San Antonio 0 - Denver 1 25. apríl 2005 00:01 Óvæntustu úrslit fyrstu umferðar úrslitakeppninnar litu dagsins ljós á sunnudagskvöldið þegar hið eldheita lið Denver Nuggets, gerði sér lítið fyrir og skellti meistaraefnunum í San Antonio Spurs, 93-87 í fyrsta leik liðanna í San Antonio. Tim Duncan var mættur til leiks með Spurs eftir að hafa verið lengi frá vegna ökklameiðsla og lék vel lengst af í leiknum. Spurs höfðu forystu fram í fjórða leikhlutann og ekkert benti til annars en að þeir færu með sigur af hólmi, þegar þeir skoruðu úr fyrstu þremur skotum sínum í lokaleikhlutanum. Þá hinsvegar hrundi sóknarleikur liðsins til grunna og Denver gekk á lagið og sigraði, en liðið er nú komið í óskastöðu í einvíginu þótt mikið sé enn eftir af því. Andre Miller, leikstjórnandi Denver, fór á kostum í leiknum og skoraði 31 stig, en Tim Duncan hitti ekki úr einu einasta af sjö skotum sínum í lokaleikhlutanum, þótt mörg þeirra kæmu úr upplögðum færum. Vörn Denver var grimm og gerðu stóru mennirnir hjá Denver andstæðingum sínum lífið leitt undir lokin. "Ég fékk fjöldan allan af tækifærum til að skora í lokaleikhlutanum en náði ekki að nýta þau. Það varð okkur dýrt í kvöld," sagði Duncan eftir leikinn. "Við erum ekki vanir að leika góða vörn í 48 mínútur, en það tókst hjá okkur í kvöld og vonandi verður framhald á því," sagði George Karl, þjálfari Denver. Liðið eygir nú að slá Spurs út úr keppni í fyrstu umferðinni, en það yrði ekki í fyrsta sinn sem liði næði að leggja mun hærra skrifaðan andstæðing í fyrstu umferðinni, því fyrir nokkrum árum sló liðið út Seattle Supersonics í fyrstu umferðinni, sem þá var með bestan árangur allra liða í deildinni og þá var George Karl einmitt við stjórnvölinn hjá Sonics. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 23 stig, Tim Duncan 18 stig (11 fráköst), Nazr Mohammed 15 stig (15 fráköst, 4 varin skot), Tony Parker 12 stig, Robert Horry 12 stig.Atkvæðamestir í liði Denver:Andre Miller 31 stig, Carmelo Anthony 14 stig, Marcus Camby 12 stig (12 fráköst, 4 varin skot), Kenyon Martin 11 stig (9 fráköst), Nene Hilario 9 stig, Earl Boykins 9 stig. NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Óvæntustu úrslit fyrstu umferðar úrslitakeppninnar litu dagsins ljós á sunnudagskvöldið þegar hið eldheita lið Denver Nuggets, gerði sér lítið fyrir og skellti meistaraefnunum í San Antonio Spurs, 93-87 í fyrsta leik liðanna í San Antonio. Tim Duncan var mættur til leiks með Spurs eftir að hafa verið lengi frá vegna ökklameiðsla og lék vel lengst af í leiknum. Spurs höfðu forystu fram í fjórða leikhlutann og ekkert benti til annars en að þeir færu með sigur af hólmi, þegar þeir skoruðu úr fyrstu þremur skotum sínum í lokaleikhlutanum. Þá hinsvegar hrundi sóknarleikur liðsins til grunna og Denver gekk á lagið og sigraði, en liðið er nú komið í óskastöðu í einvíginu þótt mikið sé enn eftir af því. Andre Miller, leikstjórnandi Denver, fór á kostum í leiknum og skoraði 31 stig, en Tim Duncan hitti ekki úr einu einasta af sjö skotum sínum í lokaleikhlutanum, þótt mörg þeirra kæmu úr upplögðum færum. Vörn Denver var grimm og gerðu stóru mennirnir hjá Denver andstæðingum sínum lífið leitt undir lokin. "Ég fékk fjöldan allan af tækifærum til að skora í lokaleikhlutanum en náði ekki að nýta þau. Það varð okkur dýrt í kvöld," sagði Duncan eftir leikinn. "Við erum ekki vanir að leika góða vörn í 48 mínútur, en það tókst hjá okkur í kvöld og vonandi verður framhald á því," sagði George Karl, þjálfari Denver. Liðið eygir nú að slá Spurs út úr keppni í fyrstu umferðinni, en það yrði ekki í fyrsta sinn sem liði næði að leggja mun hærra skrifaðan andstæðing í fyrstu umferðinni, því fyrir nokkrum árum sló liðið út Seattle Supersonics í fyrstu umferðinni, sem þá var með bestan árangur allra liða í deildinni og þá var George Karl einmitt við stjórnvölinn hjá Sonics. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 23 stig, Tim Duncan 18 stig (11 fráköst), Nazr Mohammed 15 stig (15 fráköst, 4 varin skot), Tony Parker 12 stig, Robert Horry 12 stig.Atkvæðamestir í liði Denver:Andre Miller 31 stig, Carmelo Anthony 14 stig, Marcus Camby 12 stig (12 fráköst, 4 varin skot), Kenyon Martin 11 stig (9 fráköst), Nene Hilario 9 stig, Earl Boykins 9 stig.
NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira