Undrast synjun Húnvetninga 1. maí 2005 00:01 Bæjarstjórinn á Akureyri lýsir undrun yfir synjun Austur-Húnvetninga á ósk Vegagerðar um styttingu hringvegarins fram hjá Blönduósi. Krafa samfélagsins sé að stytta leiðir sem mest, ekki síst til að lækka flutningskostnað. Vegagerðin hefur óskað eftir því að gert verði ráð fyrir nýju vegarstæði hringvegarins í svæðisskipulagi sem sveitarfélög í Austur-Húnaþingi vinna að. Með því myndi hringvegurinn styttast um fimmtán kílómetra. Austur-Húnvetningar sjá sér ekki fært að verða við óskum Vegagerðarinnar. Rökin eru þau að það sé samdóma álit heimamanna að lega hringvegar sé á allan hátt farsælust fyrir héraðið um Blönduós. Blönduós sé aðalþjónustukjarni og miðstöð héraðsins. En hver eru viðbrögð bæjarstjórans á Akureyri við þessari neitun Húnvetninga? Kristján Þór Júlíusson segist undrandi á synjuninni. Það hljóti að vera markmið að lækka flutningskostnað með því að stytta vegalengdir og tíma milli staða í samfélaginu öllu. Þær hugmyndir sem hafi verið uppi um að stytta leiðir milli höfuðborgarsvæðisins og annarra landshluta gangi út á það að stytta vegalengdir sem mest og því komi þetta á óvart. Hann segir að slík stytting snúist ekki bara um hagsmuni Akureyringa. Fólk komi einnig að sunnan og úr öðrum landshlutum og fari um þjóðveg eitt og ætíð sé verið að leita skemmstu leiða milli staða, en nýlega hafi t.d. verið rætt um Sundabraut á höfuðborgarsvæðinu. Þetta gangi því þvert gegn þeim áherslum sem uppi séu í samfélaginu nú. Bæjarstjórinn segist talsmaður enn frekari styttinga með hálendisvegum. Hann segist einnig hafa orðið var við áhuga fyrir þeim hugmyndum á Suðurlandi, meðal annars til að stytta leiðina á milli Norður- og Suðurlands og tengja þar með ferðaþjónustu inn í þetta sitt hvorum megin hálendis. Þessar hugmyndir séu uppi í samfélaginu og þær beri að skoða fordómalaust. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Fleiri fréttir Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Sjá meira
Bæjarstjórinn á Akureyri lýsir undrun yfir synjun Austur-Húnvetninga á ósk Vegagerðar um styttingu hringvegarins fram hjá Blönduósi. Krafa samfélagsins sé að stytta leiðir sem mest, ekki síst til að lækka flutningskostnað. Vegagerðin hefur óskað eftir því að gert verði ráð fyrir nýju vegarstæði hringvegarins í svæðisskipulagi sem sveitarfélög í Austur-Húnaþingi vinna að. Með því myndi hringvegurinn styttast um fimmtán kílómetra. Austur-Húnvetningar sjá sér ekki fært að verða við óskum Vegagerðarinnar. Rökin eru þau að það sé samdóma álit heimamanna að lega hringvegar sé á allan hátt farsælust fyrir héraðið um Blönduós. Blönduós sé aðalþjónustukjarni og miðstöð héraðsins. En hver eru viðbrögð bæjarstjórans á Akureyri við þessari neitun Húnvetninga? Kristján Þór Júlíusson segist undrandi á synjuninni. Það hljóti að vera markmið að lækka flutningskostnað með því að stytta vegalengdir og tíma milli staða í samfélaginu öllu. Þær hugmyndir sem hafi verið uppi um að stytta leiðir milli höfuðborgarsvæðisins og annarra landshluta gangi út á það að stytta vegalengdir sem mest og því komi þetta á óvart. Hann segir að slík stytting snúist ekki bara um hagsmuni Akureyringa. Fólk komi einnig að sunnan og úr öðrum landshlutum og fari um þjóðveg eitt og ætíð sé verið að leita skemmstu leiða milli staða, en nýlega hafi t.d. verið rætt um Sundabraut á höfuðborgarsvæðinu. Þetta gangi því þvert gegn þeim áherslum sem uppi séu í samfélaginu nú. Bæjarstjórinn segist talsmaður enn frekari styttinga með hálendisvegum. Hann segist einnig hafa orðið var við áhuga fyrir þeim hugmyndum á Suðurlandi, meðal annars til að stytta leiðina á milli Norður- og Suðurlands og tengja þar með ferðaþjónustu inn í þetta sitt hvorum megin hálendis. Þessar hugmyndir séu uppi í samfélaginu og þær beri að skoða fordómalaust.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Fleiri fréttir Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Sjá meira