Handboltinn í hættu á ÓL 20. apríl 2005 00:01 Allar 28 íþróttagreinarnar sem keppt er um á Ólympíuleikunum gætu verið í hættu um að missa sæti sitt í dagskrá leikanna þegar kosið verður um framtíðargeinar leikanna í sumar. Keppnisgreinar á næstu leikum, sem fara fram í Peking í Kína árið 2008, verða þó hinar sömu og í Aþenu í fyrra. Alþjóða Ólympíunefndin ætlar að kjósa á milli allra þeirra 28 íþróttagreina sem keppt var í á leikunum í Aþenu og síðan þeirra fimm sem sækjast eftir því að bætast í hópinn en það eru golf, rúgbí, karate, skvass og hjólaskautaíþróttir. Síðasta grein til þess að missa sætið sitt var póló sem var sett út þegar leikarnir fóru fram í Berlín 1936. Forseti Aþjóða Ólympíunefndarinnar, Jacques Rogge, tekur það skýrt fram að fjöldi íþróttagreina megi aldrei fara yfir 28, verðlaunagreina aldrei yfir 301 og íþróttafólkið megi aldrei vera fleira en 10.500 manns. "Það er ekki hægt að hafa fleiri en 28 greinar en það er enginn krafa um að við fyllum þann kvóta. Greinarnar gætu alveg eins orðið 26 eða 27," sagði Rogge í viðtali en 117 manns hafa atkvæðisrétt og verður hver grein að fá yfir 51% atkvæða til þess að halda sæti sínu í dagskrá Ólympíuleikanna. Árið 2002 lagði Rogge til að golf og rúgbí tækju sæti á leikunum í stað hafnarbolta og mjúkbolta en ekkert varð úr þeirri breytingu. Að þessu sinni munu nefndarmenn kjósa fyrst um það, hvaða greinar halda sæti sínu, þá hvaða nýju greinar koma inn og loks í hvaða íþróttagreinum keppt verður á ÓIympíuleikunum 2012. Alþjóðaólympíunefndin fer yfir allar íþróttagreinar eftir hverja Ólympíuleika og metur stöðu þeirra innan leikanna. Því er reyndar spáð að vanafastir meðlimir Ólympíunefndarinnar fari varlega í breytingar enda munu forsvarsmenn núverandi keppnisgreina væntanlega gera allt til þess að halda sæti þeirra á leikunum. Það er þó ekki ólíklegt að fámenn grein eins og handbolti gæti verið i hættu þegar fjölmenn grein eins og golfið gerir atlögu að sæti á Ólympíuleikum framtíðarinnar. Stærsti hluti Ólympíufara Íslands á mörgum af síðustu leikum hafa einmitt verið handboltamenn og er þetta eina hópíþróttin þar sem Ísland hefur unnið sér keppnisrétt á leikunum. Íslenski handboltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Sjá meira
Allar 28 íþróttagreinarnar sem keppt er um á Ólympíuleikunum gætu verið í hættu um að missa sæti sitt í dagskrá leikanna þegar kosið verður um framtíðargeinar leikanna í sumar. Keppnisgreinar á næstu leikum, sem fara fram í Peking í Kína árið 2008, verða þó hinar sömu og í Aþenu í fyrra. Alþjóða Ólympíunefndin ætlar að kjósa á milli allra þeirra 28 íþróttagreina sem keppt var í á leikunum í Aþenu og síðan þeirra fimm sem sækjast eftir því að bætast í hópinn en það eru golf, rúgbí, karate, skvass og hjólaskautaíþróttir. Síðasta grein til þess að missa sætið sitt var póló sem var sett út þegar leikarnir fóru fram í Berlín 1936. Forseti Aþjóða Ólympíunefndarinnar, Jacques Rogge, tekur það skýrt fram að fjöldi íþróttagreina megi aldrei fara yfir 28, verðlaunagreina aldrei yfir 301 og íþróttafólkið megi aldrei vera fleira en 10.500 manns. "Það er ekki hægt að hafa fleiri en 28 greinar en það er enginn krafa um að við fyllum þann kvóta. Greinarnar gætu alveg eins orðið 26 eða 27," sagði Rogge í viðtali en 117 manns hafa atkvæðisrétt og verður hver grein að fá yfir 51% atkvæða til þess að halda sæti sínu í dagskrá Ólympíuleikanna. Árið 2002 lagði Rogge til að golf og rúgbí tækju sæti á leikunum í stað hafnarbolta og mjúkbolta en ekkert varð úr þeirri breytingu. Að þessu sinni munu nefndarmenn kjósa fyrst um það, hvaða greinar halda sæti sínu, þá hvaða nýju greinar koma inn og loks í hvaða íþróttagreinum keppt verður á ÓIympíuleikunum 2012. Alþjóðaólympíunefndin fer yfir allar íþróttagreinar eftir hverja Ólympíuleika og metur stöðu þeirra innan leikanna. Því er reyndar spáð að vanafastir meðlimir Ólympíunefndarinnar fari varlega í breytingar enda munu forsvarsmenn núverandi keppnisgreina væntanlega gera allt til þess að halda sæti þeirra á leikunum. Það er þó ekki ólíklegt að fámenn grein eins og handbolti gæti verið i hættu þegar fjölmenn grein eins og golfið gerir atlögu að sæti á Ólympíuleikum framtíðarinnar. Stærsti hluti Ólympíufara Íslands á mörgum af síðustu leikum hafa einmitt verið handboltamenn og er þetta eina hópíþróttin þar sem Ísland hefur unnið sér keppnisrétt á leikunum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Sjá meira