Mega vinna tímabundið á leyfis 13. október 2005 19:12 Héraðsdómur Austurlands viðurkenndi í dag að tveim lettneskum mönnum hefði verið heimilt að vinna við Kárahnjúka án atvinnuleyfis í tvo mánuði. Verjandi mannanna segir þetta áfellisdóm yfir verkalýðshreyfingunni í landinu. Lettarnir tveir störfuðu fyrir GT verktaka við Kárahnjúka frá byrjun febrúar til 11. apríl. Þeir störfuðu hjá fyrirtækinu á forsendum þjónustusamnings sem gerður var við starfsmannaleiguna Vislandia í Lettlandi og var þeim gefið að sök að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að vinna hér án atvinnuleyfis. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að um rétt Lettana til að vinna á Íslandi hafi gilt ákvæði um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið hér á landi á vegum erlendra fyrirtækja. Öllum borgurum ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu sé heimilt að starfa hér tímabundið vegna þjónustuviðskipta. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að með dómnum sé kennisetningum Vinnumálastofnunar og verkalýðshreyfingarinnar um þessi mál kollvarpað og samkvæmt dóminum geti allir ríkisborgarar innan EES, hvort sem það eru gömul eða ný ríki, starfað á Íslandi án atvinnuleyfis. Sveinn segir hugsanlegt að nú færist það í vöxt að hingað komi fólk frá öðrum löndum Evrópu til að starfa hér um skemmri tíma. Það sé einfaldlega þannig að fólk annars staðar frá Evrópu megi koma hingað til að starfa í þrjá mánuði eða skemur. Þá telur hann að í ljósi dómsins í dag sé rétt að endurskoða nýlegan dóm yfir tveim útlendingum á Suðurlandi. Honum finnst enn fremur að dómurinn í dag sé áfellisdómur yfir ákæruvaldið á Suðurlandi þar sem menn hafi verið dæmdir verjendalausir fyrir nákvæmlega sömu sakagiftir og þeir séu eftir ítarlega og vandaða málsmeðferð sýknaðir af á Austurlandi. Það sé umhugsunarefni hvort útlendingar fái lakari meðferð í réttarkerfinu en Íslendingar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands viðurkenndi í dag að tveim lettneskum mönnum hefði verið heimilt að vinna við Kárahnjúka án atvinnuleyfis í tvo mánuði. Verjandi mannanna segir þetta áfellisdóm yfir verkalýðshreyfingunni í landinu. Lettarnir tveir störfuðu fyrir GT verktaka við Kárahnjúka frá byrjun febrúar til 11. apríl. Þeir störfuðu hjá fyrirtækinu á forsendum þjónustusamnings sem gerður var við starfsmannaleiguna Vislandia í Lettlandi og var þeim gefið að sök að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að vinna hér án atvinnuleyfis. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að um rétt Lettana til að vinna á Íslandi hafi gilt ákvæði um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið hér á landi á vegum erlendra fyrirtækja. Öllum borgurum ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu sé heimilt að starfa hér tímabundið vegna þjónustuviðskipta. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að með dómnum sé kennisetningum Vinnumálastofnunar og verkalýðshreyfingarinnar um þessi mál kollvarpað og samkvæmt dóminum geti allir ríkisborgarar innan EES, hvort sem það eru gömul eða ný ríki, starfað á Íslandi án atvinnuleyfis. Sveinn segir hugsanlegt að nú færist það í vöxt að hingað komi fólk frá öðrum löndum Evrópu til að starfa hér um skemmri tíma. Það sé einfaldlega þannig að fólk annars staðar frá Evrópu megi koma hingað til að starfa í þrjá mánuði eða skemur. Þá telur hann að í ljósi dómsins í dag sé rétt að endurskoða nýlegan dóm yfir tveim útlendingum á Suðurlandi. Honum finnst enn fremur að dómurinn í dag sé áfellisdómur yfir ákæruvaldið á Suðurlandi þar sem menn hafi verið dæmdir verjendalausir fyrir nákvæmlega sömu sakagiftir og þeir séu eftir ítarlega og vandaða málsmeðferð sýknaðir af á Austurlandi. Það sé umhugsunarefni hvort útlendingar fái lakari meðferð í réttarkerfinu en Íslendingar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira