Barcelona og Magdeburg unnu 30. apríl 2005 00:01 Barcelona hefur vænlega stöðu fyrir síðari leikinn í úrsliteinvígi Meistarakeppni Evrópu í handbolta gegn Ólafi Stefánssyni og félögum í Ciudad Real eftir aðeins eins marks tap í Madríd í gær. Lokatölur urðu 28-27 í frábærum handboltaleik en síðari leikurinn fer fram í Barcelona að viku liðinni. Heimavöllur liðsins er gríðarlega öflugur og tapar liðið venjulega ekki þar jafnvel þó að andstæðingarnir séu firnasterkt lið á borð við Ciudad. Hins vegar ber að geta að Ciudad vann Barcelona á útivelli í spænsku deildinni um síðustu helgi með tveimur mörkum og það er ekkert sem mælir gegn því að liðið geti endurtekið leikinn. Ólafur Stefánsson hefur oft leikið betur með Ciudad en í gær, en hann skoraði þrjú mörk og þar af kom eitt þeirra úr víti. Hussein Zagi var markahæstur Ciudad með fimm mörk en hjá Barcelona var spænski landsliðsmaðurinn Iker Romero atkvæðamestur með sjö mörk. Þá var einnig leikið í úrslitum EHF-keppninnar í handbolta þar sem Íslendingaliðin Magdeburg og Essen áttust við. Það er skemmst frá því að segja að Magdeburg, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, vann öruggan átta marka sigur, 30-22, á heimavelli sínum og þarf mikið að gerast til að liðið missi niður þetta forskot í síðari leiknum sem fram fer í Essen um næstu helgi. Sigfús Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg en hann lék að mestu aðeins í vörninni. Arnór Atlason komst ekki á blað en markahæstur var Karol Bielecki með 10 mörk. Guðjón Valur Sigurðsson átti ágætis dag fyrir Essen og skoraði fjögur mörk. Íslenski handboltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira
Barcelona hefur vænlega stöðu fyrir síðari leikinn í úrsliteinvígi Meistarakeppni Evrópu í handbolta gegn Ólafi Stefánssyni og félögum í Ciudad Real eftir aðeins eins marks tap í Madríd í gær. Lokatölur urðu 28-27 í frábærum handboltaleik en síðari leikurinn fer fram í Barcelona að viku liðinni. Heimavöllur liðsins er gríðarlega öflugur og tapar liðið venjulega ekki þar jafnvel þó að andstæðingarnir séu firnasterkt lið á borð við Ciudad. Hins vegar ber að geta að Ciudad vann Barcelona á útivelli í spænsku deildinni um síðustu helgi með tveimur mörkum og það er ekkert sem mælir gegn því að liðið geti endurtekið leikinn. Ólafur Stefánsson hefur oft leikið betur með Ciudad en í gær, en hann skoraði þrjú mörk og þar af kom eitt þeirra úr víti. Hussein Zagi var markahæstur Ciudad með fimm mörk en hjá Barcelona var spænski landsliðsmaðurinn Iker Romero atkvæðamestur með sjö mörk. Þá var einnig leikið í úrslitum EHF-keppninnar í handbolta þar sem Íslendingaliðin Magdeburg og Essen áttust við. Það er skemmst frá því að segja að Magdeburg, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, vann öruggan átta marka sigur, 30-22, á heimavelli sínum og þarf mikið að gerast til að liðið missi niður þetta forskot í síðari leiknum sem fram fer í Essen um næstu helgi. Sigfús Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg en hann lék að mestu aðeins í vörninni. Arnór Atlason komst ekki á blað en markahæstur var Karol Bielecki með 10 mörk. Guðjón Valur Sigurðsson átti ágætis dag fyrir Essen og skoraði fjögur mörk.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira