Fjölgað um helming í Samfylkingu 18. apríl 2005 00:01 Alls hafa rúmlega sjö þúsund nýir félagar gengið í Samfylkinguna frá áramótum og eru skráðir félagar í Samfylkingunni nú nálægt tuttugu þúsundum. Félögum hefur því fjölgað um rúman helming frá áramótum er þeir voru um þrettán þúsund. Í gegnum skrifstofu Össurar Skarphéðinssonar hafa komið um tvö þúsund nýjar skráningar og rúmlega þrjú þúsund í gegnum skrifstofu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur varaformanns. Um tvö þúsund skráningar bárust beint til skrifstofunnar. Össur gleðst yfir því að svona mikill áhugi skuli vera á Samfylkingunni. "Það kemur mér ekki á óvart að félögum skuli hafa fjölgað svona, það var átak í gangi af hálfu beggja frambjóðenda og það gekk ákaflega vel," segir hann. Ingibjörg Sólrún segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að nýta ætti tækifærið sem formannskjörið er til þess að fjölga í flokknum. "Samfylkingin á að vera breiðfylking fólks sem vill auka jöfnuð og jafnrétti í samfélaginu. Við erum með 57 þúsund kjósendur og eigum von um fleiri og ég vil að sem flestir séu skráðir í flokkinn," segir Ingibjörg. Þau eru bæði mjög bjartsýn á framhaldið. Össur segir undanfarna tíu daga hafa verið ævintýri líkasta. "Það hafa streymt til mín stuðningsmenn og ég finn að það er greinilega viðhorfsbreyting í gangi," segir Össur. "Menn taka mínum pólitísku áherslum, á klassíska jafnaðarstefnu og minn mikla vilja til að mynda ríkisstjórn fjölskyldunnar, sem jafnframt tekur á málefnum aldraðra og fólks með skerta starfsgetu, ákaflega vel. Menn líta bersýnilega á það sem ákveðið svar við þessum harðvítugu markaðsöflum sem leika lausum hala," segir Össur. Ingibjörg segir að baráttan hafi gengið mjög vel. "Ég hef alltaf lagt á það áherslu að við erum ekki að kjósa um mismunandi stefnu í formannskjörinu. Þetta er persónuleg kosning einstaklinga sem eiga að vera málsvarar þeirrar stefnu sem Samfylkingin mótar á landsfundi," segir Ingibjörg. "Hins vegar er auðvitað áherslumunur á milli okkar Össurar. Munurinn lýtur meðal annars að sýn okkar á lýðræðið og hvernig því verði best fyrirkomið. Það endurspeglast meðal annars í umræðunni um framtíðarhópinn. Mér finnst að framtíðarhópurinn sé mjög merkileg tilraun til að móta stefnu með þátttöku mjög margra og þar sem unnið er faglega að stefnumótun," segir Ingibjörg. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Alls hafa rúmlega sjö þúsund nýir félagar gengið í Samfylkinguna frá áramótum og eru skráðir félagar í Samfylkingunni nú nálægt tuttugu þúsundum. Félögum hefur því fjölgað um rúman helming frá áramótum er þeir voru um þrettán þúsund. Í gegnum skrifstofu Össurar Skarphéðinssonar hafa komið um tvö þúsund nýjar skráningar og rúmlega þrjú þúsund í gegnum skrifstofu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur varaformanns. Um tvö þúsund skráningar bárust beint til skrifstofunnar. Össur gleðst yfir því að svona mikill áhugi skuli vera á Samfylkingunni. "Það kemur mér ekki á óvart að félögum skuli hafa fjölgað svona, það var átak í gangi af hálfu beggja frambjóðenda og það gekk ákaflega vel," segir hann. Ingibjörg Sólrún segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að nýta ætti tækifærið sem formannskjörið er til þess að fjölga í flokknum. "Samfylkingin á að vera breiðfylking fólks sem vill auka jöfnuð og jafnrétti í samfélaginu. Við erum með 57 þúsund kjósendur og eigum von um fleiri og ég vil að sem flestir séu skráðir í flokkinn," segir Ingibjörg. Þau eru bæði mjög bjartsýn á framhaldið. Össur segir undanfarna tíu daga hafa verið ævintýri líkasta. "Það hafa streymt til mín stuðningsmenn og ég finn að það er greinilega viðhorfsbreyting í gangi," segir Össur. "Menn taka mínum pólitísku áherslum, á klassíska jafnaðarstefnu og minn mikla vilja til að mynda ríkisstjórn fjölskyldunnar, sem jafnframt tekur á málefnum aldraðra og fólks með skerta starfsgetu, ákaflega vel. Menn líta bersýnilega á það sem ákveðið svar við þessum harðvítugu markaðsöflum sem leika lausum hala," segir Össur. Ingibjörg segir að baráttan hafi gengið mjög vel. "Ég hef alltaf lagt á það áherslu að við erum ekki að kjósa um mismunandi stefnu í formannskjörinu. Þetta er persónuleg kosning einstaklinga sem eiga að vera málsvarar þeirrar stefnu sem Samfylkingin mótar á landsfundi," segir Ingibjörg. "Hins vegar er auðvitað áherslumunur á milli okkar Össurar. Munurinn lýtur meðal annars að sýn okkar á lýðræðið og hvernig því verði best fyrirkomið. Það endurspeglast meðal annars í umræðunni um framtíðarhópinn. Mér finnst að framtíðarhópurinn sé mjög merkileg tilraun til að móta stefnu með þátttöku mjög margra og þar sem unnið er faglega að stefnumótun," segir Ingibjörg.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira