Heimir: „Erum of mikið að horfa á leikinn í staðinn fyrir að spila leikinn“ Árni Jóhannsson skrifar 15. júní 2025 21:38 Heimir Guðjónsson var svekktur út í sína menn í kvöld og mátti vera það. Vísir / Anton Brink FH laut í gras fyrir Fram í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld og sitja að henni lokinni í fallsæti. Þjálfari liðsins, Heimir Guðjónsson, var ómyrkur í máli um það hvað hans menn þurfa að fara að gera svo ekki illa fari. Heimir var beðinn um að fara yfir leikinn að honum loknum og var ekki mikið sem hann gat verið ánægður með. „Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en við hleypum Fram í það sem þeir eru góðir í. Við töpuðum boltum á slæmum stöðum og þeir eru góðir í að skipta úr vörn í sókn og við fengum á okkur mark. Eftir það var bara eitt lið á vellinum og það var Fram og við vorum heppnir að sleppa með 1-0 inn í hálfleik. Mér fannst við þó í seinni hálfleik við sýna smá karakter og við reyndum. Markvörðurinn þeirra átti einhverjar þrjár heimsklassa markvörslur. Við náttúrlega gáfum aukaspyrnu á slæmum stað og vorum ekki klárir í frákastið og þannig varð staðan 2-0 en við héldum áfram. Fyrri hálfleikurinn bara svakaleg vonbrigði.“ Heimir var þá spurður nánar út í mörkin sem FH fékk á sig en frá bæjardyrum blaðamannsins voru menn að gleyma sér í bæði skiptin. Var það nokkuð ósanngjarnt mat? „Nei ég meina þetta eru búin að vera vandræðin hjá okkur síðustu ár. Við náum ekki að halda einbeitingu út allan leikinn og erum of mikið að horfa á leikinn í staðinn fyrir að spila leikinn og það kann ekki góðri lukku að stýra.“ Nú eru 11 umferðir búnar og í gamla daga hefði það verið helmingurinn af Íslandsmótinu og FH situr í fallsæti. Eru miklar áhyggjur af ástandinu? „Nei eins og þú segir þá eru 11 umferðir eftir og eftir 22 umferðir ræðst ekki hvort lið falla eða ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að fara að gera betur og átta okkur á því hvar styrkleikarnir okkar liggja. Við höfum sýnt það að þegar við stöndum saman í þessu og gerum þetta sem lið þá erum við ansi gott fótboltalið. En þegar við mætum eins og í dag, 11 einstaklingar, sérstaklega þegar við fáum á okkur markið þá bara töpum við öllum leikjum. Þetta er ekkert flókið. Við, ég og allir í kringum þetta, þurfum að fara að líta í eigin barm og bara gera betur.“ Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - FH 2-0 | Fram nýtti færin gegn FH í kvöld Fram náði í góðan heimasigur gegn FH í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Það mætti tala um að frammistaðan hafi verið þroskuð en vörnin var þétt og færanýtingin góð. Leikar enduðu 2-0, Fram færist nær efri helmingnum en FH dettur niður í fallsæti. 15. júní 2025 18:33 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Heimir var beðinn um að fara yfir leikinn að honum loknum og var ekki mikið sem hann gat verið ánægður með. „Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en við hleypum Fram í það sem þeir eru góðir í. Við töpuðum boltum á slæmum stöðum og þeir eru góðir í að skipta úr vörn í sókn og við fengum á okkur mark. Eftir það var bara eitt lið á vellinum og það var Fram og við vorum heppnir að sleppa með 1-0 inn í hálfleik. Mér fannst við þó í seinni hálfleik við sýna smá karakter og við reyndum. Markvörðurinn þeirra átti einhverjar þrjár heimsklassa markvörslur. Við náttúrlega gáfum aukaspyrnu á slæmum stað og vorum ekki klárir í frákastið og þannig varð staðan 2-0 en við héldum áfram. Fyrri hálfleikurinn bara svakaleg vonbrigði.“ Heimir var þá spurður nánar út í mörkin sem FH fékk á sig en frá bæjardyrum blaðamannsins voru menn að gleyma sér í bæði skiptin. Var það nokkuð ósanngjarnt mat? „Nei ég meina þetta eru búin að vera vandræðin hjá okkur síðustu ár. Við náum ekki að halda einbeitingu út allan leikinn og erum of mikið að horfa á leikinn í staðinn fyrir að spila leikinn og það kann ekki góðri lukku að stýra.“ Nú eru 11 umferðir búnar og í gamla daga hefði það verið helmingurinn af Íslandsmótinu og FH situr í fallsæti. Eru miklar áhyggjur af ástandinu? „Nei eins og þú segir þá eru 11 umferðir eftir og eftir 22 umferðir ræðst ekki hvort lið falla eða ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að fara að gera betur og átta okkur á því hvar styrkleikarnir okkar liggja. Við höfum sýnt það að þegar við stöndum saman í þessu og gerum þetta sem lið þá erum við ansi gott fótboltalið. En þegar við mætum eins og í dag, 11 einstaklingar, sérstaklega þegar við fáum á okkur markið þá bara töpum við öllum leikjum. Þetta er ekkert flókið. Við, ég og allir í kringum þetta, þurfum að fara að líta í eigin barm og bara gera betur.“
Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - FH 2-0 | Fram nýtti færin gegn FH í kvöld Fram náði í góðan heimasigur gegn FH í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Það mætti tala um að frammistaðan hafi verið þroskuð en vörnin var þétt og færanýtingin góð. Leikar enduðu 2-0, Fram færist nær efri helmingnum en FH dettur niður í fallsæti. 15. júní 2025 18:33 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Leik lokið: Fram - FH 2-0 | Fram nýtti færin gegn FH í kvöld Fram náði í góðan heimasigur gegn FH í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Það mætti tala um að frammistaðan hafi verið þroskuð en vörnin var þétt og færanýtingin góð. Leikar enduðu 2-0, Fram færist nær efri helmingnum en FH dettur niður í fallsæti. 15. júní 2025 18:33