Innlent

Svik við þúsundir

"Þetta gerist oft og réttlætir ekki að málið sé tekið af dagskrá. Staðreyndin er sú að ekki er pólítískur vilji til þess að samþykkja frumvarpið. Við sem styðjum þetta og þau 15 þúsund sem skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda höfum verið dregin á asnaeyrunum. Endur og hálendisvegur eru forseta þingsins ofar í huga en kynferðisafbrot gegn börnum," segir Ágúst Ólafur. Hópur fólks úr ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna afhenti þingforseta skrifleg mótmæli undir kvöld í gær vegna frestunar á afgreiðslu frumvarpsins til næsta hausts. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar mótmælir harðlega ákvörðun um að fresta afgreiðslu frumvarps um afnám fyrninarfrests í kynferðisafbrotamálum. Hann kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar í gær og vísaði til samkomulags frá því á mánudag þar sem formenn þingflokkanna og forseti alþingis sömdu um þau mál sem skyldi taka af dagskrá. Halldór Blöndal þingforseti kvaðst ekki hafa samið um þetta mál við þingflokksformenn á mánudag. Hann sagði að breytingatillaga hefði verið lögð fram síðast á þriðjudagskvöld og því hefði málið varla getað verið frágengið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×