NBA á Sýn um helgina 29. apríl 2005 00:01 Enginn körfuknattleiksunnandi má láta leiki helgarinnar í NBA framhjá sér fara, en tveir þeirra verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn. Á laugardagskvöldið klukkan 21:50 verður útsending frá leik Washington Wizards og Chicago Bulls, en þar má eiga von á frábærum leik. Chicago Bulls hafa unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu, en þriðji leikurinn á laugardagskvöldið verður háður í höfuðborginni og þar munu heimamenn eflaust láta finna fyrir sér eftir að hafa tapað báðum leikjunum í Chicago. Leikir þessara liða hafa verið mjög opnir og skemmtilegir og var t.a.m. fyrsti leikur liðanna sá skemmtilegasti sem sá sem þetta skrifar hefur séð í langan tíma. Á sunnudagskvöld er svo röðin komin að viðureign New Jersey Nets og Miami Heat, en þar er um að ræða fjórða leik liðanna og hefst bein útsending frá honum klukkan 19:30. Miami leiðir í einvígi þessara tveggja liða, 3-0, svo að heimamenn í Nets eru króaðir af út í horni og mega ekki tapa leiknum, ef þeir ætla ekki að fara í sumarfrí. Yfirburðir Miami í fyrstu leikjunum voru nokkuð miklir, en þess má geta að þriðja leik liðanna þurfti að tvíframlengja áður en úrslit fengust. Í báðum þessum liðum leika sannkallaðir töframenn sem unun er að horfa á. Hjá Nets eru fremstir í flokki þeir Vince Carter og Jason Kidd, sem hvor um sig er einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu. Carter er mikill háloftafugl og skotmaður, en Kidd er besti leikstjórnandi deildarinnar á síðustu árum og mjög fjölhæfur leikmaður. Ekki þarf að fara mörgum orðum um Shaquille O´Neal hjá Miami, sem yljað hefur íslenskum áhorfendum um hjartaræturnar með tröllatroðslum sínum í mörg ár, en hann hefur nú við hlið sér ungstirnið Dwayne Wade, sem gerir nánast allt vel á vellinum og er einstakur leikmaður. NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Enginn körfuknattleiksunnandi má láta leiki helgarinnar í NBA framhjá sér fara, en tveir þeirra verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn. Á laugardagskvöldið klukkan 21:50 verður útsending frá leik Washington Wizards og Chicago Bulls, en þar má eiga von á frábærum leik. Chicago Bulls hafa unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu, en þriðji leikurinn á laugardagskvöldið verður háður í höfuðborginni og þar munu heimamenn eflaust láta finna fyrir sér eftir að hafa tapað báðum leikjunum í Chicago. Leikir þessara liða hafa verið mjög opnir og skemmtilegir og var t.a.m. fyrsti leikur liðanna sá skemmtilegasti sem sá sem þetta skrifar hefur séð í langan tíma. Á sunnudagskvöld er svo röðin komin að viðureign New Jersey Nets og Miami Heat, en þar er um að ræða fjórða leik liðanna og hefst bein útsending frá honum klukkan 19:30. Miami leiðir í einvígi þessara tveggja liða, 3-0, svo að heimamenn í Nets eru króaðir af út í horni og mega ekki tapa leiknum, ef þeir ætla ekki að fara í sumarfrí. Yfirburðir Miami í fyrstu leikjunum voru nokkuð miklir, en þess má geta að þriðja leik liðanna þurfti að tvíframlengja áður en úrslit fengust. Í báðum þessum liðum leika sannkallaðir töframenn sem unun er að horfa á. Hjá Nets eru fremstir í flokki þeir Vince Carter og Jason Kidd, sem hvor um sig er einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu. Carter er mikill háloftafugl og skotmaður, en Kidd er besti leikstjórnandi deildarinnar á síðustu árum og mjög fjölhæfur leikmaður. Ekki þarf að fara mörgum orðum um Shaquille O´Neal hjá Miami, sem yljað hefur íslenskum áhorfendum um hjartaræturnar með tröllatroðslum sínum í mörg ár, en hann hefur nú við hlið sér ungstirnið Dwayne Wade, sem gerir nánast allt vel á vellinum og er einstakur leikmaður.
NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira