Mælir með áfrýjun tóbaksdóms 29. apríl 2005 00:01 Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður ætlar að mæla með því við umbjóðendur sína, JT International og Sölva Óskarsson sem rekur tóbaksverslunina Björk, að áfrýjað verði til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á miðvikudag. Hann býst við ákvörðun um það innan nokkurra vikna. Héraðsdómur hafnaði því að stilla mætti út tóbaksvörum í versluninni Björk, eða birta viðskiptalegar upplýsingar um vörur JT Internationar í fjölmiðlum, en þær eru meðal annars sígarettutegundirnar Camel, Salem, Winston, Mild Seven og Gold Coast. "Dómurinn er hins vegar sigur fyrir stefnendur að því leyti að hann tekur til greina kröfuna um að framleiðendur megi senda smásala svokallaðar staðreyndaupplýsingar um tóbaksvöruna," segir Hróbjartur, en þær gætu átt við um breytingar í samræmi við Evróputilskipanir, pakkningar, vörumerki, eða annað slíkt. "Dómurinn byggir annars á því að sýnileiki tóbaks á sölustað leiði til aukinnar verslunar og þar af leiðandi aukinnar neyslu, jafnvel þótt engin gögn hafi verið lögð fram um að sýnileiki tóbaksvara, með mjög áberandi viðvörunarmerkingum, hafi minni forvarnir í för með sér en það að fela tóbakið," segir Hróbjartur. "Þá má ef til vill líka segja að í ljósi aukins vægis varúðarmerkinga á tóbakspökkum, eins og Evrópureglur kveða á um, sé ósamræmi í því að fela vöruna þannig að varúðarmerkið sjáist ekki fyrr en búið er að kaupa vöruna." Hann segir dóminn ekki fjalla um hvort meðalhófs hafi verið gætt og hvort ástæða hafi verið til að gera greinarmun á tóbakssölu í matvöruverslunum eða sértækri tóbaksverslun eins og Björk. "Þá hafnar dómurinn því að JT megi birta viðskiptaupplýsingar um tóbaksvörur í fjölmiðlum og telur ákvæði sem banna umfjöllun, nema til að fjalla um skaðsemi reykninga, ekki teljast vera ritskoðun. Ég er algjörlega ósammála dómnum hvað þetta varðar," segir hann og telur önnur lönd ekki hafa gengið jafn langt, auk þess sem ekki hafi verið tekið til þess í dómnum hvort reglur Evrópska efnahagssvæðisins hafi verið brotnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður ætlar að mæla með því við umbjóðendur sína, JT International og Sölva Óskarsson sem rekur tóbaksverslunina Björk, að áfrýjað verði til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á miðvikudag. Hann býst við ákvörðun um það innan nokkurra vikna. Héraðsdómur hafnaði því að stilla mætti út tóbaksvörum í versluninni Björk, eða birta viðskiptalegar upplýsingar um vörur JT Internationar í fjölmiðlum, en þær eru meðal annars sígarettutegundirnar Camel, Salem, Winston, Mild Seven og Gold Coast. "Dómurinn er hins vegar sigur fyrir stefnendur að því leyti að hann tekur til greina kröfuna um að framleiðendur megi senda smásala svokallaðar staðreyndaupplýsingar um tóbaksvöruna," segir Hróbjartur, en þær gætu átt við um breytingar í samræmi við Evróputilskipanir, pakkningar, vörumerki, eða annað slíkt. "Dómurinn byggir annars á því að sýnileiki tóbaks á sölustað leiði til aukinnar verslunar og þar af leiðandi aukinnar neyslu, jafnvel þótt engin gögn hafi verið lögð fram um að sýnileiki tóbaksvara, með mjög áberandi viðvörunarmerkingum, hafi minni forvarnir í för með sér en það að fela tóbakið," segir Hróbjartur. "Þá má ef til vill líka segja að í ljósi aukins vægis varúðarmerkinga á tóbakspökkum, eins og Evrópureglur kveða á um, sé ósamræmi í því að fela vöruna þannig að varúðarmerkið sjáist ekki fyrr en búið er að kaupa vöruna." Hann segir dóminn ekki fjalla um hvort meðalhófs hafi verið gætt og hvort ástæða hafi verið til að gera greinarmun á tóbakssölu í matvöruverslunum eða sértækri tóbaksverslun eins og Björk. "Þá hafnar dómurinn því að JT megi birta viðskiptaupplýsingar um tóbaksvörur í fjölmiðlum og telur ákvæði sem banna umfjöllun, nema til að fjalla um skaðsemi reykninga, ekki teljast vera ritskoðun. Ég er algjörlega ósammála dómnum hvað þetta varðar," segir hann og telur önnur lönd ekki hafa gengið jafn langt, auk þess sem ekki hafi verið tekið til þess í dómnum hvort reglur Evrópska efnahagssvæðisins hafi verið brotnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira