Innlent

Hrikalega óréttlátur skattur

Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, ætlar að ná samstöðu meðal þingflokka um að frumvarp Margrét Frímannsdóttur um afnám stimpilgjalds við endurfjármögnun lána verði lögfest fyrir sumarfrí Alþingis, eins og sagt var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. "Ég er mjög glöð með þetta og ég hef trú á því að Pétur nái frumvarpinu í gegn því hann er mjög fylginn sér. Ég vil náttúrlega að stimpilgjöld verði afnumin í heild sinni því það er mikil kjarabót fyrir bæði fjölskyldur og fyrirtæki. Stimpilgjöld eru hrikalega óréttlátur skattur en þetta er spor í rétta átt," segir Margrét Frímannsdóttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×