Innlent

Boða hertar innflytjendareglur

Nafnskírteini, hertar reglur um innflytjendur og uppstokkun í heilbrigðiskerfinu eru meðal helstu stefnumála bresku ríkisstjórnarinnar næsta kjörtímabil. Elísabet Bretadrottning setti nýkjörið þing í morgun við hátíðlega athöfn og kynnti þá, eins og venja er, helstu stefnumál Verkamannaflokksins. Búist er við að næstu fjögur árin verði erfið fyrir Blair sem situr uppi með lítinn meirihluta á þinginu og ótrygga eigin stöðu. Það er því óvíst að hann komi öllum sínum stefnumálum óbreyttum í gegnum þingið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×