Detroit 1 - Indiana 2 14. maí 2005 00:01 Þeir segja að lengi lifi í gömlum glæðum og það á svo sannarlega við um Reggie Miller hjá Indiana. Þessi fertugi skotmaður gerði út um þriðja leikinn við Detroit í nótt með góðum leik á lokasekúndunum og tryggði Indiana sigur, 79-74. Bæði lið áttu erfitt uppdráttar í sóknarleiknum í nótt, eins og lokatölurnar bera með sér, en þegar leikurinn er í járnum, leika fáir jafn vel og Reggie Miller hjá Indiana. Miller var stigahæstur leikmanna Indiana í nótt með 17 stig og þrátt fyrir að hitta illa eins og flestir, geigaði hann ekki þegar það skipti mestu máli. Miller hitti úr fjórum vítaskotum og skoraði mikilvæga körfu á síðustu 81 sekúndu leiksins og tryggði sigur Indiana, eftir að meistararnir höfðu gert mikið áhlaup og komist yfir. Heimamenn í Indiana leiddu nær allann leikinn og meistararnir náðu sér aldrei á strik í leiknum. Larry Brown, þjálfari Detroit, var æfur út af dómgæslunni undir lok leiksins og Lindsay Hunter, leikmaður Pistons sem varð fyrir barðinu á Miller á lokasekúndunum, kaus að tjá sig ekki við fjölmiðla að leik loknum af ótta við að verða sektaður fyrir að gagnrýna dómarana. "Þetta var frábær karfa hjá Miller í lokinn, en hvernig fór hann að því að koma sér í svona gott skotfæri?," sagði Brown hundfúll og átti við að hann hefði notað bellibrögð til að hrinda frá sér varnarmanninum. "Við förum heim til Detroit með stöðuna 2-2, það er engin spurning," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem er ekki á þeim buxunum að tapa næsta leik í Indiana. Wallace tók tvö þriggja stiga skot á síðustu mínútunum sem geiguðu og gáfu Indiana færi á að vinna leikinn. Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 17 stig, Jamaal Tinsley 16 stig (6 stoðs), Anthony Johnson 9 stig, Jeff Foster 8 stig (12 frák), Jermaine O´Neal 8 stig (6 frák), Stephen Jackson 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Chaunchey Billups 23 stig, Rip Hamilton 16 stig, Rasheed Wallace 13 stig (9 frák), Tayshaun Prince 9 stig (9 frák, 6 stoðs), Ben Wallace 7 stig (14 frák), Antonio McDyess 6 stig. NBA Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Þeir segja að lengi lifi í gömlum glæðum og það á svo sannarlega við um Reggie Miller hjá Indiana. Þessi fertugi skotmaður gerði út um þriðja leikinn við Detroit í nótt með góðum leik á lokasekúndunum og tryggði Indiana sigur, 79-74. Bæði lið áttu erfitt uppdráttar í sóknarleiknum í nótt, eins og lokatölurnar bera með sér, en þegar leikurinn er í járnum, leika fáir jafn vel og Reggie Miller hjá Indiana. Miller var stigahæstur leikmanna Indiana í nótt með 17 stig og þrátt fyrir að hitta illa eins og flestir, geigaði hann ekki þegar það skipti mestu máli. Miller hitti úr fjórum vítaskotum og skoraði mikilvæga körfu á síðustu 81 sekúndu leiksins og tryggði sigur Indiana, eftir að meistararnir höfðu gert mikið áhlaup og komist yfir. Heimamenn í Indiana leiddu nær allann leikinn og meistararnir náðu sér aldrei á strik í leiknum. Larry Brown, þjálfari Detroit, var æfur út af dómgæslunni undir lok leiksins og Lindsay Hunter, leikmaður Pistons sem varð fyrir barðinu á Miller á lokasekúndunum, kaus að tjá sig ekki við fjölmiðla að leik loknum af ótta við að verða sektaður fyrir að gagnrýna dómarana. "Þetta var frábær karfa hjá Miller í lokinn, en hvernig fór hann að því að koma sér í svona gott skotfæri?," sagði Brown hundfúll og átti við að hann hefði notað bellibrögð til að hrinda frá sér varnarmanninum. "Við förum heim til Detroit með stöðuna 2-2, það er engin spurning," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem er ekki á þeim buxunum að tapa næsta leik í Indiana. Wallace tók tvö þriggja stiga skot á síðustu mínútunum sem geiguðu og gáfu Indiana færi á að vinna leikinn. Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 17 stig, Jamaal Tinsley 16 stig (6 stoðs), Anthony Johnson 9 stig, Jeff Foster 8 stig (12 frák), Jermaine O´Neal 8 stig (6 frák), Stephen Jackson 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Chaunchey Billups 23 stig, Rip Hamilton 16 stig, Rasheed Wallace 13 stig (9 frák), Tayshaun Prince 9 stig (9 frák, 6 stoðs), Ben Wallace 7 stig (14 frák), Antonio McDyess 6 stig.
NBA Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum