NBA - Línur skýrast í úrslitin 21. apríl 2005 00:01 Leiktímabilinu í NBA lauk í nótt og nú er endanlega ljóst hvaða lið raðast saman í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. New Jersey Nets tryggðu sér áttunda og síðasta sætið á austurströndinni með sigri á Boston Celtics, 102-93. Vince Carter var maðurinn á bak við sigur Nets eins og svo oft áður á undanförnum vikum, en hann skoraði 37 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik. Sigur New Jersey þýðir að Cleveland Cavaliers sitja eftir með sárt ennið og komast ekki í úrslitakeppnina, þrátt fyrir að hafa endað með sama sigurleikjafjölda og Nets, sem unnu innbyrðisviðureignir liðanna á leiktíðinni. Cleveland sigraði Toronto Raptors í nótt, 104-95, þar sem LeBron James fór enn einu sinni á kostum og skoraði 27 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Þessi stórleikur unglingsins nægði þó ekki, frekar en fyrri daginn og nú bíður liðsins erfitt sumar þar sem framtíð liðsins verður skoðuð ofan í kjölinn. Lið Indiana Pacers lagði Chicago Bulls í nótt, 85-83 og forðaði sér þannig frá því að mæta meisturum Detroit Pistons í fyrstu umferð úrsitakeppninnar. Þetta var síðasti leikur Reggie Miller á heimavelli fyrir Pacers og var honum ákaft fagnað af fullu húsi áhorfenda, sem hylltu hann og þökkuðu honum fyrr átján ára þjónustu. Miller getur þó haldið eitthvað áfram að skemmta áhorfendum sínum, því Indiana mætir Boston í úrslitakeppninni og hún hefur jafnan verið aðalsmerki hins frábæra leikmanns. Dallas Mavericks fara inn í úrslitakeppnina á miklu skriði, því þeir burstuðu Memphis Grizzlies 108-88 í nótt og unnu síðustu 8 leiki sína á tímabilinu. Dallas mætir grönnum sínum í Houston í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og gat leyft sér það munað að hvíla sína bestu menn í nótt. Josh Howard var stigahæstur í liði Dallas í nótt með 27 stig. Houston liðið er líka á góðum skriði og í nótt unnu þeir sinn sjöunda leik í röð þegar þeir rúlluðu upp liði Seattle 106-78. Það sem stóð uppúr í leik Houston var þó frekar neikvætt, því Tracy McGrady, þeirra aðal skorari, gat lítið beitt sér í leiknum og á við erfið bakmeiðsli að stríða sem eru liðinu mikið áhyggjuefni fyrir átökin framundan. Seattle tekur á móti Sacramento í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og bæði lið eiga í miklum erfiðleikum vegna meiðsla lykilmanna. Seattle hefur tapað 10 af síðustu 14 leikjum sínum, sem er ekki gott veganesti inn í úrslitakeppnina. Eftirfarandi lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardagskvöldið. Austurdeild: Miami - New Jersey Detroit - Philadelphia Boston - Indiana Chicago - Washington Vesturdeild: Phoenix - Memphis San Antonio - Denver Seattle - Sacramento Dallas-Houston NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira
Leiktímabilinu í NBA lauk í nótt og nú er endanlega ljóst hvaða lið raðast saman í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. New Jersey Nets tryggðu sér áttunda og síðasta sætið á austurströndinni með sigri á Boston Celtics, 102-93. Vince Carter var maðurinn á bak við sigur Nets eins og svo oft áður á undanförnum vikum, en hann skoraði 37 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik. Sigur New Jersey þýðir að Cleveland Cavaliers sitja eftir með sárt ennið og komast ekki í úrslitakeppnina, þrátt fyrir að hafa endað með sama sigurleikjafjölda og Nets, sem unnu innbyrðisviðureignir liðanna á leiktíðinni. Cleveland sigraði Toronto Raptors í nótt, 104-95, þar sem LeBron James fór enn einu sinni á kostum og skoraði 27 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Þessi stórleikur unglingsins nægði þó ekki, frekar en fyrri daginn og nú bíður liðsins erfitt sumar þar sem framtíð liðsins verður skoðuð ofan í kjölinn. Lið Indiana Pacers lagði Chicago Bulls í nótt, 85-83 og forðaði sér þannig frá því að mæta meisturum Detroit Pistons í fyrstu umferð úrsitakeppninnar. Þetta var síðasti leikur Reggie Miller á heimavelli fyrir Pacers og var honum ákaft fagnað af fullu húsi áhorfenda, sem hylltu hann og þökkuðu honum fyrr átján ára þjónustu. Miller getur þó haldið eitthvað áfram að skemmta áhorfendum sínum, því Indiana mætir Boston í úrslitakeppninni og hún hefur jafnan verið aðalsmerki hins frábæra leikmanns. Dallas Mavericks fara inn í úrslitakeppnina á miklu skriði, því þeir burstuðu Memphis Grizzlies 108-88 í nótt og unnu síðustu 8 leiki sína á tímabilinu. Dallas mætir grönnum sínum í Houston í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og gat leyft sér það munað að hvíla sína bestu menn í nótt. Josh Howard var stigahæstur í liði Dallas í nótt með 27 stig. Houston liðið er líka á góðum skriði og í nótt unnu þeir sinn sjöunda leik í röð þegar þeir rúlluðu upp liði Seattle 106-78. Það sem stóð uppúr í leik Houston var þó frekar neikvætt, því Tracy McGrady, þeirra aðal skorari, gat lítið beitt sér í leiknum og á við erfið bakmeiðsli að stríða sem eru liðinu mikið áhyggjuefni fyrir átökin framundan. Seattle tekur á móti Sacramento í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og bæði lið eiga í miklum erfiðleikum vegna meiðsla lykilmanna. Seattle hefur tapað 10 af síðustu 14 leikjum sínum, sem er ekki gott veganesti inn í úrslitakeppnina. Eftirfarandi lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardagskvöldið. Austurdeild: Miami - New Jersey Detroit - Philadelphia Boston - Indiana Chicago - Washington Vesturdeild: Phoenix - Memphis San Antonio - Denver Seattle - Sacramento Dallas-Houston
NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira