Innlent

Keppast við að mæra frambjóðendur

Stuðningsfylkingum þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er hlaupið kapp í kinn og seilast þær æ lengra í samlíkingum sinna frambjóðenda við göfuga menn og málefni. Af munnlegum málflutningi Össurarmanna og jafnvel skriflegum líka má það ráða að Ísland hafi ekki fyrr alið annan eins höfðingja nema að vera kynni sjáfstæðishetjuna Jón Sigurðsson með ívafi Gunnars á Hlíðarenda, svona til öryggis. Þá er heldur ekki skafið af mannkostum Ingibjargar Sólrúnar og hvort sem sem tilgangurinn með nýjasta bæklingi úr þeirri átt er að höfða til hinna ýmsu áhugasviða eða bara til að slá öllu upp í grín þá má lesa þar eftirfarandi líkingar sem einn stuðningsmaður hennar, Jón Björnsson telur fram: „Hún er skynsöm, réttsýn og heiðarleg,“ segir Jón og tekur svo flugið: „Hún er sprettharðari en hrygna, víðsýnni en haförn, þolnari en hreindýr og hefur mörg hundruð gígabæta minni.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×