Miami 1 - Washington 0 9. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Washington Wizards fengu í gær að vita hverju þeir eiga von á gegn Miami Heat í undanúrslitum austurdeildarinnar. Shaquille O´Neal var í villuvandræðum allan tímann og Dwayne Wade náði sér ekki á strik í leiknum, en Miami vann engu að síður auðveldan 105-86 sigur og hefur tekið forystu, 1-0. Það var ekki síst varamannabekkur Flórídaliðsins sem skóp sigurinn í gær, en varamenn Miami skoruðu 36 stig gegn aðeins fimm stigum varamanna Washington. Lið Miami virkaði á margan hátt hálf ryðgað í leiknum í gærkvöldi, eftir nokkuð góða hvíld frá rimmunni við New Jersey. Liðið náði ágætri forystu, en baráttuglaðir Wizards létu það ekki á sig fá og náðu að jafna leikinn. Það hélt þó ekki lengi, því með varamenn Miami voru mjög drjúgir og þegar Dwayne Wade fann loks fjölina sína, varð ekki aftur snúið. "Allir eru að einbeita sér að Shaq og Wade, svo að það verða alltaf góð tækifæri fyrir okkur hina og við verðum bara að nýta þau," sagði Keyon Dooling, sem hefur verið að leika eins og engill fyrir Miami í úrslitakeppninni og hefur hitt frábærlega. "Við höfum lent undir áður, það er okkur ekkert áfall. Við erum með fullan klefa af strákum sem hafa gaman af að taka áskorunum og munu leggja sig alla fram í þessu einvígi," sagði Larry Hughes, leikmaður Washington eftir leikinn. Shaquille O´Neal talaði ekki við blaðamenn eftir leikinn, en það tók áhorfendur í Miami nákvæmlega 89 sekúndur frá því flautað var til leiks að byrja að hrópa "MVP, MVP," þar sem þeir létu í ljós stuðning sinn við O´Neal, sem þeim þótti eiga skilið að verða valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins. Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 20 stig (7 stoðs, ), Shaq O´Neal 19 stig (7 frák), Keyon Dooling 15 stig, Eddie Jones 12 stig (8 frák), Damon Jones 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (7 frák), Rashual Butler 8 stig, Alonzo Mourning 7 stig, Christian Laettner 6 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 stolnir), Larry Hughes 23 stig (7 frák), Antawn Jamison 13 stig (8 frák), Jared Jeffries 10 stig, Brendan Haywood 10 stig, Etan Thomas 5 stig. NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Sjá meira
Washington Wizards fengu í gær að vita hverju þeir eiga von á gegn Miami Heat í undanúrslitum austurdeildarinnar. Shaquille O´Neal var í villuvandræðum allan tímann og Dwayne Wade náði sér ekki á strik í leiknum, en Miami vann engu að síður auðveldan 105-86 sigur og hefur tekið forystu, 1-0. Það var ekki síst varamannabekkur Flórídaliðsins sem skóp sigurinn í gær, en varamenn Miami skoruðu 36 stig gegn aðeins fimm stigum varamanna Washington. Lið Miami virkaði á margan hátt hálf ryðgað í leiknum í gærkvöldi, eftir nokkuð góða hvíld frá rimmunni við New Jersey. Liðið náði ágætri forystu, en baráttuglaðir Wizards létu það ekki á sig fá og náðu að jafna leikinn. Það hélt þó ekki lengi, því með varamenn Miami voru mjög drjúgir og þegar Dwayne Wade fann loks fjölina sína, varð ekki aftur snúið. "Allir eru að einbeita sér að Shaq og Wade, svo að það verða alltaf góð tækifæri fyrir okkur hina og við verðum bara að nýta þau," sagði Keyon Dooling, sem hefur verið að leika eins og engill fyrir Miami í úrslitakeppninni og hefur hitt frábærlega. "Við höfum lent undir áður, það er okkur ekkert áfall. Við erum með fullan klefa af strákum sem hafa gaman af að taka áskorunum og munu leggja sig alla fram í þessu einvígi," sagði Larry Hughes, leikmaður Washington eftir leikinn. Shaquille O´Neal talaði ekki við blaðamenn eftir leikinn, en það tók áhorfendur í Miami nákvæmlega 89 sekúndur frá því flautað var til leiks að byrja að hrópa "MVP, MVP," þar sem þeir létu í ljós stuðning sinn við O´Neal, sem þeim þótti eiga skilið að verða valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins. Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 20 stig (7 stoðs, ), Shaq O´Neal 19 stig (7 frák), Keyon Dooling 15 stig, Eddie Jones 12 stig (8 frák), Damon Jones 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (7 frák), Rashual Butler 8 stig, Alonzo Mourning 7 stig, Christian Laettner 6 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 stolnir), Larry Hughes 23 stig (7 frák), Antawn Jamison 13 stig (8 frák), Jared Jeffries 10 stig, Brendan Haywood 10 stig, Etan Thomas 5 stig.
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Sjá meira