Sport

Barátta á milli Nets og Cavaliers

Mikil barátta er milli New Jersey Nets og Cleveland Cavaliers um að komast í úrslitakeppnina í NBA-körfuboltanum. Liðin standa jöfn að vígi þegar tvær umferðir eru eftir. New Jersey sigraði Philadelphia með 104 stigum gegn 83 í nótt. Vince Carter skoraði 43 stig fyrir Nets sem í 17 síðustu leikjum hefur unnið 13. Cleveland tapaði þriðja leiknum í röð, að þessu sinni með þriggja stiga mun, 87-90, fyrir Detroit Pistons. Lebron James skoraði 37 stig fyrir Cleveland. Boston Celtics tryggði sér sigurinn í Atlantshafsriðli Austurdeildar með sigri á Toronto 103-98. Dallas vann sjöunda leikinn í röð, sigraði LA Lakers 114-112, í Los Angeles. Miami vann Indiana 84-80, Seattle sigraði Minnesota 109-94 og Portland sigraði Utah Jazz 100-82. Antawn Jamison tryggði Washington sigur á Charlotte Bobcats, skoraði þegar 1,3 sekúndur voru eftir og Wizards vann 106-104. Framlengja varð leik Atlanta Hawks og New York Knicks sem Atlanta vann 139-135. Þetta var aðeins fjórði sigur Atlanta á útivelli í 40 leikjum í vetur.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×