Innlent

Gunnar hvattur til að segja af sér

Frambjóðendur og stuðningsmenn Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi Gunnars Arnar Örlygssonar, hvetja hann til að segja af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í ályktun frambjóðenda og stuðningsmanna flokksins fyrir síðustu kosningar í kjördæminu. Þar er harmað að Gunnar hafi snúið baki við félögum sínum og gengið í Sjálfstæðisflokkinn en með þeirri gjörð hafi hann fyrirgert því trausti sem til hans hafi verið borið. Hann er hvattur til að sýna þann drengskap að segja af sér þingmennsku svo flokkurinn eigi aftur fjóra menn á þingi eins og atkvæði flokksins við síðustu kosningar segi til um. Það sé bæði sanngjarnt og lýðræðislegt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×