Handbolti

Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Embla Steindórsdóttir skoraði níu mörk gegn Aftureldingu.
Embla Steindórsdóttir skoraði níu mörk gegn Aftureldingu.

Einvígi Stjörnunnar og Aftureldingar um sæti í Olís-deild kvenna á næsta tímabili hófst í kvöld. Garðbæingar unnu fyrsta leikinn, 27-25, og leiða einvígið, 1-0.

Embla Steindórsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir skoruðu báðar níu mörk fyrir Stjörnuna í leiknum í Mýrinni í kvöld.

Hulda Dagsdóttir skoraði sömuleiðis níu mörk fyrir Aftureldingu sem endaði í 3. sæti Grill 66 deildarinnar og tryggði sér sæti í úrslitum umspilsins með því að vinna HK tvisvar sinnum í undanúrslitunum.

Stjarnan endaði í sjöunda og næstneðsta sæti Olís-deildarinnar en vann Víking, 2-0, í undanúrslitum umspilsins.

Vinna þarf þrjá leiki í úrslitaeinvíginu en næsti leikur liðanna fer fram á Varmá á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×