Rannsókn skotárásar langt komin 20. apríl 2005 00:01 Lögreglan á Akureyri er langt komin með rannsókn skotárásar sem sautján ára piltur varð fyrir skammt frá Akureyri á laugardag. Tveir voru handteknir vegna málsins, annar játaði fljótlega og var sleppt úr haldi en hinn var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Fjarlægja þurfit byssukúlur með skurðaðgerð úr lærvöðva og hendi piltsins á sunnudag. Lögreglan frétti frá sjúkrahúsinu að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað en það var ekki fyrr en í hádeginu í gær sem pilturinn kærði árásina sem gerð var með loftskammbyssu. Mennirnir fengu piltinn upp í bíl og keyrðu með hann norður gamla Vaðlaheiðarveginn þar sem þeir skipuðu honum út og skutu nokkrum skotum á hann. Þeir létu ekki þar við sitja heldur létu piltinn afklæðast og skutu á hann sex skotum til viðbótar sem virðist aðeins hafa verið til þess fallið að niðurlægja piltinn enn frekar. Daníel Snorrason, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir ljóst að ein og sama byssan hafi verið notuð og að hún sé líklega ólögleg. Hann segir að með því að rannsaka málið með það að leiðarljósi að það tengdist fíkniefnum tókst lögreglunni að þrengja hringinn sem leiddi til þess að á mánudag voru tveir menn handteknir sem talið var að tengdust málinu. Mennirnir sem voru handteknir eru rúmlega tvítugir og hafa báðir komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála. Annar þeirra játaði að hafa skotið úr byssunni en skotin voru að minnsta kosti ellefu. Yfirheyrslum yfir hinum manninum er nýlokið en hann er grunaður um fíkniefnaþátt málsins. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald en líkur er á að honum verði sleppt í kvöld ef játning fæst. Daníel hefur áhyggjur af auknum fíkniefnabrotum og ofbeldisverkum í hans umdæmi. Hann segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum því aðförin að fórnarlambinu hefði getað orðið lífshættuleg. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Lögreglan á Akureyri er langt komin með rannsókn skotárásar sem sautján ára piltur varð fyrir skammt frá Akureyri á laugardag. Tveir voru handteknir vegna málsins, annar játaði fljótlega og var sleppt úr haldi en hinn var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Fjarlægja þurfit byssukúlur með skurðaðgerð úr lærvöðva og hendi piltsins á sunnudag. Lögreglan frétti frá sjúkrahúsinu að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað en það var ekki fyrr en í hádeginu í gær sem pilturinn kærði árásina sem gerð var með loftskammbyssu. Mennirnir fengu piltinn upp í bíl og keyrðu með hann norður gamla Vaðlaheiðarveginn þar sem þeir skipuðu honum út og skutu nokkrum skotum á hann. Þeir létu ekki þar við sitja heldur létu piltinn afklæðast og skutu á hann sex skotum til viðbótar sem virðist aðeins hafa verið til þess fallið að niðurlægja piltinn enn frekar. Daníel Snorrason, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir ljóst að ein og sama byssan hafi verið notuð og að hún sé líklega ólögleg. Hann segir að með því að rannsaka málið með það að leiðarljósi að það tengdist fíkniefnum tókst lögreglunni að þrengja hringinn sem leiddi til þess að á mánudag voru tveir menn handteknir sem talið var að tengdust málinu. Mennirnir sem voru handteknir eru rúmlega tvítugir og hafa báðir komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála. Annar þeirra játaði að hafa skotið úr byssunni en skotin voru að minnsta kosti ellefu. Yfirheyrslum yfir hinum manninum er nýlokið en hann er grunaður um fíkniefnaþátt málsins. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald en líkur er á að honum verði sleppt í kvöld ef játning fæst. Daníel hefur áhyggjur af auknum fíkniefnabrotum og ofbeldisverkum í hans umdæmi. Hann segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum því aðförin að fórnarlambinu hefði getað orðið lífshættuleg.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira