Í fyrsta sinn í úrslitum síðan '98
Aðdáendur Chicago Bulls í NBA-körfuboltanum hafa fulla ástæðu til að fagna um þessar mundir en liðið vann sér inn sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan að stórstirnið Michael Jordan hætti hjá Bulls árið 1998. Fyrir þann tíma heyrði það til tíðinda að liðið tapaði leik en Bulls lyppaðist í sundur eftir að kappinn hætti og menn eins og Scottie Pippen hurfu á braut. "Það er stórkostlegt að vera í úrslitakeppninni og hitta fólk á förnum vegi sem er orðið spennt fyrir Bulls á nýjan leik," sagði Othella Harrington, miðherji Bulls. "Fólk kemur og lýsir yfir ánægju sinni og óskar manni góðs gengis í úrslitakeppninni. Við erum himinlifandi að Bulls sé í úrslitakeppninni."