Methagnaður og kaup á banka 29. apríl 2005 00:01 KB banki hefur gert bindandi tilboð í breska bankann Singer & Friedlander. Stjórn breska bankans hefur ákveðið að mæla með tilboðinu. Þar með er nánast ekkert sem komið getur í veg fyrir að KB banki kaupi breska bankann. KB banki birti einnig uppgjör sitt í gær og nam hagnaður bankans rúmum ellefu milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er í samræmi við spár. Hagnaður bankans hefur aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi, en inni í hagnaðartölunum er söluhagnaður af Lýsingu og gengishagnaður af breytanlegu skuldabréfi í Bakkavör. Heildareignir bankans eru 1.675 milljarðar króna og með sameiningu við S&F verða eignir bankans um 2.000 milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár á tímablinu var 33 prósent. Kaupgengið í viðskiptunum er 316 pens á hlut, en auk þess fá núverandi eigendur arðgreiðslu upp á um 4,25 prósent á hlut. Samkvæmt þessu er verð breska bankans tæpir 65 milljarðar króna, en KB banki á sjálfur 19,5 prósent eða rúma tólf milljarða af því. Með kaupunum verður Bretland, ásamt Danmörku og Íslandi, helsta markaðssvæði bankans. Þar munu eftir kaupin starfa á sjöunda hundrað manns. Í kynningu bankans á uppgjörinu í Stokkhólmi í gær fór Hreiðar Már Sigurðsson yfir uppgjör bankans. Hann sagði afkomuna sýna að bankinn sé á réttri leið. "Bætt afkoma skýrist fyrst og fremst af auknum tekjum, þótt það sé vissulega ánægjulegt að sjá heildarkostnað minnka á milli ársfjórðunga. Tekjur aukast á öllum markaðssvæðum. Um 62% af tekjum bankans myndast nú utan Íslands og hefur það hlutfall aldrei verið hærra." Sigurður Einarsson kynnti hins vegar kaup bankans á Singer & Friedlander í London. Hann sagði kaupin í samræmi við stefnu bankans um að efla starfsemi í Bretlandi. "Saman munu Singer & Friedlander mynda sterkari heild með spennandi vaxtarmöguleikum." Tony Shearer, forstjóri S&F, tók í sama streng. Hann sagði bankann hafa góða stöðu á kjarnamörkuðum. "Með sölunni til Kaupþings banka getur Singer & Friedlander haldið áfram þróun þessarar stefnu innan stærri fjármálasamstæðu." KB banki þarf ekki að gefa út nýtt hlutafé vegna kaupanna og hefur borð fyrir báru til frekari kaupa á fyrirtækjum. Hreiðar Már sagði á fundinum að fram til þessa hefðu kaup bankans einkennst af því sem hann kallaði kaup Davíðs á Golíat. Hann sagði bankann hafa áhuga á að styrkja stöðu sína á starfssvæðum sínum í Noregi og Finnlandi. Reiknað er með að KB banki taki breska bankann yfir eftir fjóra til fimm mánuði. Viðskipti Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Norwegian flýgur milli Keflavíkur og Alicante Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
KB banki hefur gert bindandi tilboð í breska bankann Singer & Friedlander. Stjórn breska bankans hefur ákveðið að mæla með tilboðinu. Þar með er nánast ekkert sem komið getur í veg fyrir að KB banki kaupi breska bankann. KB banki birti einnig uppgjör sitt í gær og nam hagnaður bankans rúmum ellefu milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er í samræmi við spár. Hagnaður bankans hefur aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi, en inni í hagnaðartölunum er söluhagnaður af Lýsingu og gengishagnaður af breytanlegu skuldabréfi í Bakkavör. Heildareignir bankans eru 1.675 milljarðar króna og með sameiningu við S&F verða eignir bankans um 2.000 milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár á tímablinu var 33 prósent. Kaupgengið í viðskiptunum er 316 pens á hlut, en auk þess fá núverandi eigendur arðgreiðslu upp á um 4,25 prósent á hlut. Samkvæmt þessu er verð breska bankans tæpir 65 milljarðar króna, en KB banki á sjálfur 19,5 prósent eða rúma tólf milljarða af því. Með kaupunum verður Bretland, ásamt Danmörku og Íslandi, helsta markaðssvæði bankans. Þar munu eftir kaupin starfa á sjöunda hundrað manns. Í kynningu bankans á uppgjörinu í Stokkhólmi í gær fór Hreiðar Már Sigurðsson yfir uppgjör bankans. Hann sagði afkomuna sýna að bankinn sé á réttri leið. "Bætt afkoma skýrist fyrst og fremst af auknum tekjum, þótt það sé vissulega ánægjulegt að sjá heildarkostnað minnka á milli ársfjórðunga. Tekjur aukast á öllum markaðssvæðum. Um 62% af tekjum bankans myndast nú utan Íslands og hefur það hlutfall aldrei verið hærra." Sigurður Einarsson kynnti hins vegar kaup bankans á Singer & Friedlander í London. Hann sagði kaupin í samræmi við stefnu bankans um að efla starfsemi í Bretlandi. "Saman munu Singer & Friedlander mynda sterkari heild með spennandi vaxtarmöguleikum." Tony Shearer, forstjóri S&F, tók í sama streng. Hann sagði bankann hafa góða stöðu á kjarnamörkuðum. "Með sölunni til Kaupþings banka getur Singer & Friedlander haldið áfram þróun þessarar stefnu innan stærri fjármálasamstæðu." KB banki þarf ekki að gefa út nýtt hlutafé vegna kaupanna og hefur borð fyrir báru til frekari kaupa á fyrirtækjum. Hreiðar Már sagði á fundinum að fram til þessa hefðu kaup bankans einkennst af því sem hann kallaði kaup Davíðs á Golíat. Hann sagði bankann hafa áhuga á að styrkja stöðu sína á starfssvæðum sínum í Noregi og Finnlandi. Reiknað er með að KB banki taki breska bankann yfir eftir fjóra til fimm mánuði.
Viðskipti Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Norwegian flýgur milli Keflavíkur og Alicante Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira