Eurovision 2005 - Dagur 6 - Íslendingum fjölgar Pjetur Sigurðsson skrifar 16. maí 2005 00:01 Ég skellti mér í göngutúr um miðborg Kænugarðs í fylgd með Selmu Björnsdóttur og Jónatans Garðarsson og hann var einkar ánægjulegur. Ég hafði mælt mér mót við þau þar sem ég ætlaði að mynda Selmu í Kænugarðsumhverfi, en að göngutúrnum loknum settumst við Selma niður á ítölskum veitingastað þar sem við fengum okkur að borða. Úti að borða með Selmu, það er nú ekki amalegt. Þegar við vorum að klára kom Rúnar Freyr Gíslason, eiginmaður Selmu, en hann kom til landsins í gær ásamt foreldrum Selmu. Hann var nú svo óheppinn að taskan hans týndist, en hann bindur þó miklar vonir við að hún finnist. Í það minnsta er honum talin trú um það. Þá er Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður sjónvarps á svæðinu mættur til starfa og þá er Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari Morgunblaðsins einnig að lenda, þannig að íslendingum er farið að fjölga, en ég held þó að þeir verði ekki fleiri. Núna er ég að fara í partí hjá borgarstjóranum í Kænugarði en hann býður öllum skráðum þátttakendum til keppni í einhverri glæsilegri höll hér í borg og verður það eflaust mjög gaman. Ég ætla aðeins að þusa meira út af þessari hvítrússnesku peningavél sem Angelica heitir, en það má ekki gerast að íslendingar gefi þessu lagi stig. Ég skora á mannskapinn. Það á ekki að vera hægt að kaupa sér þennan titil og ef að það gerist þá getum við og aðrar litlar þjóðir hætt þessu og stofnað þá Evrópusöngvakeppni smáþjóða, sambærilega við þá sem gert er í íþróttunum. Góð hugmynd, því þar vinnum við alltaf. Eurovision Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Ég skellti mér í göngutúr um miðborg Kænugarðs í fylgd með Selmu Björnsdóttur og Jónatans Garðarsson og hann var einkar ánægjulegur. Ég hafði mælt mér mót við þau þar sem ég ætlaði að mynda Selmu í Kænugarðsumhverfi, en að göngutúrnum loknum settumst við Selma niður á ítölskum veitingastað þar sem við fengum okkur að borða. Úti að borða með Selmu, það er nú ekki amalegt. Þegar við vorum að klára kom Rúnar Freyr Gíslason, eiginmaður Selmu, en hann kom til landsins í gær ásamt foreldrum Selmu. Hann var nú svo óheppinn að taskan hans týndist, en hann bindur þó miklar vonir við að hún finnist. Í það minnsta er honum talin trú um það. Þá er Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður sjónvarps á svæðinu mættur til starfa og þá er Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari Morgunblaðsins einnig að lenda, þannig að íslendingum er farið að fjölga, en ég held þó að þeir verði ekki fleiri. Núna er ég að fara í partí hjá borgarstjóranum í Kænugarði en hann býður öllum skráðum þátttakendum til keppni í einhverri glæsilegri höll hér í borg og verður það eflaust mjög gaman. Ég ætla aðeins að þusa meira út af þessari hvítrússnesku peningavél sem Angelica heitir, en það má ekki gerast að íslendingar gefi þessu lagi stig. Ég skora á mannskapinn. Það á ekki að vera hægt að kaupa sér þennan titil og ef að það gerist þá getum við og aðrar litlar þjóðir hætt þessu og stofnað þá Evrópusöngvakeppni smáþjóða, sambærilega við þá sem gert er í íþróttunum. Góð hugmynd, því þar vinnum við alltaf.
Eurovision Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira