Boston 1 - Indiana 0 24. apríl 2005 00:01 Lið Boston Celtics minnti hressilega á sig á laugardagskvöldið, þegar varamenn liðsins lögðu grunninn að stórsigri á Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna. Indiana náði sér aldrei á strik í leiknum og Boston hafði 102-82 sigur, þrátt fyrir að Paul Pierce skoraði ekki körfu í leiknum fyrr en undir lok leiksins. Eftir að Indiana náði forystu í fyrsta leikhlutanum, meðan byrjunarlið Boston hitti mjög illa, skipti Doc Rivers varamönnum sínum inná og þeir gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir gestina í öðrum leikhluta, sem Boston vann, 39-11 og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Sex leikmenn liðsins skoruðu 11 stig eða meira í leiknum. "Það er gott til þess að vita að ég þurfi ekki að skora 25-30 stig til að við getum unnið. Varamenn okkar voru frábærir í dag," sagði Paul Pierce hjá Boston, sem alla jafna er maðurinn sem lætur mest að sér kveða í sóknarleik liðsins. "Við vorum gersigraðir í dag. Þetta var mjög auðmýkjandi reynsla fyrir allt okkar lið," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum vegna villuvandræða og skoraði aðeins 7 stig, eins og félagi hans Reggie Miller. Að öðrum ólöstuðum var miðherjinn Raef LaFrenz maður leiksins hjá Boston, en hann skoraði 21 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum. "Ég nýti mér það bara þegar varnir andstæðinganna steypa sér á lykilmenn okkar, það er mitt hlutverk," sagði LaFrenz. Stjórnarformaður Indiana, Larry Bird, sem vann marga meistaratitla á sínum tíma með Boston, var hylltur af áhorfendum í Boston sem hrópuðu nafn hans þegar hann settist á bak við varamannabekk Indiana fyrir leikinn. Hann hefði þó eflaust óskað sér farsælli ferð í borgina þar sem hann lék svo lengi, því Indiana átti sér ekki viðreisnar von í leiknum og verður að skoða sín mál gaumgæfilega fyrir næsta leik, ef ekki á illa að fara. Atkvæðamestir hjá Boston:Raef LaFrenz 21 stig, Gary Payton 14 stig (7 stoðsendingar), Ricky Davis 13 stig, Antoine Walker 13 stig, Paul Pierce 12 stig, Marcus Banks 11 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 25 stig, Austin Croshere 10 stig, Anthony Johnson 9 stig, Jermaine O´Neal 7 stig (hitti úr 3 af 12 skotum), Reggie Miller 7 stig (hitti úr 1 af 7 skotum), Jeff Foster 7 stig. NBA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Lið Boston Celtics minnti hressilega á sig á laugardagskvöldið, þegar varamenn liðsins lögðu grunninn að stórsigri á Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna. Indiana náði sér aldrei á strik í leiknum og Boston hafði 102-82 sigur, þrátt fyrir að Paul Pierce skoraði ekki körfu í leiknum fyrr en undir lok leiksins. Eftir að Indiana náði forystu í fyrsta leikhlutanum, meðan byrjunarlið Boston hitti mjög illa, skipti Doc Rivers varamönnum sínum inná og þeir gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir gestina í öðrum leikhluta, sem Boston vann, 39-11 og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Sex leikmenn liðsins skoruðu 11 stig eða meira í leiknum. "Það er gott til þess að vita að ég þurfi ekki að skora 25-30 stig til að við getum unnið. Varamenn okkar voru frábærir í dag," sagði Paul Pierce hjá Boston, sem alla jafna er maðurinn sem lætur mest að sér kveða í sóknarleik liðsins. "Við vorum gersigraðir í dag. Þetta var mjög auðmýkjandi reynsla fyrir allt okkar lið," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum vegna villuvandræða og skoraði aðeins 7 stig, eins og félagi hans Reggie Miller. Að öðrum ólöstuðum var miðherjinn Raef LaFrenz maður leiksins hjá Boston, en hann skoraði 21 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum. "Ég nýti mér það bara þegar varnir andstæðinganna steypa sér á lykilmenn okkar, það er mitt hlutverk," sagði LaFrenz. Stjórnarformaður Indiana, Larry Bird, sem vann marga meistaratitla á sínum tíma með Boston, var hylltur af áhorfendum í Boston sem hrópuðu nafn hans þegar hann settist á bak við varamannabekk Indiana fyrir leikinn. Hann hefði þó eflaust óskað sér farsælli ferð í borgina þar sem hann lék svo lengi, því Indiana átti sér ekki viðreisnar von í leiknum og verður að skoða sín mál gaumgæfilega fyrir næsta leik, ef ekki á illa að fara. Atkvæðamestir hjá Boston:Raef LaFrenz 21 stig, Gary Payton 14 stig (7 stoðsendingar), Ricky Davis 13 stig, Antoine Walker 13 stig, Paul Pierce 12 stig, Marcus Banks 11 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 25 stig, Austin Croshere 10 stig, Anthony Johnson 9 stig, Jermaine O´Neal 7 stig (hitti úr 3 af 12 skotum), Reggie Miller 7 stig (hitti úr 1 af 7 skotum), Jeff Foster 7 stig.
NBA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira