Dallas 0 - Houston 1 24. apríl 2005 00:01 Aðdáendur NBA körfuboltans þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrstu óvæntu úrslitunum í úrslitakeppninni þetta árið. Houston Rockets settu einvígi sitt við granna sína í Dallas upp í loft með góðum útisigri, 98-86 og hefur nú tryggt sér oddaleikinn í seríunni. Houston náði forystunni snemma í leiknum, ekki síst fyrir tilstilli stórleiks Tracy McGrady, sem skoraði meirihlutann af 34 stigum sínum í fyrri hálfleik. Hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum og Dallas réði ekkert við hann, frekar en nokkuð annað lið þegar hann er í ham. "Minn tími er kominn. Ég er stútfullur af sjálfstrausti og mér er að takast að koma slíku sjálfstrausti í allt liðið," sagði McGrady eftir leikinn, en hann hefur aldrei efast um eigið ágæti á körfuboltavellinum. Dallas náði að saxa á forskot Houston í þriðja leikhlutanum, en þá stigu varamenn Houston fram fyrir skjöldu og vörðu forystuna með mikilvægum körfum, sem nægðu liðinu til sigurs og nú hefur Houston pálmann í höndunum í rimmunni. Mike James, sem gekk til liðs við Houston frá meisturum Detroit í vetur, var sérstaklega mikilvægur á lokasprettinum og skoraði meðal annars þrjár körfur í röð og svaraði áhlaupi Dallas. "Ég veit hvað til þarf til að vinna meistaratitilinn og ég reyni að gera mitt til að hjálpa liðinu vinna," sagði James, sem setti upp meistarahring sinn í búningsklefanum eftir leikinn til að halda upp á sigurinn. Það sem varð Dallas öðru fremur að falli í leiknum var slakur leikur frá lykilmanni þeirra, Dirk Nowitzki, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum utan af velli, þar af aðeins einu af tíu í síðari hálfleiknum. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (7 fráköst, 6 tapaðir boltar, 5 af 19 í skotum utan af velli), Josh Howard 17 stig (10 fráköst), Jason Terry 17 stig, Jerry Stackhouse 14 stig.Atkvæðamestir hjá Houston:Tracy McGrady 34 stig (6 stoðs, 5 fráköst), Mike James 16 stig, Yao Ming 11 stig (8 fráköst, 6 villur), Dikembe Mutombo 8 stig (8 frák.) NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Sjá meira
Aðdáendur NBA körfuboltans þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrstu óvæntu úrslitunum í úrslitakeppninni þetta árið. Houston Rockets settu einvígi sitt við granna sína í Dallas upp í loft með góðum útisigri, 98-86 og hefur nú tryggt sér oddaleikinn í seríunni. Houston náði forystunni snemma í leiknum, ekki síst fyrir tilstilli stórleiks Tracy McGrady, sem skoraði meirihlutann af 34 stigum sínum í fyrri hálfleik. Hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum og Dallas réði ekkert við hann, frekar en nokkuð annað lið þegar hann er í ham. "Minn tími er kominn. Ég er stútfullur af sjálfstrausti og mér er að takast að koma slíku sjálfstrausti í allt liðið," sagði McGrady eftir leikinn, en hann hefur aldrei efast um eigið ágæti á körfuboltavellinum. Dallas náði að saxa á forskot Houston í þriðja leikhlutanum, en þá stigu varamenn Houston fram fyrir skjöldu og vörðu forystuna með mikilvægum körfum, sem nægðu liðinu til sigurs og nú hefur Houston pálmann í höndunum í rimmunni. Mike James, sem gekk til liðs við Houston frá meisturum Detroit í vetur, var sérstaklega mikilvægur á lokasprettinum og skoraði meðal annars þrjár körfur í röð og svaraði áhlaupi Dallas. "Ég veit hvað til þarf til að vinna meistaratitilinn og ég reyni að gera mitt til að hjálpa liðinu vinna," sagði James, sem setti upp meistarahring sinn í búningsklefanum eftir leikinn til að halda upp á sigurinn. Það sem varð Dallas öðru fremur að falli í leiknum var slakur leikur frá lykilmanni þeirra, Dirk Nowitzki, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum utan af velli, þar af aðeins einu af tíu í síðari hálfleiknum. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (7 fráköst, 6 tapaðir boltar, 5 af 19 í skotum utan af velli), Josh Howard 17 stig (10 fráköst), Jason Terry 17 stig, Jerry Stackhouse 14 stig.Atkvæðamestir hjá Houston:Tracy McGrady 34 stig (6 stoðs, 5 fráköst), Mike James 16 stig, Yao Ming 11 stig (8 fráköst, 6 villur), Dikembe Mutombo 8 stig (8 frák.)
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Sjá meira