Innlent

Áform FL Group hafi mikla þýðingu

MYND/E.Ól
Það hefði gríðarlega þýðingu fyrir atvinnustarfsemi á Suðurnesjum og framtíð alþjóðaflugvallarins í Keflavík ef FL Group lætur verða af áformum um eigin innflutning á flugvélaeldsneyti, segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöld að FL Group, sem er stærsti eldsneytiskaupandi landsins með um tuttugu prósenta hlut af markaði, hefði fest sér lóð fyrir birgðastöð í Helguvík og ætlaði að hefja innflutning á flugvélaeldsneyti. Þá greindi Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, frá því að ekki væri útilokað að félagið seldi öðrum félögum eldsneyti. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir af framkvæmdunum verði verði það gríðarleg styrking fyrir alþjóðaflugvöllinn í Keflavík og Suðurnes í heild sinni. Þetta staðfesti Helguvík og hlutverk hennar, en þar verði hægt að koma upp olíubirgðastöð og þar séu einnig aðstæður fyrir verksmiðjur og ýmsa þjónustu. Málin séu að fara á fulla ferð. Aðspurður hvort hann reikni með að starfsemi aukist með tilkomu eldsneytisbirgðastöðvar segir Árni að miðað við það sem rætt hafi verið um sé augljóst að fram undan séu mjög spennandi verkefni hjá FL Group og Suðurnesjamenn muni sannarlega taka þátt í þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×