Cleveland í vandræðum 15. apríl 2005 00:01 Lið Cleveland Cavaliers er í bullandi vandræðum þessa dagana og nú er ljóst að LeBron James og félagar verða að spýta í lófana ef þeir ætla ekki að missa af sæti í úrslitakeppninni, nokkuð sem virtist óhugsandi fyrir mánuði síðan. Liðinu hefur vegnað illa á síðustu vikum og í nótt setti liðið úrslitakeppnissæti sitt í stór hættu með 95-89 tapi á heimavelli fyrir New York Knicks. LeBron James var stigahæstur í liði Cleveland með 27 stig og setti persónulegt met með 18 fráköstum, en kappinn hitti afar illa og nú er illt í efni fyrir liðið sem er sem stendur í sjöunda sæti í Austurdeildinni. Hjá New York var Jamal Crawford stigahæstur með 25 stig. Miami Heat töpuðu sínum þriðja leik í röð í fyrsta sinn á tímabilinu, þegar þeir sóttu Philadelphia 76ers heim og biðu lægri hlut í framlengingu, 126-119. Stórleikur Dwayne Wade nægði Heat ekki, en hann skoraði hvorki meira né minna en 48 stig í leiknum og fór hamförum í sóknarleiknum. Shaquille O´Neal lék á ný með Heat eftir að hafa verið frá í viku með magavírus, en það nægði Miami ekki gegn spræku liði 76ers, sem berst fyrir lífi sínu um að komast í úrslitakeppnina. Stigahæstur í liði heimamanna var að vanda Allen Iverson, sem skoraði 38 stig í leiknum. Dallas Mavericks unnu auðveldan 102-90 sigur á vængbrotnu liði Portland Trailblazers. Þjóðverjinn sterki, Dirk Nowitzki fékk að sitja á bekknum í leiknum, en það kom ekki að sök. "Við erum með menn í liðinu sem geta skorað að vild á móti hverjum sem er," sagði Þjóðverjinn, sem er að jafna sig á meiðslum á öxl. Dallas hafði að litlu að keppa í leiknum, enda getur liðið ekki komist ofar en í fjórða sæti Vesturdeildarinnar. NBA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Lið Cleveland Cavaliers er í bullandi vandræðum þessa dagana og nú er ljóst að LeBron James og félagar verða að spýta í lófana ef þeir ætla ekki að missa af sæti í úrslitakeppninni, nokkuð sem virtist óhugsandi fyrir mánuði síðan. Liðinu hefur vegnað illa á síðustu vikum og í nótt setti liðið úrslitakeppnissæti sitt í stór hættu með 95-89 tapi á heimavelli fyrir New York Knicks. LeBron James var stigahæstur í liði Cleveland með 27 stig og setti persónulegt met með 18 fráköstum, en kappinn hitti afar illa og nú er illt í efni fyrir liðið sem er sem stendur í sjöunda sæti í Austurdeildinni. Hjá New York var Jamal Crawford stigahæstur með 25 stig. Miami Heat töpuðu sínum þriðja leik í röð í fyrsta sinn á tímabilinu, þegar þeir sóttu Philadelphia 76ers heim og biðu lægri hlut í framlengingu, 126-119. Stórleikur Dwayne Wade nægði Heat ekki, en hann skoraði hvorki meira né minna en 48 stig í leiknum og fór hamförum í sóknarleiknum. Shaquille O´Neal lék á ný með Heat eftir að hafa verið frá í viku með magavírus, en það nægði Miami ekki gegn spræku liði 76ers, sem berst fyrir lífi sínu um að komast í úrslitakeppnina. Stigahæstur í liði heimamanna var að vanda Allen Iverson, sem skoraði 38 stig í leiknum. Dallas Mavericks unnu auðveldan 102-90 sigur á vængbrotnu liði Portland Trailblazers. Þjóðverjinn sterki, Dirk Nowitzki fékk að sitja á bekknum í leiknum, en það kom ekki að sök. "Við erum með menn í liðinu sem geta skorað að vild á móti hverjum sem er," sagði Þjóðverjinn, sem er að jafna sig á meiðslum á öxl. Dallas hafði að litlu að keppa í leiknum, enda getur liðið ekki komist ofar en í fjórða sæti Vesturdeildarinnar.
NBA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira