FL Group íhugar olíuinnflutning 29. apríl 2005 00:01 Stærsti kaupandi eldsneytis á landinu íhugar að hefja innflutning sjálfur og hefur fest sér lóð fyrir birgðastöð. Forsvarsmenn FL Group útiloka ekki að hefja sölu á flugvélabensíni til annarra flugfélaga. FL Group hefur sótt um rúmlega 30 þúsund fermetra lóð á hafnarsvæði Helguvíkur í Reykjanesbæ. Þar mun fyrirhuguð eldsneytisbirgðastöð rísa og úr stöðinni mun liggja bensínleiðsla beint upp á Keflavíkurflugvöll. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, segir að með þessu sé fyritækið að reyna að lækka kostnað og koma til móts við lækkandi verð á farmiðum. Verið sé að skoða hvaða möguleikar séu í stöðunni og þetta sé fyrsta skrefið. Ragnhildur segir að verið sé að skoða innflutning á bensíni fyrir flugvélar FL Group. Aðspurð hvort félagið hyggist selja bensín til annarra félaga segir Ragnhildur að það muni félagið skoða ef það verði komið með alla uppbyggingu fyrir það. Þetta sé samt fyrst og fremst hugsað sem hagræðing fyrir FL Group. Fyrir olíufélögin þá munar um þessi olíuviðskipti. Ragnhildur segir að flugfélagið noti um 20 prósent af öllu eldsneyti sem notað sé í landinu. Stöðugur straumur er af bensínflutningabílum til Keflavíkur og það er ljóst að með birgðastöðinni minnkar bæði slysahætta og álagið á Reykjanesbrautinni. Ragnhildur segir að nú sé eldsneytið flutt inn til Örfiriseyjar og keyrt til Keflavíkur. Þangað fari 5000-6000 bílar með eldsneyti á hverju ári, en flutningskostnaðurinn sé mikill og þá þurfi að horfa til umhverfis- og slysahættu. Samkeppnisstofnun hefur sýnt fram á að Flugleiðir töpuðu verulegu fé á ólögmætu samráði olíufélaganna. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi segir mögulegt að félagið höfði skaðabótamál á hendur olíufélögunum. Ljóst er að ef FL Group fer að flytja sjálft inn eldsneyti minnkar kakan hjá olíufélögunum. Aðspurð hvort verið sé að gefa þeim langt nef segir Ragnhildur að félagið sé fyrst og fremst að hugsa um sinn hag og að reksturinn verði sem hagkvæmastur. Í skýrslu um samráð olíufélaganna er minnst á Flugleiðir. Aðspurð hvort innflutningurinn séu viðbrögð við þeirri skýrslu segir Ragnhildur að svo sé ekki. Aðeins sé verið að leita leiða til að reka fyrirtækið betur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Stærsti kaupandi eldsneytis á landinu íhugar að hefja innflutning sjálfur og hefur fest sér lóð fyrir birgðastöð. Forsvarsmenn FL Group útiloka ekki að hefja sölu á flugvélabensíni til annarra flugfélaga. FL Group hefur sótt um rúmlega 30 þúsund fermetra lóð á hafnarsvæði Helguvíkur í Reykjanesbæ. Þar mun fyrirhuguð eldsneytisbirgðastöð rísa og úr stöðinni mun liggja bensínleiðsla beint upp á Keflavíkurflugvöll. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, segir að með þessu sé fyritækið að reyna að lækka kostnað og koma til móts við lækkandi verð á farmiðum. Verið sé að skoða hvaða möguleikar séu í stöðunni og þetta sé fyrsta skrefið. Ragnhildur segir að verið sé að skoða innflutning á bensíni fyrir flugvélar FL Group. Aðspurð hvort félagið hyggist selja bensín til annarra félaga segir Ragnhildur að það muni félagið skoða ef það verði komið með alla uppbyggingu fyrir það. Þetta sé samt fyrst og fremst hugsað sem hagræðing fyrir FL Group. Fyrir olíufélögin þá munar um þessi olíuviðskipti. Ragnhildur segir að flugfélagið noti um 20 prósent af öllu eldsneyti sem notað sé í landinu. Stöðugur straumur er af bensínflutningabílum til Keflavíkur og það er ljóst að með birgðastöðinni minnkar bæði slysahætta og álagið á Reykjanesbrautinni. Ragnhildur segir að nú sé eldsneytið flutt inn til Örfiriseyjar og keyrt til Keflavíkur. Þangað fari 5000-6000 bílar með eldsneyti á hverju ári, en flutningskostnaðurinn sé mikill og þá þurfi að horfa til umhverfis- og slysahættu. Samkeppnisstofnun hefur sýnt fram á að Flugleiðir töpuðu verulegu fé á ólögmætu samráði olíufélaganna. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi segir mögulegt að félagið höfði skaðabótamál á hendur olíufélögunum. Ljóst er að ef FL Group fer að flytja sjálft inn eldsneyti minnkar kakan hjá olíufélögunum. Aðspurð hvort verið sé að gefa þeim langt nef segir Ragnhildur að félagið sé fyrst og fremst að hugsa um sinn hag og að reksturinn verði sem hagkvæmastur. Í skýrslu um samráð olíufélaganna er minnst á Flugleiðir. Aðspurð hvort innflutningurinn séu viðbrögð við þeirri skýrslu segir Ragnhildur að svo sé ekki. Aðeins sé verið að leita leiða til að reka fyrirtækið betur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent