Bresk tískukeðja í Kauphöllina 1. maí 2005 00:01 Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions sem er meðal annars í eigu Baugs og KB banka hyggur á hlutafjárútboð hér á landi og skráningu í Kauphöll Íslands í beinu framhaldi. Það yrði fyrsta skráning félags af erlendum uppruna hérlendis. Mosaic hyggst afla 4,8 milljarða króna í útboðinu og selja hlutina til fagfjárfesta og almennings. Hagnaður Mosaic fyrir afskriftir og fjármangsliði eða EBITDA, var 6,3 milljarðar og miðað við þá upphæð má gera ráð fyrir að félagið verði í hópi átta stærstu félaga Kauphallarinnar með markaðsvirði yfir 30 milljarða króna. Mosaic rekur 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi, en félagið hefur á undanförnum misserum verið að sækja fram á alþjóðamarkaði og rekur nú verslanir undir merkjum Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles víða um heim. Derek Lovelock, forstjóri Mosaic og einn eigenda, segir marga kosti liggja í því fyrir Mosaic að skrá sig hér á landi. "Við yrðum frekar stórir á markaði hér miðað við það sem við værum í Bretlandi og mikil viðskipti með bréfin." Baugur keypti Oasis ásamt stjórnendum félagsins árið 2003 og hefur félagið verið í örum vexti og ræður nú fjórum vörumerkjum. Derek segir að auk þess sem fjögur merki geti samnýtt stoðdeildir, þá felist einnig áhættudreifing í fjölda vörumerkjanna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar fagnar áhuga Mosaic á skráningu hér á landi. Hann segir tilkomu Mosaic viðurkenningu á gæðum markaðarins hér, auk þess sem hún veki athygli erlendra fjárfesta og fyrirtækja á Kauphöllinni. Stefnt er að skráningu Mosaic fyrir júnílok. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions sem er meðal annars í eigu Baugs og KB banka hyggur á hlutafjárútboð hér á landi og skráningu í Kauphöll Íslands í beinu framhaldi. Það yrði fyrsta skráning félags af erlendum uppruna hérlendis. Mosaic hyggst afla 4,8 milljarða króna í útboðinu og selja hlutina til fagfjárfesta og almennings. Hagnaður Mosaic fyrir afskriftir og fjármangsliði eða EBITDA, var 6,3 milljarðar og miðað við þá upphæð má gera ráð fyrir að félagið verði í hópi átta stærstu félaga Kauphallarinnar með markaðsvirði yfir 30 milljarða króna. Mosaic rekur 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi, en félagið hefur á undanförnum misserum verið að sækja fram á alþjóðamarkaði og rekur nú verslanir undir merkjum Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles víða um heim. Derek Lovelock, forstjóri Mosaic og einn eigenda, segir marga kosti liggja í því fyrir Mosaic að skrá sig hér á landi. "Við yrðum frekar stórir á markaði hér miðað við það sem við værum í Bretlandi og mikil viðskipti með bréfin." Baugur keypti Oasis ásamt stjórnendum félagsins árið 2003 og hefur félagið verið í örum vexti og ræður nú fjórum vörumerkjum. Derek segir að auk þess sem fjögur merki geti samnýtt stoðdeildir, þá felist einnig áhættudreifing í fjölda vörumerkjanna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar fagnar áhuga Mosaic á skráningu hér á landi. Hann segir tilkomu Mosaic viðurkenningu á gæðum markaðarins hér, auk þess sem hún veki athygli erlendra fjárfesta og fyrirtækja á Kauphöllinni. Stefnt er að skráningu Mosaic fyrir júnílok.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira