Herör gegn ólöglegu vinnuafli 2. maí 2005 00:01 "Takmarkið er að útrýma ólöglegu vinnuafli hér á landi með öllum þeim ráðum sem við höfum," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Sambandið hefur í samstarfi við sín aðildarfélög sett af stað sérstakt átak, Einn réttur - ekkert svindl, gegn þeim atvinnurekendum sem misnota erlent vinnuafl til að skapa sér samkeppnisforskot. Hefur þeim fjölgað til muna hérlendis sem ráða til margvíslegra starfa fólk erlendis frá og oftast nær á mun lægri launakjörum en hér tíðkast. Hefur verkalýðshreyfingin gagnrýnt stjórnvöld fyrir hægagang gagnvart þeim er brjóta lög með þeim hætti og vonast er til að hugarfarsbreyting verði á æðstu stöðum með þessu framtaki. Grétar segir ekki veita af því það erlenda vinnuafl sem hér vinnur fyrir brot af þeim launum sem Íslendingar fá sé ógn við það samfélag sem landinn býr við. "Félagsleg undirboð af þessum toga ógna því samfélagi sem við höfum barist í áratugi við að koma á fót og með þessu átaki er ætlunin að bregðast við. Það höfum við verið að gera hingað til en nú skerum við upp herör gegn starfsemi af þessu tagi og höfum til að mynda sérstaklega ráðið tvo aðila til þess að vinna að átakinu. Þeirra hlutverk verður fyrst og fremst kynning og eftirlit en einnig að uppræta ólöglega atvinnustarfssemi og félagsleg undirboð með því að koma upplýsingum um slíkt á framfæri við stjórnvöld." Alþýðusambandið hefur af þessu tilefni gefið út upplýsingabæklinga fyrir erlent verkafólk en einnig upplýsingar um erlent vinnuafl fyrir þá atvinnurekendur sem margir hverjir þekkja ekki hvaða lög gilda um erlenda starfsmenn. Grétar segist vona að átak sem þetta dugi til að stemma stigu við þeirri fjölgun ólöglegra starfsmanna sem raun virðist vera á hér á landi en ekkert er vitað um raunverulegt umfang þess á landsvísu. "Þegar árið er liðið förum við yfir stöðuna og hverju átakið hefur skilað og höldum því áfram ef ástæða þykir til." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
"Takmarkið er að útrýma ólöglegu vinnuafli hér á landi með öllum þeim ráðum sem við höfum," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Sambandið hefur í samstarfi við sín aðildarfélög sett af stað sérstakt átak, Einn réttur - ekkert svindl, gegn þeim atvinnurekendum sem misnota erlent vinnuafl til að skapa sér samkeppnisforskot. Hefur þeim fjölgað til muna hérlendis sem ráða til margvíslegra starfa fólk erlendis frá og oftast nær á mun lægri launakjörum en hér tíðkast. Hefur verkalýðshreyfingin gagnrýnt stjórnvöld fyrir hægagang gagnvart þeim er brjóta lög með þeim hætti og vonast er til að hugarfarsbreyting verði á æðstu stöðum með þessu framtaki. Grétar segir ekki veita af því það erlenda vinnuafl sem hér vinnur fyrir brot af þeim launum sem Íslendingar fá sé ógn við það samfélag sem landinn býr við. "Félagsleg undirboð af þessum toga ógna því samfélagi sem við höfum barist í áratugi við að koma á fót og með þessu átaki er ætlunin að bregðast við. Það höfum við verið að gera hingað til en nú skerum við upp herör gegn starfsemi af þessu tagi og höfum til að mynda sérstaklega ráðið tvo aðila til þess að vinna að átakinu. Þeirra hlutverk verður fyrst og fremst kynning og eftirlit en einnig að uppræta ólöglega atvinnustarfssemi og félagsleg undirboð með því að koma upplýsingum um slíkt á framfæri við stjórnvöld." Alþýðusambandið hefur af þessu tilefni gefið út upplýsingabæklinga fyrir erlent verkafólk en einnig upplýsingar um erlent vinnuafl fyrir þá atvinnurekendur sem margir hverjir þekkja ekki hvaða lög gilda um erlenda starfsmenn. Grétar segist vona að átak sem þetta dugi til að stemma stigu við þeirri fjölgun ólöglegra starfsmanna sem raun virðist vera á hér á landi en ekkert er vitað um raunverulegt umfang þess á landsvísu. "Þegar árið er liðið förum við yfir stöðuna og hverju átakið hefur skilað og höldum því áfram ef ástæða þykir til."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira