Grunaður um skipulagða þrælasölu 18. maí 2005 00:01 Karlmaður á fimmtugsaldri sem ferðaðist hingað til lands með fjórum ungmennum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Maðurinn hefur verið með þau á ferðalagi í tvo mánuði og var á leiðinni til Orlando. Grunur leikur á því að um skipulagða þrælasölu sé að ræða. Þrjár stúlkur og einn strákur sem eru í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli eru á aldrinum 18 til 22 ára. Þau eru með vegabréf útgefin í Singapúr. Þau voru á leið frá Lundúnum til Orlando í Bandaríkjunum ásamt fylgdarmanni á fimmtugsaldri. Aðspurður um það hvort grunur sé um skipulagða þrælasölu segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, að í huga lögregluyfirvalda sé ekki vafi á því að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi. Hvað sé nákvæmlega á ferðinni, hvort um sé að ræða smygl á fólki eða mansal, viti lögreglan ekki á þessari stundu. Farþegar sem eru á leið frá Lundúnum til Bandaríkjanna í gegnum Ísland fara ekki í gegnum almenna vegabréfaskoðun hér á landi. Jóhann segir að lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli hafi grunað að þessi leið sé notuð við að koma fólki sem selt sé til Bandaríkjanna þangað og þess vegna séu farþegar beðnir um að framvísa vegabréfi við komuna hingað til lands. Í slíkri leit fannst þetta fólk. Aðspurður hvort grunur leiki á því að fólkið hafi verið á leið í vændi í Bandaríkjunum segir Jóhann ómögulegt að segja til um hvert hlutskipti fólksins hefði verið. Málið sé í frumrannsókn en óneitanlega fái hann vont bragð í munninn þegar hann líti á mál sem þessi. Fólkið sem stöðvað var hefur verið á ferðalagi frá því um miðjan mars og það hefur sýnt vegabréfin sín að minnsta kosti fjórum eða fimm sinnum. Að sögn Jóhanns er fólkið að öllum líkindum ekki með fölsuð vegabréf heldur eru þau að öllum líkindum stolin því myndirnar í vegabréfinu eru líkar fólkinu sjálfu. Hann segir almennt séu svona mál þannig vaxið að það þurfi marga til að skipuleggja ferðaleiðir og útvega vegabréf og fylgdarmenn, sem séu mismunandi á hverjum fluglegg. Yfirheyrslur standa nú yfir fólkinu með aðstoð túlka. Jóhann segir málið tekið skref fyrir skref og það verði að koma í ljós hver framvinda þess verði. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri sem ferðaðist hingað til lands með fjórum ungmennum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Maðurinn hefur verið með þau á ferðalagi í tvo mánuði og var á leiðinni til Orlando. Grunur leikur á því að um skipulagða þrælasölu sé að ræða. Þrjár stúlkur og einn strákur sem eru í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli eru á aldrinum 18 til 22 ára. Þau eru með vegabréf útgefin í Singapúr. Þau voru á leið frá Lundúnum til Orlando í Bandaríkjunum ásamt fylgdarmanni á fimmtugsaldri. Aðspurður um það hvort grunur sé um skipulagða þrælasölu segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, að í huga lögregluyfirvalda sé ekki vafi á því að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi. Hvað sé nákvæmlega á ferðinni, hvort um sé að ræða smygl á fólki eða mansal, viti lögreglan ekki á þessari stundu. Farþegar sem eru á leið frá Lundúnum til Bandaríkjanna í gegnum Ísland fara ekki í gegnum almenna vegabréfaskoðun hér á landi. Jóhann segir að lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli hafi grunað að þessi leið sé notuð við að koma fólki sem selt sé til Bandaríkjanna þangað og þess vegna séu farþegar beðnir um að framvísa vegabréfi við komuna hingað til lands. Í slíkri leit fannst þetta fólk. Aðspurður hvort grunur leiki á því að fólkið hafi verið á leið í vændi í Bandaríkjunum segir Jóhann ómögulegt að segja til um hvert hlutskipti fólksins hefði verið. Málið sé í frumrannsókn en óneitanlega fái hann vont bragð í munninn þegar hann líti á mál sem þessi. Fólkið sem stöðvað var hefur verið á ferðalagi frá því um miðjan mars og það hefur sýnt vegabréfin sín að minnsta kosti fjórum eða fimm sinnum. Að sögn Jóhanns er fólkið að öllum líkindum ekki með fölsuð vegabréf heldur eru þau að öllum líkindum stolin því myndirnar í vegabréfinu eru líkar fólkinu sjálfu. Hann segir almennt séu svona mál þannig vaxið að það þurfi marga til að skipuleggja ferðaleiðir og útvega vegabréf og fylgdarmenn, sem séu mismunandi á hverjum fluglegg. Yfirheyrslur standa nú yfir fólkinu með aðstoð túlka. Jóhann segir málið tekið skref fyrir skref og það verði að koma í ljós hver framvinda þess verði.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira