Heimir: „Erum of mikið að horfa á leikinn í staðinn fyrir að spila leikinn“ Árni Jóhannsson skrifar 15. júní 2025 21:38 Heimir Guðjónsson var svekktur út í sína menn í kvöld og mátti vera það. Vísir / Anton Brink FH laut í gras fyrir Fram í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld og sitja að henni lokinni í fallsæti. Þjálfari liðsins, Heimir Guðjónsson, var ómyrkur í máli um það hvað hans menn þurfa að fara að gera svo ekki illa fari. Heimir var beðinn um að fara yfir leikinn að honum loknum og var ekki mikið sem hann gat verið ánægður með. „Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en við hleypum Fram í það sem þeir eru góðir í. Við töpuðum boltum á slæmum stöðum og þeir eru góðir í að skipta úr vörn í sókn og við fengum á okkur mark. Eftir það var bara eitt lið á vellinum og það var Fram og við vorum heppnir að sleppa með 1-0 inn í hálfleik. Mér fannst við þó í seinni hálfleik við sýna smá karakter og við reyndum. Markvörðurinn þeirra átti einhverjar þrjár heimsklassa markvörslur. Við náttúrlega gáfum aukaspyrnu á slæmum stað og vorum ekki klárir í frákastið og þannig varð staðan 2-0 en við héldum áfram. Fyrri hálfleikurinn bara svakaleg vonbrigði.“ Heimir var þá spurður nánar út í mörkin sem FH fékk á sig en frá bæjardyrum blaðamannsins voru menn að gleyma sér í bæði skiptin. Var það nokkuð ósanngjarnt mat? „Nei ég meina þetta eru búin að vera vandræðin hjá okkur síðustu ár. Við náum ekki að halda einbeitingu út allan leikinn og erum of mikið að horfa á leikinn í staðinn fyrir að spila leikinn og það kann ekki góðri lukku að stýra.“ Nú eru 11 umferðir búnar og í gamla daga hefði það verið helmingurinn af Íslandsmótinu og FH situr í fallsæti. Eru miklar áhyggjur af ástandinu? „Nei eins og þú segir þá eru 11 umferðir eftir og eftir 22 umferðir ræðst ekki hvort lið falla eða ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að fara að gera betur og átta okkur á því hvar styrkleikarnir okkar liggja. Við höfum sýnt það að þegar við stöndum saman í þessu og gerum þetta sem lið þá erum við ansi gott fótboltalið. En þegar við mætum eins og í dag, 11 einstaklingar, sérstaklega þegar við fáum á okkur markið þá bara töpum við öllum leikjum. Þetta er ekkert flókið. Við, ég og allir í kringum þetta, þurfum að fara að líta í eigin barm og bara gera betur.“ Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - FH 2-0 | Fram nýtti færin gegn FH í kvöld Fram náði í góðan heimasigur gegn FH í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Það mætti tala um að frammistaðan hafi verið þroskuð en vörnin var þétt og færanýtingin góð. Leikar enduðu 2-0, Fram færist nær efri helmingnum en FH dettur niður í fallsæti. 15. júní 2025 18:33 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Heimir var beðinn um að fara yfir leikinn að honum loknum og var ekki mikið sem hann gat verið ánægður með. „Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en við hleypum Fram í það sem þeir eru góðir í. Við töpuðum boltum á slæmum stöðum og þeir eru góðir í að skipta úr vörn í sókn og við fengum á okkur mark. Eftir það var bara eitt lið á vellinum og það var Fram og við vorum heppnir að sleppa með 1-0 inn í hálfleik. Mér fannst við þó í seinni hálfleik við sýna smá karakter og við reyndum. Markvörðurinn þeirra átti einhverjar þrjár heimsklassa markvörslur. Við náttúrlega gáfum aukaspyrnu á slæmum stað og vorum ekki klárir í frákastið og þannig varð staðan 2-0 en við héldum áfram. Fyrri hálfleikurinn bara svakaleg vonbrigði.“ Heimir var þá spurður nánar út í mörkin sem FH fékk á sig en frá bæjardyrum blaðamannsins voru menn að gleyma sér í bæði skiptin. Var það nokkuð ósanngjarnt mat? „Nei ég meina þetta eru búin að vera vandræðin hjá okkur síðustu ár. Við náum ekki að halda einbeitingu út allan leikinn og erum of mikið að horfa á leikinn í staðinn fyrir að spila leikinn og það kann ekki góðri lukku að stýra.“ Nú eru 11 umferðir búnar og í gamla daga hefði það verið helmingurinn af Íslandsmótinu og FH situr í fallsæti. Eru miklar áhyggjur af ástandinu? „Nei eins og þú segir þá eru 11 umferðir eftir og eftir 22 umferðir ræðst ekki hvort lið falla eða ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að fara að gera betur og átta okkur á því hvar styrkleikarnir okkar liggja. Við höfum sýnt það að þegar við stöndum saman í þessu og gerum þetta sem lið þá erum við ansi gott fótboltalið. En þegar við mætum eins og í dag, 11 einstaklingar, sérstaklega þegar við fáum á okkur markið þá bara töpum við öllum leikjum. Þetta er ekkert flókið. Við, ég og allir í kringum þetta, þurfum að fara að líta í eigin barm og bara gera betur.“
Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - FH 2-0 | Fram nýtti færin gegn FH í kvöld Fram náði í góðan heimasigur gegn FH í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Það mætti tala um að frammistaðan hafi verið þroskuð en vörnin var þétt og færanýtingin góð. Leikar enduðu 2-0, Fram færist nær efri helmingnum en FH dettur niður í fallsæti. 15. júní 2025 18:33 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Leik lokið: Fram - FH 2-0 | Fram nýtti færin gegn FH í kvöld Fram náði í góðan heimasigur gegn FH í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Það mætti tala um að frammistaðan hafi verið þroskuð en vörnin var þétt og færanýtingin góð. Leikar enduðu 2-0, Fram færist nær efri helmingnum en FH dettur niður í fallsæti. 15. júní 2025 18:33
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn