Innlent

Eru mjög óánægð með Gunnar

Ung frjálslynd lýsa í ályktun sem þau hafa sent frá sér mikilli óánægju með framgöngu Gunnars Örlygssonar í síðustu viku þegar hann sagði sig úr Frjálslynda flokknum og gekk í raðir Sjálfstæðisflokksins. „Undanfarin tvö ár höfum við í Ungum frjálslyndum kynnst harðri afstöðu Gunnars gegn núverandi kvótakerfi og hlustað á beinskeytta gagnrýni hans gegn ríkisstjórnarflokkunum og þeim aðilum sem komu kvótakerfinu á og hafa varið það með kjafti og klóm. Ákvörðun hans er með öllu óskiljanleg og sýnir einstaklega ótrúverðuga og ódrengilega framkomu, bæði gagnvart fólkinu sem hefur starfað með Gunnari í Frjálslynda flokknum, en umfram allt gagnvart kjósendum flokksins,“ segir í ályktuninni. Ung frjálslynd harma enn fremur að Gunnar hafi ekki verið reiðubúinn til að starfa áfram í þágu Frjálslynda flokksins, eina raunverulega hægri flokksins á Íslandi, svo notuð séu orð Gunnars sjálfs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×