Dómar í Landssímamálinu mildaðir 28. apríl 2005 00:01 Hæstiréttur mildaði nokkuð dóma héraðsdóms yfir þeim Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni Ragnari Kristjánssyni og Ragnari Orra Benediktssyni. Árni Þór og Kristján Ra. höfðu báðir fengið tveggja ára dóm í héraði en fá nú 15 og 18 mánaða fangelsisdóm, en til frádráttar kemur 11 daga gæsluvarðhaldsvist þeirra. Ragnar Orri fékk 8 mánaða dóm í héraði, en sá dómur var mildaður í 3 mánuði og til frádráttar kemur 7 daga gæsluvarðhaldsvist. Árni Þór og Kristján þurfa einnig að greiða hálfa milljón hvor í málsvarnarlaun og Ragnar Orri 350 þúsund. Árni Þór og Kristján Ragnar voru sakfelldir fyrir hylmingu með því að hafa veitt viðtöku frá Sveinbirni Kristjánssyni, fyrrum aðalféhirði Landssímans, tæplega 163,6 milljónum króna á árunum 1999 til 2001 og ráðstafað í eigin þágu, auk Alvöru lífsins og Skjás eins. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur fyrir hylmingu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, ákvað að una sínum dómi í héraði, en mál hans var skilið frá hinum. Hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir um 261 milljónar króna frádrátt í starfi sínu hjá Símanum. Árni, Kristján Ra. og Ragnar Orri kröfðust allir sýknu fyrir Hæstarétti, en til vara krafðist Árni Þór þess að héraðsdómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað og til þrautavara mildunar refsingar. Kristján Ra. Kristjánsson krafðist þess til vara að refsing hans yrði ákveðin sem fésekt og Ragnar Orri fór til vara fram á mildun refsingar. "Ákærði Árni Þór hefur ekki áður sætt refsingum svo að kunnugt sé og ákærði Kristján Ragnar ekki að því marki að máli skipti. Brot ákærðu varða hins vegar fjölmargar greiðslur, sem spanna yfir talsverðan tíma, og eru flestar að verulegri fjárhæð. Alls nema brot þeirra stórfelldri fjárhæð, sem ekki á sér hliðstæðu í öðrum dómsmálum. Þegar litið er til þess að ákærði Kristján hafði á hendi fjárvörslur þeirra að megin stofni og átti þannig ríkari þátt í verknaðinum verður nokkur munur gerður á refsingu þeirra," segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn kváðu upp Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar í lok júlí í fyrra, bæði fyrir ákærðu sem vildu áfrýja og ákæruvaldið sem vildi staðfestingu á héraðsdómi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Hæstiréttur mildaði nokkuð dóma héraðsdóms yfir þeim Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni Ragnari Kristjánssyni og Ragnari Orra Benediktssyni. Árni Þór og Kristján Ra. höfðu báðir fengið tveggja ára dóm í héraði en fá nú 15 og 18 mánaða fangelsisdóm, en til frádráttar kemur 11 daga gæsluvarðhaldsvist þeirra. Ragnar Orri fékk 8 mánaða dóm í héraði, en sá dómur var mildaður í 3 mánuði og til frádráttar kemur 7 daga gæsluvarðhaldsvist. Árni Þór og Kristján þurfa einnig að greiða hálfa milljón hvor í málsvarnarlaun og Ragnar Orri 350 þúsund. Árni Þór og Kristján Ragnar voru sakfelldir fyrir hylmingu með því að hafa veitt viðtöku frá Sveinbirni Kristjánssyni, fyrrum aðalféhirði Landssímans, tæplega 163,6 milljónum króna á árunum 1999 til 2001 og ráðstafað í eigin þágu, auk Alvöru lífsins og Skjás eins. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur fyrir hylmingu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, ákvað að una sínum dómi í héraði, en mál hans var skilið frá hinum. Hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir um 261 milljónar króna frádrátt í starfi sínu hjá Símanum. Árni, Kristján Ra. og Ragnar Orri kröfðust allir sýknu fyrir Hæstarétti, en til vara krafðist Árni Þór þess að héraðsdómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað og til þrautavara mildunar refsingar. Kristján Ra. Kristjánsson krafðist þess til vara að refsing hans yrði ákveðin sem fésekt og Ragnar Orri fór til vara fram á mildun refsingar. "Ákærði Árni Þór hefur ekki áður sætt refsingum svo að kunnugt sé og ákærði Kristján Ragnar ekki að því marki að máli skipti. Brot ákærðu varða hins vegar fjölmargar greiðslur, sem spanna yfir talsverðan tíma, og eru flestar að verulegri fjárhæð. Alls nema brot þeirra stórfelldri fjárhæð, sem ekki á sér hliðstæðu í öðrum dómsmálum. Þegar litið er til þess að ákærði Kristján hafði á hendi fjárvörslur þeirra að megin stofni og átti þannig ríkari þátt í verknaðinum verður nokkur munur gerður á refsingu þeirra," segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn kváðu upp Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar í lok júlí í fyrra, bæði fyrir ákærðu sem vildu áfrýja og ákæruvaldið sem vildi staðfestingu á héraðsdómi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira