fyrir mánuði síðan. Liðinu hefur vegnað illa á síðustu vikum og í nótt setti liðið úrslitakeppnissæti sitt í stór hættu með 95-89 tapi á heimavelli fyrir New York Knicks. LeBron James var stigahæstur í liði Cleveland með 27 stig og setti persónulegt met með 18 fráköstum, en kappinn hitti afar illa og nú er illt í efni fyrir liðið sem er sem stendur í sjöunda sæti í Austurdeildinni. Hjá New York var Jamal Crawford stigahæstur með 25 stig. Miami Heat töpuðu sínum þriðja leik í röð í fyrsta sinn á tímabilinu, þegar þeir sóttu Philadelphia 76ers heim og biðu lægri hlut í framlengingu, 126-119. Stórleikur Dwayne Wade nægði Heat ekki, en hann skoraði hvorki meira né minna en 48 stig í leiknum og fór hamförum í sóknarleiknum. Shaquille O´Neal lék á ný með Heat eftir að hafa verið frá í viku með magavírus, en það nægði Miami ekki gegn spræku liði 76ers, sem berst fyrir lífi sínu um að komast í úrslitakeppnina. Stigahæstur í liði heimamanna var að vanda Allen Iverson, sem skoraði 38 stig í leiknum. Dallas Mavericks unnu auðveldan 102-90 sigur á vængbrotnu liði Portland Trailblazers. Þjóðverjinn sterki, Dirk Nowitzki fékk að sitja á bekknum í leiknum, en það kom ekki að sök. "Við erum með menn í liðinu sem geta skorað að vild á móti hverjum sem er," sagði Þjóðverjinn, sem er að jafna sig á meiðslum á öxl. Dallas hafði að litlu að keppa í leiknum, enda getur liðið ekki komist ofar en í fjórða sæti Vesturdeildarinnar.
NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira