Fjölgað um helming í Samfylkingu 18. apríl 2005 00:01 Alls hafa rúmlega sjö þúsund nýir félagar gengið í Samfylkinguna frá áramótum og eru skráðir félagar í Samfylkingunni nú nálægt tuttugu þúsundum. Félögum hefur því fjölgað um rúman helming frá áramótum er þeir voru um þrettán þúsund. Í gegnum skrifstofu Össurar Skarphéðinssonar hafa komið um tvö þúsund nýjar skráningar og rúmlega þrjú þúsund í gegnum skrifstofu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur varaformanns. Um tvö þúsund skráningar bárust beint til skrifstofunnar. Össur gleðst yfir því að svona mikill áhugi skuli vera á Samfylkingunni. "Það kemur mér ekki á óvart að félögum skuli hafa fjölgað svona, það var átak í gangi af hálfu beggja frambjóðenda og það gekk ákaflega vel," segir hann. Ingibjörg Sólrún segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að nýta ætti tækifærið sem formannskjörið er til þess að fjölga í flokknum. "Samfylkingin á að vera breiðfylking fólks sem vill auka jöfnuð og jafnrétti í samfélaginu. Við erum með 57 þúsund kjósendur og eigum von um fleiri og ég vil að sem flestir séu skráðir í flokkinn," segir Ingibjörg. Þau eru bæði mjög bjartsýn á framhaldið. Össur segir undanfarna tíu daga hafa verið ævintýri líkasta. "Það hafa streymt til mín stuðningsmenn og ég finn að það er greinilega viðhorfsbreyting í gangi," segir Össur. "Menn taka mínum pólitísku áherslum, á klassíska jafnaðarstefnu og minn mikla vilja til að mynda ríkisstjórn fjölskyldunnar, sem jafnframt tekur á málefnum aldraðra og fólks með skerta starfsgetu, ákaflega vel. Menn líta bersýnilega á það sem ákveðið svar við þessum harðvítugu markaðsöflum sem leika lausum hala," segir Össur. Ingibjörg segir að baráttan hafi gengið mjög vel. "Ég hef alltaf lagt á það áherslu að við erum ekki að kjósa um mismunandi stefnu í formannskjörinu. Þetta er persónuleg kosning einstaklinga sem eiga að vera málsvarar þeirrar stefnu sem Samfylkingin mótar á landsfundi," segir Ingibjörg. "Hins vegar er auðvitað áherslumunur á milli okkar Össurar. Munurinn lýtur meðal annars að sýn okkar á lýðræðið og hvernig því verði best fyrirkomið. Það endurspeglast meðal annars í umræðunni um framtíðarhópinn. Mér finnst að framtíðarhópurinn sé mjög merkileg tilraun til að móta stefnu með þátttöku mjög margra og þar sem unnið er faglega að stefnumótun," segir Ingibjörg. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Alls hafa rúmlega sjö þúsund nýir félagar gengið í Samfylkinguna frá áramótum og eru skráðir félagar í Samfylkingunni nú nálægt tuttugu þúsundum. Félögum hefur því fjölgað um rúman helming frá áramótum er þeir voru um þrettán þúsund. Í gegnum skrifstofu Össurar Skarphéðinssonar hafa komið um tvö þúsund nýjar skráningar og rúmlega þrjú þúsund í gegnum skrifstofu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur varaformanns. Um tvö þúsund skráningar bárust beint til skrifstofunnar. Össur gleðst yfir því að svona mikill áhugi skuli vera á Samfylkingunni. "Það kemur mér ekki á óvart að félögum skuli hafa fjölgað svona, það var átak í gangi af hálfu beggja frambjóðenda og það gekk ákaflega vel," segir hann. Ingibjörg Sólrún segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að nýta ætti tækifærið sem formannskjörið er til þess að fjölga í flokknum. "Samfylkingin á að vera breiðfylking fólks sem vill auka jöfnuð og jafnrétti í samfélaginu. Við erum með 57 þúsund kjósendur og eigum von um fleiri og ég vil að sem flestir séu skráðir í flokkinn," segir Ingibjörg. Þau eru bæði mjög bjartsýn á framhaldið. Össur segir undanfarna tíu daga hafa verið ævintýri líkasta. "Það hafa streymt til mín stuðningsmenn og ég finn að það er greinilega viðhorfsbreyting í gangi," segir Össur. "Menn taka mínum pólitísku áherslum, á klassíska jafnaðarstefnu og minn mikla vilja til að mynda ríkisstjórn fjölskyldunnar, sem jafnframt tekur á málefnum aldraðra og fólks með skerta starfsgetu, ákaflega vel. Menn líta bersýnilega á það sem ákveðið svar við þessum harðvítugu markaðsöflum sem leika lausum hala," segir Össur. Ingibjörg segir að baráttan hafi gengið mjög vel. "Ég hef alltaf lagt á það áherslu að við erum ekki að kjósa um mismunandi stefnu í formannskjörinu. Þetta er persónuleg kosning einstaklinga sem eiga að vera málsvarar þeirrar stefnu sem Samfylkingin mótar á landsfundi," segir Ingibjörg. "Hins vegar er auðvitað áherslumunur á milli okkar Össurar. Munurinn lýtur meðal annars að sýn okkar á lýðræðið og hvernig því verði best fyrirkomið. Það endurspeglast meðal annars í umræðunni um framtíðarhópinn. Mér finnst að framtíðarhópurinn sé mjög merkileg tilraun til að móta stefnu með þátttöku mjög margra og þar sem unnið er faglega að stefnumótun," segir Ingibjörg.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira