San Antonio 1 - Denver 1 28. apríl 2005 00:01 San Antonio Spurs mættu ákveðnir til annars leiksins við Denver í nótt og ætluðu greinilega ekki að fara til Denver með tvö töp á bakinu. Spurs voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum í leik tvö og unnu auðveldan 104-76 sigur. Staðan er því jöfn í einvíginu 1-1. Tim Duncan setti tóninn fyrir Spurs á upphafssekúndum leiksins þegar hann keyrði ákveðið upp að körfu Denver og setti niður fyrstu tvær körfur Spurs með því að fara illa með þá Kenyon Martin og Marcus Camby. Eftir þetta var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi, því Spurs héldu öruggri forystu allan leikinn og voru í bílstjórasætinu frá fyrstu mínútu eins og þeir hafa verið þekktir fyrir síðustu ár. "Svona töp eru niðurlægjandi", sagði Carmelo Anthony hjá Denver, sem náði sér ekki á strik í leiknum frekar en aðrir í liðinu, "við vissum að einhverjir í liði þeirra myndu leika betur í öðrum leiknum, en við bjuggumst ekki við að allt liðið myndi bæta sig svona mikið," sagði Anthony. "Við komum inn í leikinn með mikla einbeitingu og fórum í allar okkar aðgerðir af miklum krafti strax frá byrjun. Allri héldu sig við það sem þjálfarinn lagði upp með og þegar allir gera það, erum við mjög erfiðir við að eiga. Eins pössuðum við upp á hraðaupphlaupin þeirra og pössuðum okkur að gleyma okkur ekki í sóknarfráköstunum," sagði Tim Duncan, sem skoraði 24 stig í leiknum. Spurs hittu úr 9 af fyrstu 10 skotum sínum í leiknum og unnu því næst annan fjórðunginn með 20 stiga mun. Denver átti aldrei svar, hvorki sóknarlega né varnarlega, en geta vel við unað í stöðunni 1-1 eftir tvo leiki í San Antonio. Næstu tveir leikir fara fram í Denver. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 24 stig (9 frák, 5 stoðs, 3 varin, hitti úr 11 af 15 skotum), Tony Parker 19 stig (6 stoðs), Manu Ginobili 17 stig, Brent Barry 16 stig (hitti úr öllum 4 þriggja stiga skotum sínum), Beno Udrih 10 stig, Glenn Robinson 7 stig.Atvkvæðamestir hjá Denver:DeMarr Johnson 12 stig, Andre Miller 11 stig (7 stoðs), Carmelo Anthony 10 stig, Marcus Camby 9 stig (12 frák), Wesley Person 8 stig, Earl Boykins 8 stig, Kenyon Martin 7 stig. NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Sjá meira
San Antonio Spurs mættu ákveðnir til annars leiksins við Denver í nótt og ætluðu greinilega ekki að fara til Denver með tvö töp á bakinu. Spurs voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum í leik tvö og unnu auðveldan 104-76 sigur. Staðan er því jöfn í einvíginu 1-1. Tim Duncan setti tóninn fyrir Spurs á upphafssekúndum leiksins þegar hann keyrði ákveðið upp að körfu Denver og setti niður fyrstu tvær körfur Spurs með því að fara illa með þá Kenyon Martin og Marcus Camby. Eftir þetta var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi, því Spurs héldu öruggri forystu allan leikinn og voru í bílstjórasætinu frá fyrstu mínútu eins og þeir hafa verið þekktir fyrir síðustu ár. "Svona töp eru niðurlægjandi", sagði Carmelo Anthony hjá Denver, sem náði sér ekki á strik í leiknum frekar en aðrir í liðinu, "við vissum að einhverjir í liði þeirra myndu leika betur í öðrum leiknum, en við bjuggumst ekki við að allt liðið myndi bæta sig svona mikið," sagði Anthony. "Við komum inn í leikinn með mikla einbeitingu og fórum í allar okkar aðgerðir af miklum krafti strax frá byrjun. Allri héldu sig við það sem þjálfarinn lagði upp með og þegar allir gera það, erum við mjög erfiðir við að eiga. Eins pössuðum við upp á hraðaupphlaupin þeirra og pössuðum okkur að gleyma okkur ekki í sóknarfráköstunum," sagði Tim Duncan, sem skoraði 24 stig í leiknum. Spurs hittu úr 9 af fyrstu 10 skotum sínum í leiknum og unnu því næst annan fjórðunginn með 20 stiga mun. Denver átti aldrei svar, hvorki sóknarlega né varnarlega, en geta vel við unað í stöðunni 1-1 eftir tvo leiki í San Antonio. Næstu tveir leikir fara fram í Denver. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 24 stig (9 frák, 5 stoðs, 3 varin, hitti úr 11 af 15 skotum), Tony Parker 19 stig (6 stoðs), Manu Ginobili 17 stig, Brent Barry 16 stig (hitti úr öllum 4 þriggja stiga skotum sínum), Beno Udrih 10 stig, Glenn Robinson 7 stig.Atvkvæðamestir hjá Denver:DeMarr Johnson 12 stig, Andre Miller 11 stig (7 stoðs), Carmelo Anthony 10 stig, Marcus Camby 9 stig (12 frák), Wesley Person 8 stig, Earl Boykins 8 stig, Kenyon Martin 7 stig.
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Sjá meira