Ekki sóttir til saka vegna klúðurs 4. maí 2005 00:01 Klúður þýskra yfirvalda og ónógur rökstuðningur íslensku lögreglunnar veldur því að tveir Íslendingar sem handteknir voru vegna smygls á miklu magni af marijúana og kókaíni verða ekki sóttir til saka. Málið vakti mikla athygli í Þýskalandi og hefur haft áhrif á þýska réttarsögu. Upphaflega höfðu íslensk lögregluyfirvöld samband við kollega sína í Þýskalandi þar sem sterkur grunur lék á því að menn úr áhöfn skipulegðu eiturlyfjasmygl. Tollgæslan í Bremerhaven hafði því nákvæmt eftirlit með Hauki ÍS í höfn, fylgdist með mannaferðum og leitaði vísbendinga sem bentu til smygls. Ekkert grunsamlegt fannst. Þegar að því kom að Haukur léti úr höfn ákvað tollgæslan hins vegar að láta til skarar skríða og leita um borð. Við leitina fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins magn af marijúana. Tveir Íslendingar voru úrskurðaðir í hálfs árs gæsluvarðhald. Verjandi mótmælti og sagði leitina ólöglega og var tollurinn beðinn um að greina frá ástæðum eftirlitsins. Í ljós kom að íslensk lögregluyfirvöld rökstuddu sterkan grun sinn með því að Haukur hafði yfirgefið íslenska landhelgi án þess að láta vita af ferðum sínum auk þess sem átta af tólf í áhöfn höfðu lent í kasti við lögin. En fyrir um hálfum mánuði var skipverjunum báðum sleppt. Ástæðan: Héraðsdómur í Bremerhaven komst að þeirri niðurstöðu að leit tollsins hefði verið ólögleg og þannig verði ekki hægt að nota fíkniefnin sem fundust sem sönnunargögn. Samkvæmt þýskum lögum þarf úrskurð dómara til að leit fari fram nema að því tilskildu að lögreglumenn á vettvangi telji hættu á að sönnunargögn verði eyðilögð. Dómurinn telur hins vegar að ekki hafi verið hægt að rökstyðja leit um borð í ljósi þess að ekkert grunsamlegt kom fram við eftirlit. Í ofanálag hafi verið leitað í káetum skipverja, en til þess þurfi skilyrðislaust dómsúrskurð eða upplýst leyfi skipverja sem þótti ekki hafa legið fyrir. Eins konar játning annars skipverjans lá fyrir en hún er líka ógild. Horst Wesemann, verjandi hans, segir að skipverjinn eigi að hafa sagt að hann hafi tekið á móti tösku sem þriðji maður hafi átt að fá í hendur. Hann hafi ekki vitað hvað hafi verið í töskunni en komist að því síðar að það voru eiturlyf. Dómstóll hafi síðar komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti styðjast við þessa játningu því lögreglan hafi í raun skellt töskunni á borðið og spurt hvað maðurinn hefði að segja um hana. Wesemann segir að ímyndi maður sér að taskan sé ekki lengur til staðar því hún sé ekki lengur hluti af rannsókninni þá megi ekki styðjast við vitnisburð sem hafi komið til vegna töskunnar. Aðspurður hvað þetta þýði fyrir skjólstæðing hans segir Wesemann að í raun sé ekki hægt að halda málinu áfram þar sem saksóknari hafi ekki nein sönnunargögn í höndunum sem megi styðjast við. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Sjá meira
Klúður þýskra yfirvalda og ónógur rökstuðningur íslensku lögreglunnar veldur því að tveir Íslendingar sem handteknir voru vegna smygls á miklu magni af marijúana og kókaíni verða ekki sóttir til saka. Málið vakti mikla athygli í Þýskalandi og hefur haft áhrif á þýska réttarsögu. Upphaflega höfðu íslensk lögregluyfirvöld samband við kollega sína í Þýskalandi þar sem sterkur grunur lék á því að menn úr áhöfn skipulegðu eiturlyfjasmygl. Tollgæslan í Bremerhaven hafði því nákvæmt eftirlit með Hauki ÍS í höfn, fylgdist með mannaferðum og leitaði vísbendinga sem bentu til smygls. Ekkert grunsamlegt fannst. Þegar að því kom að Haukur léti úr höfn ákvað tollgæslan hins vegar að láta til skarar skríða og leita um borð. Við leitina fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins magn af marijúana. Tveir Íslendingar voru úrskurðaðir í hálfs árs gæsluvarðhald. Verjandi mótmælti og sagði leitina ólöglega og var tollurinn beðinn um að greina frá ástæðum eftirlitsins. Í ljós kom að íslensk lögregluyfirvöld rökstuddu sterkan grun sinn með því að Haukur hafði yfirgefið íslenska landhelgi án þess að láta vita af ferðum sínum auk þess sem átta af tólf í áhöfn höfðu lent í kasti við lögin. En fyrir um hálfum mánuði var skipverjunum báðum sleppt. Ástæðan: Héraðsdómur í Bremerhaven komst að þeirri niðurstöðu að leit tollsins hefði verið ólögleg og þannig verði ekki hægt að nota fíkniefnin sem fundust sem sönnunargögn. Samkvæmt þýskum lögum þarf úrskurð dómara til að leit fari fram nema að því tilskildu að lögreglumenn á vettvangi telji hættu á að sönnunargögn verði eyðilögð. Dómurinn telur hins vegar að ekki hafi verið hægt að rökstyðja leit um borð í ljósi þess að ekkert grunsamlegt kom fram við eftirlit. Í ofanálag hafi verið leitað í káetum skipverja, en til þess þurfi skilyrðislaust dómsúrskurð eða upplýst leyfi skipverja sem þótti ekki hafa legið fyrir. Eins konar játning annars skipverjans lá fyrir en hún er líka ógild. Horst Wesemann, verjandi hans, segir að skipverjinn eigi að hafa sagt að hann hafi tekið á móti tösku sem þriðji maður hafi átt að fá í hendur. Hann hafi ekki vitað hvað hafi verið í töskunni en komist að því síðar að það voru eiturlyf. Dómstóll hafi síðar komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti styðjast við þessa játningu því lögreglan hafi í raun skellt töskunni á borðið og spurt hvað maðurinn hefði að segja um hana. Wesemann segir að ímyndi maður sér að taskan sé ekki lengur til staðar því hún sé ekki lengur hluti af rannsókninni þá megi ekki styðjast við vitnisburð sem hafi komið til vegna töskunnar. Aðspurður hvað þetta þýði fyrir skjólstæðing hans segir Wesemann að í raun sé ekki hægt að halda málinu áfram þar sem saksóknari hafi ekki nein sönnunargögn í höndunum sem megi styðjast við.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Sjá meira